Heimdallur - 22.01.1930, Síða 3

Heimdallur - 22.01.1930, Síða 3
HEIMDALLUR 3 Niðurstaðan af öllu þrefi Jafnaðar- manna verður því óhjákvæmilega sú, að þeir hafi borið þetta fram, einungis til þess að vinna sjer atkvæði í eigin- hagsmunaskyni eins og allar þeirra gjörðir smáar og stórar miða að. — Þeir vildu auka atkvæðaframleiðsluna til þess eins að hagnast af því sjálfir. Fyrir Sjálfstæðisflokknum vakti fyrst og fremst það, að vekja áhuga meðal ungra manna og kvenna fyrir landsmálum, og annað ráð er ekki sýnna í bili en það að veita þeim at- kvæðisrjett og kjörgengi til opinberra mála. Sýndi flokkurinn alvöru sí'na í þessu máli með því, þegar við fyrstu kosningu sem fram fer eftir að frv. var samþykt að láta einmitt ungu kjós- endurna hafa mann í kjöri. Og Sjálf- stæðisflokkurinn hefir reiknað rjett. Áhugi unga fólksins hefir einmitt vakn- að við það að fá að taka beinan þátt í kosningunni. Okkur er það Ijóst, að framtíð þjóðarinnar veltur ekki ein- ungis á þeim mönnum, sem nú sitja við völd og því sem þeir gera; hún veltur miklu fremur á þeim mönnum sem eiga að taka við af þeim; hún veltur á ungu kjósendunum, og því fyr, sem þeir byrja að taka þátt í opinberum málum, því betra. Ungir kjósendur í þessum bæ hafa ekki nema um einn lista að velja, Sjálf- stæðislistann. Því miður hafa hinir flokkarnir ekki haft skilning til þess að gefa þeim kost á að velja um, með því að taka tillit til þeirra við uppstill- ingu listanna. Aðstandendur A og B rjettu ungu kjósendunum þann löðr- ung, að þeir væru einungis settir á kjör- skrá ti! þess að auka atkvæðafram- leiðsluna. Hinsvegar hafa þeir fylli- lega gefið í skyn að slík ,,pelabörn“ ættu ekki að hafa nokkurn rjett á að vera í kjöri eða yfirleitt að taka beinan þátt í kosningum. Munið þetta ungu kjósendur þegar þið gangið að kjör- borðinu. Munið það ennfremur að verk- ið er ekki nema hálfnað — rýmkunin á að ná til þingkosninga líka. Að því vill fulltrúi ykkar á Sjálfstæðis-list- anum vinna. Allir ungu kjósendurnir hljóta því að fylkja sjer um C-listann; og þeir gera meria; þeir hrópa út til almennings: Kjósið C-Iistann! Æskumaður. Kjósið C-listann. | Hvernig kýs æskan? Þessi spurning hlýtur að vekja mjög mikla athygli nú við þessar í hönd far- andi kosningar, vegna þess að sú ný- breytni hefir orðið á, að ungir menn og meyjar, hafa nú í fyrsta sinn tæki- færi til að taka þátt í meðferð bæjar- málanna að meira leyti en áður, sök- um rýmkunar kosningarrjettarins. Jafnaðarmennirnir hafa í þessu sem og mörgu öðru gerst ærið ágengir, og vilja láta þakka sjer þessa lausn máls- ins; en Reykvíkingar vita að þetta er alls ekki rjett, — og þeir vita meira, þeir vita nú hvaða hug jafnaðarmenn- irnir bera til æskunnar hjer í þessum bæ. Það hefði fáum getað dottið það í hug, að listi jafnaðarmanna nú við bæj arstjórnarkosningarnar, myndi verða svo móðgandi, svo ósanngjarnlega skip- aður í garð æskunnar, sem nú er orðin reyndin á. Það fer því að liggja í aug- um uppi, hvers vegna Jafnaðarmenn hafa ekki verið á móti því að kosning- arrjettur yrði miðaður við 21 árs ald- urstakmarkið. — Þeir hafa vantreyst svo gjörsamlega, þroska og dómgreind æskunnar. Þeir hafa haldið að æsku- menn og meyjar myndu láta ginnast af fagurgala einum. Þeir hafa haldið að þeir myndu geta látið atkvæði unga fólksins lyfta sjer hærra. — En þeim góðu herrum verður ekki kápan úr því klæðinu! Nei! íslendingar yfirleitt, eru