Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 21.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ lögreglueftirlit, jafnvel hversu gott sem það er. En auðvitað er lögreglueftirlitið samt sem áð- ur nauðsynlegt og það sem allra fullkomnast. Og má þá fyrst vænta verulegs árangurs til veru- legra umbóta á háttsemi manna þegar örugt lögreglueftirlit og ákveðið almenningsálit leggja lið sitt saman til gagnlegra átaka. LeikirogleikhQs. Upp úr miðöldunum kom svo endurfæðing allra lista, þar á meðal ieikritagerðar og leiklist- ar. Pegar Spánn var orðin eitt- hvert voldugasta ríki heimsins vegna nýlenda sinna í Ameríku og silfurnámanna, sem Spán- verjar ráku þar, komu fram hjá Spánverjum leikskáldin miklu, Calderon og Lopez de Vega. Að leikrit þeirra voru leikin hundruðum saman og að þau voru sýnd margsinnis hvert, það vitum vér. Það er til Iítils að reisa Bió uppi á Holtavörðu- heiði; umferðina og Bíógestina vantan algerlega, og eins víst er það, að enginn skrifar leik- rit, séu engin likindi til þess að þau verði leikin. En brátt komu fleiri til skjalanna. Á blómatíð Frakklands, undir stjórn Lúðvik XIV., komu fram þeir Racine, Cor- neille og Moliére, og auk þess ýmsir víðfrægir höfundar. Bók- mentirnar fylgja vanalega, eða ganga á undan framförum í flestum efnum. 1588 sigruðu Englendingar ó- yfírvinnanlega flotann, sem Filip II. sendi út til að leggja Eng- land undir Spán. Meðvitund Englendinga um sjálfa sig óx mjög, og sigurinn lyfti þeim eins og sigur Grikkja yfir Persum lyfti hinni grísku þjóðármeðvit- und. Þá kom fram i Englandi hvert leikritaskáldið á fætur öðru, og mætti nefna hér höfuðmenn- ina, Kristofer Marlowe, Ben. Jonsson, og einkanlega William Shakespeare. Með honum hafa leikritaskáldin náð allra hæzt. Hann er bezta leikritaskáldið, sem enn hefír komið fram, og ber höfuð og herðar yfir alla hina að fornu og nýju. í Lond- on var það heldur ekki ófyrir- synju að yrkja leikrit þá. Nú er álitið að 300 leikhús hafí ver- ið til i London i þá daga þótt bærinn hefði ekki nema 300000 íbúa. Leikhúsatalan er liklega of hátt sett. Þá rituðu menn ekki leikrit til lesturs, en aðeins til að leika þau, og þó gaf Ben. Jonsson út öll leikritin sin, og John Hemminge og Condell gáfu út öll leikrit Shakespeare’s 6—7 árum eftir að hann var dauður. Útbúningurinn á Shakespeare’s leikhúsinu var mjög einfaldur. Leiksviðið var rúmgóður pallur, með mörgum inngangsdyrum, og aftast var altan, sem gat verið borgarveggur, eða til dæmis sval- irnar, sem Julía kemur fram á í Romeo og Julíu. Tjöld voru ekki notuð, hvorki til að sýna stofu, skóg, fjöll eða múra, þjónn á leikhúsinu kom inn með spjald og á þvi stóð staðurinn, sem leikið var á í það sinnið: »Gata í Londoncc. sÞetta er Trjóuborg«, »Nótt í skógi« o. s. frv. ímynd- unarafl áhorfendanna varð að skapa sér útsýnið og gerðu það vist lika. Ef skift var um leik- svið þá gat líka verið liðinn timi milli þess sem um þau var skift. Allur heimurinn var þann- ig þar á pallinum. Petta var mikill léttir fyrir andans flug höfunda, eins og W. Shake- speare’s, og menn segja nú alment, an það sé ekki við nokkurs manns hæfí, að skrifa eins fjör- ug atriði, eins og hann gerði. Engin rós stendur ávalt i blóma, og þó Lundúnaleikhúsin væri vel sótt og ætti þessa ágætu höfunda, sem nefndir voru auk annara, þá fjandsköpuðust Pú- rítanarnir við leikhúsin og fengu í lög ýmsar takmarkanir á þeim, og þegar veldi þeirra stóð sem hæðst var leikhúsunum lokað. En Shakspeare kom upp aft- ur í höndunum á Garrick, og um alt Pýzkaland og Norður- lönd hefir hann verið leikinn upp aftur og aftur. Pað er bezta viðurkenningin fyrir hinu ævar- andi gildi, sem hann hefír, og því, að hann er einn af þeim andans stórmennum, sem hafa geflð leikhúsum og leiklist æ- varandi líf. Frh. HDagBlað. Bœjnrmálablað. FrcttnblnO. Ritstjóri: G. Kr. GuðmundssoM, Læbjartorg 2. Símar 744 og 445. Viótalstími kl. 5—7 síöd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint.. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður kl. 7,45 i kvöld. Árdegisháflæður kl. 8,10 i fyrra málið. Nætnrlæknir í nótt er Ólafur Gunnarsson, Laugaveg 16. Simi 272. Nætnrvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðnrfnr. Hægviðri alstaðar, nema í Vestm.eyjum snarpur vindur (7), og austlæg átt víðast hvar. Heitast var í Hornafirði 7 st., Vestm.eyjum 6, Rvik, Seyðisf. og Raufarhöfn 5, Stykkish. 2, Akureyri og Hólsfjöll- um 0 og ísaf. 2 st. frost. — 1 Khöfn var 4 st. jhiti, Færeyjum 8, á Jan Mayen 1 og í Angmagsalik 5 st frost í gær. — Djúp loftvægisl. fyrir sunn- an land. Búist er við norðaustlægri átt á Norðvesturlandi, en austlægri átt annarstaðar með úrkomu á Aust- urlandi, en þurviðri á Vesturlandi. m Botnfa fór héðan í nótt vestur um land til Akureyrar. Farþegar: Jón Ólafsson kaupm. og frú, Ól. Guð- mundsson kaupm., Páll Melsted og Kristján Nielsem verslm., Valgeir Helgason stúdent o. m. fl. Skaftfelllngnr hleður i dag til Vestmannaeyja og Víkur. »Sagn Borgnrættarinnnr((, sem flest- ir kannast við, er nú sýnd í Nýja Bió. ísfisksnlnn i Englandi gengur frem- ur treglega, og hafa flestir botn- vörpungarnir, sem út hafa farið, selt fyrir lágt verð. í fyrradag seldi Ari afla sinn fyrir 675 sterlpd., Arin- björn hersir fyrir 864, og Hafsteinn fyrir 930 sterlpd. Fasteignneigendnfél. heldur fund i kvöld í Bárunni og hefst hann kl. 8. Feningar; Sterl. pd.............. 22,30 Danskar kr............ 115,42 Norskar kr............. 94,24 Sænskar kr............ 123,45 Dollar kr............... 4,62 Gullmörk.............. 109,77 Fr. frankar............ 20,55

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.