Dagblað - 01.02.1925, Síða 3
DAGB LAÐ
3
Sjómenn
Lítið á tegimdir og verð í búðarglugganurn.
Lárus G. Lúðvíksson
Skóverzlun.
á togurum og mótorbátnm, kaupið
að eins það bezta á fæturna. — Paö
fáiö þér með }>ví að kaupa
þessa gúmmístfgvélategund,
G-ætiö aö
merkinu
á
sóiauum.
sem íæst í þessum mismunandi iiæö-
um: hnéhá, hálfhá og fullhá.
Soir iíntaMíps.
Skáldsaga eftir BEX BEACH.
i.
Sigur.
Bjart kvöld í Nóvembermánuði. Rafljósin á
Broadway lýstu lítið betur en máninn. Haustið
var að setjast að.
Meðfram gangstéttunum var þétt röð bifreiða
og var breitt yfir vélrými flestra. Ökumenn sátu
í sætum sínum og börðu sér til ,þess að halda
á sér hlýju. Við himin bar hin mörgu rafljós
nuglýsenda og breyttu lit í sífellu. Annars stað-
ar voru ljósauglýsingar á húsgöflum eða götum.
Ur leikhúsum borgarinnar þyrptist fólkskari
°g hvarf í bifreiðar þær er biðu. Óteljandi
blaðastrákar æddu fram og aftur um mann-
þyrpinguna, veifuðu blöðum sínum og æptu
hver í kapp við annan um úrslit siðasta knatt-
leiksins.
í anddyri eins leikhússins staldraði hefðarfrú
ein við og la^færði kápu sína. En er hún
heyrði hrópin í drengjunum mælti hún gremju-
lega:
— Aldrei vil eg framar horfa á knattieik. Það
sem gerðist í þriðja þætti var nóg til þess að
fá viðbjóð á öllum fþróttum.
Maður sá, er með henni var, brosti í kampinn.
— Þú tekur alt of djúpt í árina, mælti hann.
Þetta var ekki af alvöru gert. Alt voru þetta
ungir menn — sem vildu skemta sér.
— Jæja, setjum þá svo að það hafi verið
æskubrek, mælti hún. Annars fanst mér það
likara því, sem heimurinn væri að farast. Gamn-
inu fylgdi heldur mikil græska.
Hópur af þjónustustúlkum kom í þessu hlaup-
andi fram á ganginn.
— Húrra, húrra, húrra! hrópuðu þær og undir
var tekið af óteljandi röddnm. Hurðum var
hrundið upp og út ruddust knattleikámenn tug-
um saman. Glottu þeir óskamfeilnislega framan
í þá er hyltu þá.
— Aukablað! Aukablað! hrópuðu blaðastrák-
arnir úti fyrir. Nákvæmar fregnir af knattspyrnu-
kappleiknum.
Á götunni fyrir fraraan var hvorki hægt að
snúa hendi né fæti fyrir þrengslum. Lögreglan
reyndi að rjúfa þröngina, en gat ekkert að gert.
En alt í einu ruddist hópur manna út úr
þrönginni. Voru það ungir menn, vasklegir á
velli og báru höfuðin hátt. ^lannQöldinn fagn-
aði þeim með háum húrraópum og linti þeim
i