Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 28.07.1925, Blaðsíða 1
EGAR maður athugar versl- unarskýrslur Islands, sýn- ist manni það furðulegt, hve mikið er flutt hingað af ýmsum vörum, sem framleiða má í landinu sjálfu og fram- leiddar eru hér. Skal hér nefna sem dæmi niðursoðið fískmeti og kjötmeti, smjörlíki, kartöflur, hey, fataefni, egg, feitmeti, sút- uð skinn o. s. frv., o. s. frv. Um sumar af iðnaðarvörun- um má ef til vill segja það, að þær standi ekki á spórði sams- konar útlendum vörum, en það er þó ekki nema hálfur sann- leikur. Hitt er satt, að menn hafa yfirleitt eigi ennþá viður- kent íslenzkan iðnað samkepn- isfæran, og er það aðallega bygt á sleggjudómum og athugunar- leysi. Það eimir enn furðanlega eftir af þeirri tilhneigingu hér, að fordæma hugsunarlaust alt innlent, en telja alt gott og gilt sem frá útlöndum kemur, þrátt fyrir margskonar svik. Pví að ekki er alt gull, sem glóir, og eigi eru heldur allar erlend- ar iðnaðarvörur góðar, þótt í fallegum umbúðum sé og dá- samaðar af framleiðendum. Svo er t. d. um sumt .erlent kjöt- meti, að menn vita lítið hvað þeir láta ofan í sig, er þeir eta það. Hið sama má segja um ódýrt sætumauk, kakaó, te o. fl., o. fl. Pá er það og eigi heldur alt lax, sem selt er niðursoðið undir því nafni. Mætti lengi telja þannig, en hér skal látið staðar numið sökum þess, að efni greinar þessarar er annað, og skal því vikið að því aftur. Árið 1922 var flutt hingað af kjötmeti: Saltað kjöt og reykt 18 smál. Pylsur..............8 — Flesk...............3.14 — Niðursoðið kjöt . . 13.8 — eða samtals um 43 smálestir. Sama ár voru voru fluttar hing- að rúmlega 20 smálestir af nið- ursoðnu fiskmeti; 234.5 smál. af smjörlíki, 14.6 smál. af smjöri og 31.2 smál. af svínafeiti. Verða þetta samtals 280 smál. af feit- meti, en á sama tíma sendum vér til útlanda mestallan mör vorn hráan og fáum fyrir hann lítið verð. — Petta ár voru og fluttar inn 361.2 smál. af niður- soðinni mjólk, og er það ekkert smáræði. En þó er ef til vill hastarlegast, hve mikið er flutt hingað af eggjum. Sá innflutn- ingur eykst ár frá ári, og var 1922 orðinn 28 smálestir. ís- lendingum er í lófa lagið, að framleiða svo rnikið af eggjum sem þeir þurfa, og jafnvel meira. Væri að því stórgróði. Það er og hart, að þurfa að flytja hing- að mikið af smjöri, feitmeti og ostum (93.2 smál. 1922). Töl- urnar hér að framan sýna, að að það er eitthvað talsvert mik- ið bogið við þjóðarbúskap vorn. Af kartöflum voru fluttar hing- að 2332 smálestir árið 1922. Innflutningur á þeim fer stöð- ugt í vöxt, og þó mætli árlega rækta nóg af kartöflum hér handa öllum landslýð. Ef gizk- að er á, að hver tunna hafi að meðaltali kostað 20 krónur, sem ekki er of í lagt, þá hafa ís- lendingar á þessu ári greitt hátt upp í hálfa miljón króna til út- lendra bænda fyrir kartöflur, og fyrir flutning á þeim hingað. Um verð á hinum öðrum að- fluttum. vörutegundum, sem nefndar hafa verið, verður ekk- ert sagt með vissu, en betur hefði það verið komið hjá ís- lenzkum fyrirtækjum. »ísland fyrir íslendinga« hafa verið hvat'ningarorð margra mætra manna á síðari árum. Þó hefir mönnum sézt furðan- lega yfir það í viðskiftum. Þar er ísland enn alt of mikið fyrir útlendinga, vegna hugsunarleysis, og hins, að íslendingar kunna ekki að hagnýta sér ísland eins og skyldi. »Að vera sjálfum sér nógur« eru nú einkunnarorð margra þjóða; en þótt íslend- ingar komist aldrei svo langt, geta þeir þó komist miklu lengra í þá áttina en nú er. Hreiudýrarækt. I Stutt athugasemd. »DagbIaðið« hefir í gær hafið máls á ný um hreindýrarækt hér á landi, og á blaöið þakkir skilið fyrir. Er mál þetta óefað mjög miklu meira virði heldur en íslendinga alment órar fyrir. í grein þessari lilfærir Dag- blaðið kafla úr ritgerð hr. Helga P. Briem í síðasta Eimreiðar- hefti. Er þar um misskilning nokkurn að ræða eða gálej'si, er eg leyfi mér að leiðrétta, þar eð það er eigi einskisvert atriði sem um er að ræða. í grein sinni kemst H. P. Br. m. a. þannig að orði: »Skinnið (hrein-skinnið) er mjög létt og hlýtt og þvi ágætt í svefnpoka og þessháttar. En það er ónýtt í föt, og ganga Lappar því klæddir vaðmálk. Eins og gefur að skilja er þetta misskilningur höfundar, og stafar sennilega af því, að hann hitti fyrir Lappa í vað- málskuflum í norðurbygðum Svíþjóðar — að sumarlagi. Lappar vefa eigi sjálfir vað- mál né aðra dúka. Þeir búa eingöngu að hreindýrum sínum og lifa algerlega á þeim. Hafa þeir frá aldaöðli klæðst hrein- bjálfum eða finn-kuflum (bœska, á norsku pæsk) og gera það enn. Skófatnaður þeirra er einnig úr hreinskinni: Skallar eða »finn- skór« með hárinu á og gab- magak (komager á norsku) úr rökuðu hreinskinni barkalituðu. Eru skór og kuflar saumaðir með hreindýra-sinum. Tjöld Lappa eru einnig alla jafna úr hreinskinni. Pó mun koma fyrir nú á dögum, að Lappar fari að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.