Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.10.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 22.10.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 0 3 £rá Yestur-islendingum FB„ 22 okt. ’25. Kirkjubygging. Sambands- söfnuður í Árnesi í Nýja íslandi hefir látið byggja vandaða kirkju í sumar. Var hún vígð þ. 23. ágúst. Aðalhvatamaður þessa fyrirtækis var séra Eyjólf- ur J. Melan. Kirkjan rúmar 150 — 200 manns. Var hún skuld- laus um leið og smíði var lokið og telur Heimskringla það eins dæmi í sögu íslenzkra kirkju- safnaða vestra. Séra Rögnvaldur sPétursson flutti vigsluræðu, E. Melan stýrði guðsþjónustunni og lýsti vígslu, en séra Magnús J. Skaftason flutti blessunarorð í messulok. Fjöldi íslendinga voru við- staddir og komu sumir langa leið að. Ueimskringla frá 9. sept. flytur 3 ræður merkra Vestur- íslendinga sem þeir héldu í heiðursamsæti því, er E. H. Kvaran rithöfundi og frú hans var haldið í Winnipeg við burt- för þeirra þaðau. Ræðumennirn- ir voru þeir Stephan Thorson, Séra Rögnvaldur Pétursson og séra Rúnólfur Marteinsson. Margt er ágætlega sagt í ræðum þessum, ekki síst ræðu séra Rúnólfs, er lýsir sérstaklega þeim hlýju tilfinningum, er vestur- lslendingar bera enn í hug til íslands. Allir ræðumennirnir fóru mörgum og fögrum orðum sem að likindum lætur, um starf og.hæfileika E. H. Kvaran og kom glögt í ljós sem oftar hve mikil ítök hann á í hugum Vestur-íslendinga. Ný skáldsaga eftir vestur- íslensku skáldkonuna Mrs. Láru Goodman Salverson mun koma á euska bókamarkaðinn vestra í haust. Mrs. Salverson er höfundur skáldsögunnar »The Viking Heart«, og var hennar minst í dagblöðunum hér í bæ í fyrra. í dag er tækifæri til að kaupa af mér hús með lausum íbúðum í haust. Dragið ekki til morguns það sem hægt er að gera í dag. Talið við mig. Helgi Sveinsson Aðalstr. 11 kl. 11—1 og 6—8. Sjó- og Bruna- Sjótr. 542 Brunatr. 254 Framkv.stj. 309 Vátryggið H|á ÍSLENZKU lélag-i. Sonnr járubrantakóngrslna. ganga, vil ég líða algerðan ósigur! sagði Gara- vel ákafur. Stolt niitt er ekki til sölu, frú Cort- landt. En hvað veldur annars þessari snöggu breytingu? — Ég held, að Ramón eigi mestan þátt í því. Hann er jafn stoltur og þér eða faðir hans. Er hann heyrði, að dóttir yðar væri trúlofuð vini vorum Anthony — — — Ó, nú skil ég, hvernig í öllu liggur. Hann varð alvarlegur og þungbrýnn á svip. Petta er þá þakklætið fyíir, að ég fylgdi ráðum yðar um Gertrudis. Hún hefði átt að giftast Ramón, eins og til var ætlast, þá hefði ég haft vogarstöng til að lyfta föður hans úr götu minni. Gott og vel, það er enn eigi búið að opinbera trúlofun þeirra Anthony. Pað er varla of seint enn að-ná í Ramón. — Öll borgin talar nú um Gertrudis og Kirk. — Ég hefi ekki gefið honum neitt loforð. Og það hefir héldur ekki verið afráðið neilt enn í þá átt. Það er að eins görnul siðvenja, sem lcomið hefir þessu umtali á stað. Hann er mjög elskulegur ungur maður, hann hefir sína fram- tiðardrauma, þess vegna — lét ég undan. En haldið þér, að ég láti stúlkudutlunga — eða bros ókunnugs manns rugla framsóknarmetnaöi mínum? Sei, sei, neil Á hans aldri var ég skot- inn i tíu tólf ungum stúlkum. Ég gat ekki ón þeirra lifað. Hann spretti fingrum. Parna getið þér séð, að ég hafði rétt fyrir mér, er við átt- um fyrst lal um dóttur mfna. Pað er gamla fólkið, sem hefir rétt, æfinlega. Ég hefði átt að sjá það fyrir, að svona mundi fara, en Ramón var fullur af þykkju, og hann var svo fáorður. Nú dáist ég að honum; hann er æfarreiður; hann vill berjast; hann er enginn páfagaukur, sem situr rólegur og horfir á, að búrið hans er rænt. Og þvi betra, úr því hann er ásinn sem alt snýst um. Sjáið þér nú, hvað gera ber? N — Auðvitað. — Kornið þér þál Við skulum undir eins fara og tala við Alfarez vin minn. En frú Cortlandt stöðvaði hann og sagði ró- lega: — Þetta er alt saman gott og blessað, en þér gleymið hinum unga manni. Garavel nam staðar á miðju gólfi. — Hvað eigið þér við? Hvernig þá? Gertru- dis giftist aldrei þessum Anthony. — Ef til vill elskar hún hann. — Ástin er ímyndun, eitthvað sem maður sér í hyllingum eins og fagrar þokumyndir, sem hverfa með sólinni. Að mánuði liðnum, eða að ári, mun hún hafa gleymt öllu saman. En mér er ekki þannig farið, Pelta er hámark lífs mfns. Mér mun ekki bjóðast annað eins síðar meir.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.