Heimdallur - 22.01.1930, Blaðsíða 2

Heimdallur - 22.01.1930, Blaðsíða 2
2 hagur þjóðarinnar hefir blómgast, síð- an land vort fjekk aftur frelsi sitt og stjórnlyndishöftunum var Ijett af ein- staklingnum. Þetta sýnir, að frelsið er lífsskilyrði íslenskra einstaklinga og ís- lenskrar þjóðar. Þetta veit SjálfstæðisfloJckurinn og við það miðar hann sína stefnuskrá. Það er markmiðið, að einstaklingurinn hafi sem mest valfrelsi og geti beitt kröftum sínum á þann hátt, sem honum er skapi næst og best á við hæfileika hans, þann- ig að hann geti orðið sjálfstæður mað- ur, — sjálfráður og ábyrgur gerða sinna, — en ekki viljalaust verkfæri fárra valdránsmanna. Flokknum er það fullljóst, að þjóðf je- lagið er til orðið vegna einstaklinganna, en einstaklingarnir ekki vegna þjóðfje- lagsins. Hver sá ungur maður, sem ekki vill svíkja föðurland sitt, hlýtur að fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum sökum þessa, og einnig hins, að sá flokk- ur miðar ekki stefnuskrá sína við á- kveðnar stjettir innan þjóðfjelagsins, heldur þjóðina alla. Á þessu ári heldur íslenslca ríkið þús- und ára afmæli sitt hátíðlegt, en ís- lenska þjóðin er nýrisin af margra alda dvala. Hún er risin upp með stórhug og starfsþrá æskumannsins. Hún er fá- tæk og fámenn í miklu, líttræktuðu framtíðarlandi. Hún krefst þess, að hver maður vinni af alefli að því, að hagur hennar megi blómgast af auðæf- um lands og sjávar, en það má því að- eins verða, að einstaklingarnir geti ó- hindraðir af ríkisvaldinu unnið að á- hugamálum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn vill sjálfstæði í hugsunum og gjörðum og rjettlæti gagnvart einstaklingnum, en með því einu næst abnenn þjóðarheill. Hann er djarfasti, frjálslyndasti og framsæknasti flokkurinn í \andinu. Hann er flokkur æskunnar! Minnitt þess og berjist fyrir stór- feldum sigri C-listans. Blekkingar jafnaðarmanna. Þegar hiti kosninganna streymir um æðar fólks, hættir því við að gleyma staðreyndum, enda gera foringjar jafnaðarmanna sitt til að glepja mönn- um sýn. Pólitískar ásjónur sínar hylja þeir slæðu blekkinga, en reyna að út- ata andstæðingana með þeim saur sem þeir sjálfir eiga í svo ríkum mæli. — Hver sá maður, sem hefir opin augu og óbrjálaða skynsemi hlýtur að fyllast viðbjóði á orðum þessara foringja og athöfnum, sem brjóta svo mjög í bága við kenningar þeirra, sem frekast má verða, enda mun annar eins andlegur sóðaskapur hvergi leyfast nema hjer HEIMDALLUR á fslandi. Það er þá fyrst eftirtektar- vert, að þessir menn krefjast aukinnar alþýðuíræðslu, en samfara henni eykst dómgreind manna og skilningur, en á fundum vaða þessir menn uppi með slíkum ofstopa, stóryrðum, bölfi og lygum, að þeir afhjúpa sinn innra mann, og sanna að þeir eru síst hæfir til að beina hugum manna á rjettar brautir. Myndi nokkuf siðaður maður leyfa sjer að viðhafa slík orð innan siðaðs þjóðfjelags? Vissulega ekki! — Það er augljóst að þessir jafnaðar- mannaforingjar vilja halda alþýðunni í djúpri fáfræði til þess að uppskera þeirra aukist á þeim ökrum, sem ill- gresi eitt fær að þroskast á. Blelckingum sínum halda þeir svo fast fram, að þær koma upp aftur og aftur, magnaðri og magnaðri, hversu oft sem þær eru kveðnar niður. Svo má lengi ljúga, að Ijúfur hljóti að trúa, segir máltækið, og þessir menn tefla á það tæpa vað. Einfeldni og bæxlagang- ur þeirra keyrir þó svo úr hófi, að allir menn, sem gæddir eru meðal skyn- semi, sjá í gegn um grímuna, en ein- staka auðtrúa sálir ánetjast, einkan- lega þar, sem illgirnin fylgir einfeldn- inni. Sigurður Jónasson er þegar orðinn kunnur fyrir Sogsmálið, ekki fyrir framkvæmdir, heldur svo mikla ein- feldni og afkáraskap að hann var ekki tekinn alvarlega, fyr en upplýsinga liafði verið aflað um manninn. Á und- anförnum fundum hefir hann gengið berserksgang;. og haft svo háar hug- myndir um eigin afrek að næst hefir legið vitfirringu. „Þetta hefi jeg gert og við jafnaðarmenn!