Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 30.05.1925, Blaðsíða 2
2 D A G B L Ar Ð f I iio-rTrt noLr^iia-B HvítasunnuYörurnar er bezt að kaupa O UblIlSCÖlir! í Kaupfélaginu. Tungan. Herra ritstjóri! í »Dagblaðinu í gær standa meðal annars þessi orð: »Áhugi þeirra, sem vilja fegra málið og bæta, hefir aðallega beinzt að því, að hamast gegn orðum og orðatiltækjum, sem komin eru fyrirhyggjulaust inn í málið, og ekki er hægt að útrýma eða breyta nema með löngum tíma. Á ég hér aðallega við sjómannamálið, sem nokkuð hetír verið rætt um að undan- förnu. Það er blátt áfram óðs manns æði, að ætla sér að gjör- breyta því á svipstundu; og þá er ekki heldur rétt að amast við því, að fræðibækur í þeirri grein sé ritaðar á »sjómannamáli«. Hlýtur hverjum manni að vera það skiljanlegt, að íslenzkir ný- gjörvingar á öllum hinum út- lendu orðum, sem sjómenn nota, yrði þeim sama sem hebrezka. Hitt er annað mál, að sjálfsagt er að reyna að laga þetta smám saman, með aðstoð sjómannanna sjálfra«. Má eg til samanburðar benda á þessi orð mín í greininni »Sjómannamál«, Mbl. 12. þ. m.: »Mér dettur ekki í hug að dæma sjómenn ^ora hart fyrir það mál, sem þeir hafa talað hingað til á skipum sínum. Þeir hafa haft um annað aö hugsa en að skapa ný orð yfir alla þá hluti og handtök, er þarna koma til greina, og enginn getur ætlast til, að þeir séu að jafnaði málfróðir og orðhagir, og þótt sumir þeirra væru það, þá verð- ur að tala mál, er skilst af þeim, er sagt er fyrir verkum. Skilji þeir ekki annað en hrognamálið, þá verður að tala það við þá, unz annað betra er fengið og þeir hafa lœrt það«. í*á mintist eg á »Handbók fyr- ir sjómenn«: »það átti að finna góð íslenzk heiti fyrir hvern hlut og handtak, sem lýst er í bók- inni, en hafa orðskrípin, sem nú tíðkast, í svigum, til skýr- jDgar. Með því móli var engin hætta á, að neitt yrði misskilið. Lesendurnir hefðu þama hvor- tveggja orðin fyrir sér, lærðu bæði í senn og skildu því hvort sem notað væri. Nýju orðin mundu svo smámsaman bægja hinum braut, því að ísl. sjó- mönnum er varla svo illa úr ætt skotið, að þeim sé ekki ljúf- ara hreint mál en hrognamál ef þeir eiga um að velja«. f*ar sem minst er á að fleira þurfi að athuga en sjómanna- málið, skal eg benda á, að raf- magnsmálið var búið til af nefnd manna áður en útlendu orðin náðu að festast, og að síðustu árin hefir verið unnið bæði að verslunarmálinu og ýmsu úr iðnmálinu. 29. maí 1925. Virðingarfylst Guðm. Finnbogason. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháilæður er kl. 11,10 í dag. Árdegisháflæður kl. 10,50 í fyrramálið. Nætnrlæknir Ólafur Porsteinsson Skólabrú 2. Sími 181. Næturvörður í Langavegs Apóteki. Tfðarfar. í morgun var hálf-kalt norðan og vestanlands, 2 st. hiti á ísafirði og 3 st. á Raufarhöfn. Hér var 9 st. hiti og eins í Færeyjum. Á Jan Mayen var 4 st. hiti, en 15 st. i Khöfn. Breytileg átt og búist við svipuðu veðri. Hátíðamessur. a Hvitasunnudag kl. 11 sira Bjarni Jónsson. Á annan í hvitasunnu kl. 11 síra Friðrik Friðriksson. Fríkirkjan. Á Hvítasunnudag kl. 2. síra Árni Sigurðsson og kl. 5 síra Haraldur Níelsson. Á annan i hvíta- sunnu kl. 5 síra Árni Sigurðsson. Landakotskirkja. Hvítasunnudag: Levítmessa, kl. 9. f. 'h. og kl. 6 e. h. levítguðsþjónusta með prédikun. Annar hvítasunnudagur. Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. bænahald. Embættispróf standa nú yfir í Há- skólanum. í guðfræðideild ganga 4 undir próf, i læknadeild 4 og í lög- fræðisdeild 7. iDagðlað. J Arni Óla. Ritstjórn: | G. Kr. Guömundsson. Afgrdðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaöverð: 10 aura eint. Áslcriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Smávörur til saumaskap- ar — tölur — tvinni — hringj- ur — spennur o. s. frv. nær 500 tegundir. Eina sérverslun í bænum. GUÐM. B. YIKAll. Ilakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. lljá danska sendiherrannm var boð mikið i gærkvlödi fyrir yfirmenn af varðskipunum og ýmsa borgarbúa. Stóð það langt fram á nótt. llöfnin. Solon enskur botnvörp- ungur frá Grímsby kom hingað í gær með annan enskan botnvörp- ung, Rosetta frá Grimsby, í eftir- dragi. Hafði Rosetta verið að veið- um hér í flóanum og brotið stýrið og var hjálparlaust er Solon bar að. Lágt fiskverd. í gær seldi Agúst Guðjónsson fisk fyrir 3 kr. körfuna, en það mun láta nærri, að þá liafi pundið kostað 3—4 aura. Regar fiskur er seldur á uppboðum er hann aldrei svo ódýr. Petta verð er líkt og fyrir stríð. Hotnía er væntanleg hingað kl. 6—7 í kvöld. Margt farþega með skipinu. Goðafoss mun ekki koma hingað fyr en í nótt eða í fyrra málið. Lokað verður fyrir rafmagnið kl. 12'/* í kveld til kl. 9 á morgun. Tryggvi gamli kom af veiðum í nótt með 70 tn. lifrar. Athygli almcnnings vill Dagbl. vekja á auglýsingu bakarameistara- félagsins um lokunartima brauðsölu- búöanna yfir hátiðina.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.