Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 13.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ eiga skifti við Breta, láta þýzku stjórnina fá mánaðarlega 30°/o af öllum þeim sterlingspundum, sem þeir fá fyrir seldar vörur i Bretlandi, en stjórnin greiðir féð til umsjónarmanns skaða- bótagreiðslunnar. Parker Gilbert segir, að t*jóð- verjar sé heldur að rétta við fjárhagslega. Er talið, að þar í landi sé nú 3540 miljónir gull- marka í umferð, en fyrir stríð voru þar 5721 miljón í umferð. Það þykir bera vott um bættan hag alþýðu, að sparisjóðsfé kefir aukist talsvert að síðustu og er nú rúmlega 600 miljónir gull- marka. Síðan í Nóvember hefir inn- flutningur og útflutningur í þýzkalandi hér um bil haldist í hendur. Atvinnuleysi var mest í Febrúar; þá var talið að 600 þús. manna hefði enga atvinnu. I júnímánuði var tala þeirra komin niður í 320.000. Parker Gilbert segirgóðar horf- ur fyrir þýzkum iðnaði, en það sem hái Þjóðverjum mest nú sé það, að mikill hörgull sé á reksturfé handa hinum ýmsu iðnaðarfyrirtækjum. Finnlands-kvöld. Upplýsingaskrifstofa stúdenta (hr. Lúðv. Guðmundsson) hafði stofnað til fyrir lesturs um Finn- land i litla salnum i »Iðnó« á miðv.dagskvöldið og boðið þang- að allmörgum. Hélt lektor Kalle Sandelin frá Pori þar fyrirlestur um föðurland sitt, Finnland. Rakti hann aðaldrættina í sögu þess frá fyrstu landnámstið og til þessa dags. Skýrði ræðum, frá upptökum þjóðernisvakningar þeirrar er reis á Finnlandi um miðja siðustu öld og hefir auk- ist og magnast svo á þessum stutta tima, að nú er Finnland það land meðal Norðurlanda, er á einna sérkennilegasta og frum- legasta menningu í bókmentum og listum. Sérstaklega er það þó hljómlist (söngur og músik) og íþróttir sem á síðari árum hafa vakið mikla eftirtekt á Finnum viðsvegar um heim. Jian Sébelius er heimskunnur 'óg iþróttamennirnir finnsku eru heimsfrægir. Lektor Sandelin lék nokkur finsk lög á slaghörpu m. a. eftir Síbelius, og vóru þau þannig valin, að þau lýstu fram- úrskarandi vel hinum sérkenni- lega geðblæ Finna, er einkennir sérstaklega finska músik, en einnig bókmentir þeirra og aðrar listir. Lék Sandelin ágætlega á slaghörpuna, og duldist það eigi áheyrendum, að hann er einn hinna ungu sona þessa unga ríkis, sem vinna að því að reisa og efla menningu og framtíð lands síns á þjóðlegum grund- velli í þekkingu og fullum skiln- ingi á þjóð sinni, sérkennum hennar og eiginleikum. Lektor Sandelin lagði á stað til Danmerkur með Botníu þá um nóttina. Sjávarföll. Síödegisháflæður kl. 11,40. Árdegisháflæöur kl. 12 á hádegi á morgun. Næturlæknir í nótt er Daniel Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætnrvörðnr í Reykjavikur Apó- teki. Hundadagar byrja í dag. Tíðarfar. S.V. snarpur vindur hér og í Hornafirði og töluvert regn. S. stinnings kaldi i Vestmannaeyjum og Grindavík. Annarsstaöar hægra veður. en alls staöar sunnanátt. Hiti 9—14 stig. Loftvog stöðug. í dag heldur hann sér við suðrið og verður úrkoma hér á Suðurlandi. Dönskn stúdentarnir sungu fyrir almenning í porti Barnaskólans i gærkvöldi. Kom pangað aragrúi fólks að hlýða á pá. Sungu peir 15 lög í stryklotu, pví að pegar er söng- urinn hófst, tók að rigna og rigndi stöðugt upp frá pví. Mannalát. Eyjólfur Waage kaup- maður í Seyðisflrði og Ari Brynj- ólfsson fyrv. alpm. á Pverhamri. Jarðarför séra Brynjólfs Jónsson- ar frá Ólafsvöllum fer fram í dag. Goðafoss er væntanlegur hingað í dag. Hann kemur norðan um land. Gnllfoss fór í gær til Vestfjarða með allmargt farpega. Par á meðal voru peir: feðgarnir Kristinn og HDagBlaé. I Arni Óla. Ritstjórn: j G> Kr- Guðmundsson. Afgreiðslal Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuói. Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugavég 20 B Inngangur frá Klapparstíg. Ólafur Jóhannesson konsúil á Vatn- eyri viö Patreksfjörð, Guðm. Iækn- ir Thoroddsen og Sverrir bróðir hans, frú Olga Hafberg, Kr. Ó. Skag- fjör.ð heildsali og Jónas Tómasson bóksali á ísaflrði. Mesta úrkoma, sem komiö heflr á sumrinu, var síðasta sólarhring, eða 9,6 mm. Veizlan á I’ingvöllnm. Eftir pví sem Morgunblaðið segir, voru 128 menn í förinni til Pingvalla á laug- ardaginn. Var sezt að borðum peg- ar er austur kom og að átinu loknu var aftur haldið til Reykjavikur. — Petta er kallað að fara yflr læk, til þess að sækja vatn. Hefði bæjar- stjórnin alveg eins getað haldið stúdentunum, gestgjöfum peirra og frúm, sjálfri sér og frúm og liðs- foringjum á Fylla átveizlu hér í bænum og cigi purft til pess 20 bifreiðar heilan dag. Fimleikaflokkar í. R. hafa nú sýnt leikflmi i ýmsum kaupstöðum út um land, og hvarvetna getið sér hinn bezta orðstír. Hefir mönnum pótt mikið til sýninganna koma, enda mun svo góð leikfimi eigi hafa sézt áður á þeim slóðum, er flokk- arnir hafa farið um. Hnndar í Vin. Reykjavík gerði alla hunda útlæga og rétt- dræpa hér innan bæjar. Borgar- stjórnin í Vín tók ekki eins djúpt í árinni. Hún bannaði mönnum að hafa hunda með sér í strætis- vögnum. Þessu urðu hundaeig- endur svo reiðir að þeir fóru kröfugöngu um borgina meö alla hunda sína, 90 þúsund að tölu, og heimtuðu að banni þessu yrði létt af.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.