Dagblað

Issue

Dagblað - 23.07.1925, Page 2

Dagblað - 23.07.1925, Page 2
2 DAGBLAÐ Undir þýzkum fána. Undaníarin ár hafa skip nnd- ir þýzkum fána verið fáséð hér við land. Hefir svo verið víða nm heim og stungið mjög í stúf við það sem áður var. Um orsakir til þessarar beyt- ingar mun öllum kunnugt og verður sú saga ekki sögð hér, enda oft sögð áður. Hitt má öll- um vera gleðiefni hve mjög hefir breyzt til batnaðar fyrir f*jóð- verjum á síðustu árum og eitt dæmi þess er koma skemtiskips- ins Munchen hingað. Má okkur íslendingum vera það sérstakt gleðiefni, þegar svo góðir gestir sem fjóðverjar eru, sækja okkur heim. fað er á allra vitorði, að Þjóðverjar hafa verið okkur mjög velviljaðir og að margir þeirra hafa verið ótrauðir og ágætir málsvarar okkar erlendis og gert okkur ómetanlegt gagn á ýmsum svið- um. Mörg þýzk nöfn eru eins vel þekt hér á landi og okkar beztu manna, og nátengd sögu vorri og menningarstarfsemi síð- ustu mannsaldra. Um margt eru Þjóðverjar öðrum fremri, en þó einkum um dugnað og ýmsa hagkvæmni og mættum við íslendingar taka þá okkur þar til fyrirmyndar. Að hér sé ekki ofmælt sannar bezt árangurinn af endurreisnar- starfi því, sem Þjóðverjar hófu þegar þeir voru mest aðþrengdir. — Vonandi fer þeim fjölgandi á næstu árum, skipunum sem sigla undir þýzkum fána, eftir gömlum og nýjum siglingaleið- um. — Ættum vér því að taka sem bezt á móti þeim Þjóðverjum sem hingað koma og sérstakt tilefni höfum við nú við komu Munchen, þar sem ýmsir úr íslandsvinafélaginu þýzka eru meðal farþega. -m. Aflafréttir. Siglufirði í gær. Seagull kom inn með 423 mál. Veiði mjög misjöfn. K. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháfiæður kl. 6,58. Árdegisháflæður kl. 7,15 í fyrra- málið. Næturlæknir í nótt er Daníel Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Næturlæknir næstu nótt er Magn- ús Péturson Grundarstig 10 Sími 1185 Næturyörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Heitast var í morgun í Seyðisfirði 15 stig, á Akureyri og Stykkisholmi voru 12 st., Reykjavik, Grindavík, Raufarhöfn og á Hóls- fjöllum 10 st. og 6 á ísafirði. í Kaupmannahöfn var 22 st. hiti og eins í Utsire. Frá Angmagsalik og Jan Mayn komu engin veðurskeyti í morgun. Rigning var hvergi í morgun nema á ísafirði, en búist við skúrum í dag sumstaðar á Suð- ur- og Vesturlandi. Rétt 11 ár eru nú liðin síðan þýzkt skemtifararskip var hár síð- ast. Var það »Prins Friedrich Wil- helm«. Pað skip var hér síðustu dagana í júlímánuði 1914 — hina örlagariku daga, þá er Austurriki setti Serbíu úrslitakostina út af morði ríkiserfingjans austurriska Franz Ferdinand. Samsöngur fyrir þýzka skemti- ferðarfólkið verður haldinn í Nýja Bío kl. 7'/j i kvöld. Og á eftir verð- ur haldinn danzleikur úti í skipi. Meðal farþegra á Miinchen er Dr. rer. pol. Kuhr, sem dvaldi hér um eitt skeið og skrifað hefir doktors- ritgerð um íslenzkt viðskiftalíf. ísland fer í kvöld vestur og norð- ur um land tíl Akureyrar. Kjölfestn er skipum bannað að losa á höfninni eða innsigl- ingaleiinui. En á Lækjartorgi hefir verið skilin eftir hrúga af stórgrýti, sem var aðaiinnihadl sjálfsalans, sem fluttur var þaðan í burtu eftir að hafa verið þar til prýðis í nokkra daga. — Hvernig mun erlendum ferðamönnum lítast á aðaltorg bæjarins með benzin- brunahönunum, stórgrýtinu og öðru skrauti, sem þar er? Jón Knldnl, hlauparinn frægi, er nýkominn hingað til bæjarins. Þýzka ferðafólkið lét vel yfir deg- inum í gær þótt veður væri fremur kalt og óskemtilegt. Gekk hann á með kalsaskúrum bæði hér og á Pingvöllum en þangað fór helming- ur farþeganna í gær. Pótti þeim mikið koma til Pingvalla og nutu þeir þar góðrar leiðbeiningar Guð- brandar Jónssonar og Halldórs Jónassonar. QacjBlaé. I Arni Óla. Ritstjórn: j q. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslaj Lækjartorg z skrit'stofa J Sími 744. ^ Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverö: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. HF Bakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. íbúð óskast nú þegar 2—3 herbergi og eldhús. Skilvís greiðsla. Tilboð merkt »Strax« sendist Dagblaðinu. í dag fer hinn helmingur fólksins þangað austur og verða þeir vænt- anlega hepnari með veðrið. — Glimusýning var haldin í Iðnó og hófst kl. 3, og á eftir spilaði hljómsveit skipsins nokkur lög á Austurvelli, Úti í skipinu hélt Kristján Albert- son ritstj. fyrirlestur í gærkvöldi um íslenzka menningu og á eftir var sýnd hin islenzka kvikmynd Lofts Guðmundssonar. „Gömln hundadagarnir“ byrja í dag. Er það gömul trú að þá skifti oft um veðurátt og munu nú marg- ir vonast eftir að tíðarfarið breyt- ist til batnaðar. Frú Björg Porláksdóttir kom hing- aö meö íslandi siðast. Prentarar í Gutenberg fara skemti- för á morgun austur að Sogi og Olfurárbrú. Vegna þess frídags kem- ur Dagblaðið ekki út á morgun. Ráðning á V. krossgátu. Pvert: 1 El. 4 Of. 6 Afi. 7 Rós. 8 Niða. 10 Strí. 12 Frú. 14 Vör. 15 Sía. 16 Úði. 13 Reft. 21 Lágt. 24 111. 26 Sóa. 27 Lá. 28 Að. Niður: 1 Efi. 2 Her. 3 Dý. 4 Ort. 5 Fór. 6 Andvail. 9 Af. 10 Sú. 11 Síðasta. 13 Roð. 16 Út. 17 II. 19 Ell. 20 Flá. 22 Ása. 23 Góð. 25 Óp. Réttar ráðningar komu frá átta kaupendum, en alls munu hafa verið sendar milli 20 og 30 ráðn- ingar. Verðlaun fær Kr. Kristjáns- son, Laufásveg 3. í lyklinum að krossgátunni í gær hafði misprentast »sjór« fyrir »bók- stafur« við 40 niður.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.