“ hefir hann hróp- að, en vitanlega hefir hann ekki verið tekinn alvarlega, þar sem öllum er kunnugt, að jafnaðarmenn, sem nú eru í minni hluta í bæjarstjórn, fá engu áorkað án styrks meiri hlutans. Ennfremur er því svo farið, að flest þau bæjarfyrirtæki, sem hrundið er af stað, eru engri ákveðinni stjett í hag heldur öllum almenningi, en Sig. Jón- asson og hans fylgjendur, hika samt ekki við að bera meiri hluta bæjar- stjórnar það á brýn, að hann vilji kúga og eyðileggja alþýðuna, láta hana morkna niður í illum íbúðum, til þess eins að svala illgirni sinni, því að vitan- lega er það engum til gagns þótt með- bræður hans og samborgarar eigi við böl að búa. Hefir nokkur maður með rjettu ráði leyft sjer, að tala slík orð? Jeg veit að við óskum þess öll að slíkt innræti findist ekki í þessum bæ, en því miður hefir annað orðið uppi á ten- ingnum. Þetta er aðeins eitt dæmi þeirra á- sakana, sem þessir svo kölluðu leið- togar alþýðunnar leyfa sjer að koma fram með, en þetta dæmi er ekki sví- virðilegra en önnur, sem eins vel mætti taka, þótt þess sje enginn kostur í stuttri blaðagrein, en vel má víkja að því síðar. Þá ætla jeg aðeins að minn- ast lítið eitt á það frjálslyndi, sem jafnaðarmenn í bæjarstjórn stæra sig af. — Á þessum árum er sem óðast verið að láta malbika götur bæjarins, en sem kunnugt er eru hjer engir ákveðn- ir bæjarhlutar, sem svo kallaðir auð- borgarar búa í, heldur býr fátækling- ur við hlið hins ríka. Það er einnig vit- anlegt, að ekki er hægt að malbika all- ar götur í einu, heldur verða menn að gera það smátt og smátt. Eitt sinn átti svo að malbika Túngötuna, en þá kom það upp úr kafinu að Pjetur Halldórs- son bjó þar einhversstaðar í nánd, og líklegt var að Ólafur Thors mundi flytjast þangað líka, en þegar það upp- lýstist máttu jafnaðarmenn ekki heyra það nefnt. Fríkirkjuveginn mátti held- ur ekki malbika nema út að kirkjunni, sökum þess að Thor Jensen á þar hús í nánd, og svo má lengi telja. Aftur á móti kröfðust fulltrúar jafnaðarmanna að Bergstaðastræti væri látið sitja fyrir með malbikun, og vissu menn ekki hverju það sætti, þar sem sú gata er ekki fjölfarnari en hinar. En nú er gátan ráðin. — Hjeðinn Valdimarsson elur aldur sinn í þessu stræti og það var aflið sem knúði jafnaðarmenn út í þessa gatnapólitík. Þarna sjáið þið frjálslyndi þessara manna, en þetta er aðeins lítið dæmi, tínt af handahófi, en þar sem nógu er úr að moða mun nánar vikið að frjáls- lyndi þessara leiðtoga. Rýmkun kosn- ingarrjettarins. Það mýmæli var afgreitt á síðasta þingi, að kosningarjetturinn til bæjar- stjórnarkosninga var rýmkaður um 4 ár, úr 25 árum niður í 21. Frumvarpið var að vísu borið fram af jafnaðar- mönnum, en samþykt af Sjálfstæðis- mönnum! Jafnaðarmenn hafa síðan sí- felt stagast á því, að þeir hafi unnið það þrekvirki að útvega unga fólkinu þessi rjettindi. Nú er það vitanlegt, að jafnaðarmenn eru aðeins fjórir plús Sigurjón af 42 þingmönnum og því ó- gerningur fyrir þá að koma nokkru máli fram í þinginu án aðstoðar ann- ara, og þarna nutu þeir, eins og áður getur, aðstoðar Sjálfstæðismanna, — vegna þess, að þeir álitu þetta sjálf- sagðan hlut og hefðu vafalaust bor- ið frumv. fram, ef hinir hefðu ekki verið fyrri til. Við skulum nú athuga dálítið, hvað vakað hefir fyrir flokk- unum hvorum um sig eftir því, sem reyndin hefir orðið síðan. Jafnaðarmenn hrópa til æskunnar: Vi.ð (!!) útveguðum ykkur kosningar- rjettinn; þið eigið að kjósa okkur fyr- ir“. Æskan kýs okkur af því við(!!) útveguðum henni kosningarrjettinn.“

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.