þeim kostum búnir, að hafa heilbrigði, þrek og þrótt til andlegra ágætisverka, og æskuna prýða ekki hvað síst þessir kostir. Þessvegna er það að æskan lætur ekki ginna sig og tæla, til þess að trúa glamuryrðum og slagorðum Bolsafor- ingjanna. Menn eru yfirleitt agndofa yfir ein- angrun og afturhaldi jafnaðarforkólf- anna; talandi tákn um hversu þeir eru gjörsneyddir allri framsóknarviðleitni, er það að 11 efstu menn A-listans eru þessir gömlu úttauguðu æsingaseggir sem menn alment eru farnir að hafa andstygð á. Þetta er frjálslyndi þeirra. — Þetta eru efndirnar á því að taka æskumenn til greina. Og 12. maðurinn er Jens Guðbjörnsson 26 ára; svo að þó að aldurstakmarkið hefði ekki ver- ið fært niður, þá hefði hann samt getað fylt þetta sæti. Reykvísk æska fyllir þann flokk, sem hún finnur að kann að meta hæfi- leika hennar, og sem tekur hana til greina, en það er Sjálfstæðisflokkur- inn. Æskan vill frjálslyndi, hugsana- frelsi og athafnafrelsi; æskan lýtur ekki svo lágt að hún skipi sjer í skjald- borg utan um skósveina rússneskra rauðliða. Æskumenn og meyjar munu kjósa og stuðla að kosningu þess listans sem þeirra fulltrúi er á. Og það er Sjálfstæðislistinn, C-listinn. S. K. S. Nýju fötin lögreglustjórans. Sagan um nýju fötin keisarans end- urtekur sig nú í þessum bæ. Tíma- klíkan kom nú í fyrsta sinn fram á vettvang bæjarmálanna með sjerstak- an lista. Klókindabragð til að hylja sambandið innilega við bolsana, en bæjarmenn munu ,,launa þeim lambið gráa“. Hinir frægustu vefarar Framsókn- ar, að ógleymdum vefaranum mikla, hafa hamast nótt og dag. Þar hefir ekkert verið tilsparað, hvorki gull nje bitlingar, að hin pólitísku föt Hei'- manns yrðu sem allra girnilegust, en þó svo skjólgóð, að hvorki grisjaði í bolsjevikkann, nje þann með nafnbót- ina. — Þetta var vandasamt verk. Uppistaðan átti fyrst að vera viðreisn sveitanna, en reyndist rotin og að engu nýt eða verra en það. En loforðin? Þau mátti nota í bili, og svíkja þau síðan á eftir, enda áður verið brallað í Fram- sókn. En betur má, ef duga skal. Var elcki reynandi að nota uppeldismálin? Að vísu heyra þau til öllum flokkum, auk þess hafði nú Framsóknin, sem kallar sig, svæft samskólafrumvarp Reykjavíkur, staðið í vegi fyrir styrlc- veitingu til gagnfræðaskóla Reykjavík- ur og sett hömlur fyrir inntöku í Menta- skólann, sem koma harðast niður á fá- tækum ungmennum. En þekkingarleysið í bæjarmálum var heill Vatnajökull og betra var þá að veifa röngu trje en engu. Uppeldismál, jú, það gat orðið ágætur þáttur og á- ferðarfagur, því að hvaða foreldrar óska ekki, að börnin þeirra fái sem best uppeldi ? Loks mátti nota blekkingar, lygar og róg um andstæðingana persónulega, fyrir ívaf í dúkinn. Og þeir færðu Hermann í fötin; Hriflu-Jónas setti upp gleraugu og glotti lævíslega, stalík Alþýðubók Kilj- ans í handarkrika Hermanni, hvíslaði slefsögum í eyra honum og sendi hann á foreldrafund. Tryggvi sagði, að Her- mann væri fullgóður í Reykvíkinga og Tímaklíkan rjeði sjer ekki fyrir fögn- uði. En — fár veit hverju fagna skal. Hermann hafði ekki haldið langa ræðu, jiegar menn fóru að pukra sín á milli um það, að hans andlegi klæðnaður væri ekki allskostar skjólgóður, og loks sauð alveg upp úr. Fólkið sagði: Hann er nakinn, hann ætti að skammast sín. Hermann skimaði í kringum sig og og mælti í lögreglustjóra-rómi: Hver

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.