Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 22.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ UmbyggÍDg bæjarins er stór- mál, sem ætti að vera efst á dagskrá allra bæjarmála. Þetta hafa menn enn ekki skilið enda of sjaldan og of lítið verið á það minst. En mönnum þarf að verða ljóst hvað hér er í húfi og linna ekki þeirri sókn, sem hafin verður, fyr en fullvíst er um æskilegan árangur. Að eins á tveim stöðum, frá Skólavörðunni og af Landakots- túni er nú hægt að njóta þess útsýnis, sem fagurt getur talist. Útsýnið frá þessum stöðum, — sérstaklega frá Skólavörð- unni, — hefir samt verið spilt mjög mikið á síðustu árum, með þeim kumbaldabyggingum sem hrúgað hefir verið upp, of nærri þeirri sjónarhæð sem hér gat fegurst verið. Af Skóla- vörðuhæðinni hefir útsýnin alt af verið talin fegurst, hér í bæ, en nú er svo komið að víð- sýnið er meira af Landakots- túni, því þar er þéttbygðin ekki orðin eins mikil. — Það sannast bezt á nýbygg- ingunum í Skólavörðuholtinu, hve lítið tillit er tekið til ytra útlits og hve skipulagsleysið er mikið. — Þetta kumbalda-hverfi, sem hrúgaðist upp á erfiðustu timum og ber greinilega svip ráðleysis og féleysis, hefir einn mætur borgari þessa bæjar rétti- lega nefnt y>Guðlastið<n því heita má að goðin séu smánuð og nöfn þeirra lögð við hégóma, þar sem göturnar bera heiti þeirra. Yfirleitt má segja um bygg- ingu bæjarins að fegurðar og samræmis hafi aldrei verið gætt og ekkert tillit tekið til fram- tiðarinnar. Hver kofinn hefir verið bygður þar sem bagkvæm- ast var fyrir einstaklinginn vegna stundar aðstöðu, en ekk- ert tillit tekið til útlits né fram- tiðarskipulags bæjarins. Vegna þessa eru göturnar nú eins og fjárslóðar á heiðum uppi, en húsin likust rosadrili á reitingsslægjum. Hljómloika ætla peir Otto Stöterau og Pórhallur Arnason að halda i Bárubúð annað kvöld. Væntanlega verður par margt manna a. m. k. þeir, sem góðum hljómleikum unna- „Sæluvika Skagfiröinga." Það er orðin föst venja hjá Skagfirðingum að halda eins- konar héraðsmót um það leiti sem sýslufundur þeirra er hald- inn. Streymir þá múgur og margmenni til Sauðárkróks al- staðar úr héraðinu. Er þá efnt til ýmsra skemtana, svo sem sjónleika, kórsöngva, lesin upp kvæði, fluttir fyrirlestrar, rædd héraðsmál og iandsmál á fund- um o. fl. Merkasti þáttur »sælu- vikunnar« eru fyrirlestrarnir, og segir Dagur frá þeim á þessa leið: Sýslufundur er nýlega um garð genginn. Síðara hluta vik- unnar lét Framfarafélagið að vanda halda fyrirlestra. í*á fluttu: Jónas læknir 2, Páll skólastjóri 1, Sigurður þórðarson Nauta- búi 1, Sigurður Sigurðsson sýslumaður 1, séra Lárus Arn- órsson 1, séra Hallgrimur Thorlacius 1 og Ólafur Sig- urðsson á Hellulandi 1. Um- ræður voru á eftir og voru einkum miklar umræður á eftir fyrirlestri séra Lárusar, er var um þegnskylduvinnuna. Átti hún ágæta formælendur svo sem Jónas lækni, séra Hálfdán, sýslumann, Pétur í Hraunum, Sigurgeir Daníelsson og fleiri. Meðal andmælenda voru þeir Pétur Sighvatsson, Sigurður á Veðramóti, séra Arnór í Hvammi og Margeir á Ögmundarstöðum. Af 17 ræðumönnum voru 10 með og 7 á móti og tölu marg- ir oft. Borgin. Sjávnrföll. Síödegisháílæður eru kl. 5,18 t dag. Árdegisháflæður kl. 5,35 í fyrramáliö. Næturlæknir i nótt er Gunnlaugur Einarsson Stýrimannastíg 7 Sími 1693. Næturvörður í Reykjavíkur Apóteki Mercur fór héðan í gærkvöld kl. 6. Meðal farþega til útlanda voru: Sigurður Nordal prófessor, dr. Silex ritstjóri, Nissen pýskur umboðssali og frú, Steini Helgason kaupm. i V)ag6lað. Arni Óla. Ritstjórn: G> Kr_ Guðmundsson. Afgreiðsla Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. JSa tJKafia Spennandi kvikmynd í 7 þáttum, eftir hinni heims- frægu skáldsögu Rex Beach, La Mafia. Hlutverkaskrá: Betty Blythe, Thursson Hall, Robert Elliolt o. fi. Sagan gerist f Sicilien, og er myndin leikin þar á staðnum. Sýning kl. 9. Færeyjum, Alfred Petersen frá Fær- eyjum, T. Evers útgerðarm. frá Haugasundi Páll Hannesson skip- stjóri frá ísafirði, Jón Porsteinsson leikfimiskennari og glimumennirnir 9 sem getið er um annarsstaðar hér í blaðinu. — Margt fólk fór með skipinu til Vestmannaeyja. Séra Friðrik HallgrimBson mun nú vera á leið hingað til landsins, eftir pvi sem nýkomin vestanblöð segja. Botnvörpnngarnir. Njörður kom af veiðum í fyrradag með 90 tn. lifrar og Hilmir með 67 tn. — Pótt tunnu- talan sé ekki hærri en petta, voru þeir samt báðir fullir af fiski, því fiskurinn er nú vænu en mjög lifr- arlitill. Er pað einkum undan suð- austur horni sem botnvörpuugarnir eru nú á veiðum, Tryggvi gamli kom inn í gær vegna vindubilunnar. Hann fór aftur út í morgun. Skrantmálning. Sýningu á innan- skrautmálningu (Dekoration) hefir Daniel Porsteinsson málarameistari í Iðnó (uppi) í dag kl. 1—7. Ms. Svannr fór frá Stykkishólmi til Hvammsfjarðar i nótt með marga farþega úr Esju. Hefir komið við á 9 stöðum á röskum 2 sólarhringum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.