Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 07.07.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 MALNING, VEGGFÓDUR, Zinkhvíta, Blýhvíta, Japanlökk, Fernisolía. Veggfóður frá 40 aur. rúllan. Ensk stærð. Þekur 15 ferálnir. MÁLARINN. Sími 1498. Bankastræti 7. yfir hana eins og stendur, en unn- ið er að því að ryðja veginn, svo hann verði fær yfirferðar. Hjólreiðaslys. Maður héðan úr bænum Lárus Lárusson, Norðurstig 5 féll af reiðhjóli á laugardagskvöld- ið og meiddist svo tnikið að hann beið bana af. Jarðarför Péturs Örnulfssonar fiskimatsmanns fer fram í dag. Gamalt handrit. í skjalasafn- inu í Leningrad hefir nýlega fundist afrit á persnesku af ýmsum sögum úr »1001 nótt». Afrit þetta er síðan á 15. öld. Pað er borið til baka, að Claes- sen hafi verið kosinn í bankaráð íslandsbanka, heldur hafi það verið Keli Clausen. Læknafundur fellur niður að þessu sinni, vegna reglugerðarinnar nýju. Pað er sagt, að með henni hafi læknar fengið uppfyltar óskir sínar á læknaþinginu í fyrra. Á nefinu skuluð þér þekkja menn, segir »Stormur« og eftir »recepti« hans eiga þeir Jón Auðunn, Sveinn í Firði, Porleifur, Björn Líndal og Árni i Múla að hafa fjölbreyttar og alhliða gáfur, Jón Þorláksson og íngibjörg, litla en góða hæfileika, Benedikt Sveinsson og Sigurjón Jónsson fasta og metorðagjarna lund, Einar á Eyrarlandi á að vera kýminn og hneigður til léttúðar, Jón á Reynistað á að vera saklaus maður og einfaldur, en Jörundur sjálfselskufullur. — Beri menn nú saman við »Palladómana« og sjái hvort niðurstaðan verður sú sama. af sýningunni bindindisstarfseminni hér í Reykjavik, ættu því allir bind- indisvinir hér í bæ, að telja það skyldu sina, að koma þar og með þvi styrkja bindindisstarflð og gleðja sig. Aðgöngumiðar fást i Nýja Bio frá kl. 4 og má panta þá i sima 344. Gnllfoss kemur hingað í fyrra- málið kl. 8. Dönsku stúdentasöngv- ararnir verða þá leiddir suður í Iðnó og hitta þar gestgjafa sína. Vegna þess að Gullfoss kemur svona snemma, er gerð breyting á um sönginn og syngja þeir i fyrsta skifti annað kvöld, sbr. auglýsingu hér í blaðinu. Yelðllanst er nú sem stendur í Úlfijótsvatni, svo að þar sem áður hafa fengist 5—600 í ádrætti, fást nú 3—4 silungar. Nokkrir menn hafa reynt stangaveiði hjá Kaldár- höfða, en varla orðið varir við sil- ung. Aftur á móti hafa þeir orðið varir við mývarg og er sagt að hann hafi sjaldan eða aldrei verið meiri. Peningnr. Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr.............. 110,20 Norskar kr............... 97,20 Sænskar kr.............. 144,91 Dollar kr................. 5,40 Skriðnfall. í gær féll skriða úr Ingólfsfjalli að vestanverðu. Fór hún yfir þjóðveginn á ca. 40 metra svæði og er bifreiðum ekki fært Sonnr járnbrantnkángsins. hvað nokkrar dúfur komu fljúgandi. Pá hélt hann heim að næsta húsi, en þar var sama máli að gegna. Þá var eftir þriðja húsið og hélt hann þangað með hálfum huga. Það bar stórum af hinum og að þvi lá vegur með háum palmatrjám í röð báðum megin. Húsið var stórt og á þvi voru tvær verandir hringinn í kring um það. Hávaxin tré voru alt umhverfis og aldingarður, sem var sýnilega að fara í órækt. Skiðgarður mikill var umhverfis og á honum voldugt járnhlið. Yfirleitt mátti alls staðar sjá merki þess að eigandinn mundi auðugur. En hér var sama máli að gegna og um hin húsin, að hlerar voru fyrir öllum gluggum og engin sáust þess merki að neinn maður væri í húsinu. Samt sem áður gekk Kirk heim að því og knúði fast útidyr. En enginn svaraði. Hann fór nú að skoða sig betur um. Alt um kring voru vetrarbústaðir; stóðu sumir á bersvæði, en umhverfis aðra voru stórir aldingarðar. Sumir bústaðirnir voru fátæklegir, aðrir báru vott um auð og velsæld. Þarna höfðust hinir efnaðri Panamabúar við meðan hitinn var sem mestur. Kirk var nú ekki á því að gefast upp við svo búið. Hann gekk því frá einu húsinu til annars, en flest voru þau mannlaus. Par sem hann hitti fólk fyrir, gerði hann sér það til erindis .að biðja um glas af vatni. Hvergi sá hann stúlkuna sína né Svertingjakertinguna og hvergi gat hann fengið neinar upplýsingar um þær. Karlmenn gerðu honum skiljanlegt að hann skyldi hypja sig á brott hið fyrsta, en kvenfólk hljóp í felur er það sá hann. Börnin voru jafnvel ó- vingjarnleg. Einu sinni heyrði hann nefnt nafn það, er honum var svo kært og hoppaði þá i honum hjartað. En enn komu vonbrigðin. Petta var þá Svertingjakona er kallaði á krakka sinn. Síðan heyrðist honum Chiquita-nafnið koma úr öllum áttum og á heimleiðinni heyrði hann það nefnt að minsta kosti tuttugu sinnum. í hvert skifti staðnæmdist hann og svipaðist um. En það var þá ýmist verið að kalla á hunda, ketti, páfagauka eða nakta krakka. Annað hvort hafði nú stúlkan hans leikið á hann eða þá að hún hafði verið neydd til að svíkja loforð sitt. En það stóð á sama hvort heldur var. Hann elskaði hana og strengdi þess heit, að hún skyldi verða kona sín. Hann beit á jaxlinn og hét því að hann skyldi finna hana, enda þótt hann yrði að rannsaka alla vetrarbústaðina eða sprengja húsin í Panama í loft upp.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.