Dagblað - 20.02.1926, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐ
þaö og aíkomendur þess verða
að mæta, þegar í þau er fokið.
Hver eru skjól Vestur-íslend-
inga? Hvað er það, sem hefir
hlift þeim frá þjóðernislegri
gjötun og eyðilegging i hinu
nýja kjörlandi, eða kjörlöndum
þeirra, á því 50 ára timabili,
sem þeir hafa dvalið þar?
Það mun fáum dyljasl. Það
er skjól trúarinnar, tungunnar,
og meðvitund þeirra um sam-
eiginlegan uppruna þeirra og arf,
og ekkert annað. — Hvernig
hafa Vestur-fslendingar farið
með þau skjól? Hvernig eru
þeir að fara með þau nú? Á
fyrri árum gerðu þeir allmikið
tii þess að hlúa að þeim, þá
mynduðu þeir öflug sambönd
sín á meðal, aðallega á trúar-
legum grundvelli, og heíir það
verið hið sterkasta skjól þeirra
fram á þenna dag. Og þeir
mynduðu ýms önnur félög, sem
lika hlyntu að þessum skjólum
á ýmsan hátt, með því að gera
heildar-eininguna sterkari og
meðvitundina um, að samein-
aðir stöndum vér, en föllum
sundraðir, skýrari.
Nú virðist oss, að farið sé að
fenna i mörg þessi skjól á með-
al vor, og yfir sum þeirra.
Menn segja, að þetta sé eðli-
legt, því skjólin, eins og alt
annað, verði að breytast með
hinni breyttu aðstöðu þeirra til
þjóðfélaganna, sem þeir eru bú-
settir hjá.
í þessu er að sjálfsögðu meira
eða minna af sannleika, en þó
getum vér gert of mikið að því
að reiða okkur á hann.
O'ss dylst ekki, að framtíðar-
iending hins vestur-islenzka fólks
er hið ameiíkska og cana-
diska þjóðlíf, og oss dylst ekki,
að nú þegar eru margir menn
og konur, sem fyllilega eru í
færum um að sigla i þá höfn.
En oss dylst heldur ekki, að
það er meiri hluti Vestur-ísl.,
sem enn eru ekki við því búnir,
og því upp á íslenzku skjólin
komnir nú, eins og vér allir
vorum áður. En hvaða skjóls
er nú þar orðið að vænta? —
Oss finst, þegar litið er yfir
mannfélagsmál vor Vestur-ísl.,
að i skjólin sé nú farið að fjúka,
og þar sé ekki þess öryggis að
ieita, sem áður var. Þjóðfélags-
eining vor Vestur-íslendinga rið-
ar á barmi glötunarinnar, eins
og mannfélagshöllin hjá f*or-
steini Erlingssyni.
Losið og lausungin á öllum
sviðum lifs vors hefir aldrei
verið meiri en hún er nú, og
ósamrærniö aldrei komist á
hærra stig. Áður fyr gátum við
komið okkur saman um ein-
staka mál. Nú ekki um eitt
einasta. — Fyrrum höfðu menn
einurð til þess að segja hver
öðrum til syndanna. Nú þegja
allir og þumbast, og láta hverja
andstygð sem vera vill, læsa sig
í gegnum merg, blóð og bein.
Samúðin, samvinnan og sam-
tökin eru að hverfa úr félags-
málum Vestur-íslendinga, en
sinnuleysið og síngirnin að
koma í staðinn. Vér erum á
leiðinni út í andlegt berurjóður
—• út á gróðurlaust bersvæði,
uppblásið og eyðilegt, andlega
talað. — Vér höfum áður bent
á hættuna, sem oss er búin, ef
vér snúum baki við íslenzku
skjólunurn of snemma, og ger-
um það á ný, og að þá liggur
ekkert fyrir oss annað en útjaðra-
berurjóður hinns ameríska þjóð-
lífs, og vonuðumst eftir, að leið-
togar Vestur-íslendinga mundu
bera gæfu til þess að stýra
fram hjá þeirri hæltu, og loka
ekki skjólunum íslenzku unz
önnur væru fengin. Og ef til
vill getur það að einhverju leyti
tekist enn, því það er ekki
samband vort við heimaþjóðirn-
ar, bandarlsku og canadisku,
sem hættunni veldur, heldur
sundrungin, losið og ósamræmið
hjá sjálfum oss, sem með ári
hverju fer vaxandi og eyði-
leggur með öllu hin sameigin-
Jegu islenzku skjól vor, ef
vér ekki sjáum að oss.
[Grein þessi er tekin úr Lög-
bergi 31. des. s. 1. Er hún auð-
vitað skrifuð fyrst óg fremst
með tilliti til Vestur-íslendinga,
en samt er ýmislegt i henni sem
ber heim við margt í þjóð-
lífi voru og sem vér »Austur«-
íslendingar hefðum gott af að
atbuga, þvi margt er likt með
skyldum j.
Borgin.
Þorralirœllinu er í dag. — 18. vika
vetrar hefst.
Nœtnrlœknir Friðrik Björnsson,
Thorvaldsensstræti 4. Sími 1786.
Aðra nótt Kjartan Ólafsson, Lækj-
argötu 6 B. Simi 614.
Nætnrvörður i Laugav. Apóteki.
Messnr á morgun. Dómkirkjan kl.
11 séra Friðrik Hallgrimsson og kl.
5 séra Bjarni Jónsson.
Fríkirkjan ki. 2 séra Árni Sig-
urðsson og kl. 5 séra Haraldur
Nielsson.
Landakotskirkja kl. 9 árd. hámessa
og kl. 6 síðd. guðsþjónusta rueö
prédikun.
Aðventistakirkjan kl. 6 siðd. séra
O. J. Olsen.
Sjómannastofan kl. 6 síðd. guös-
þjónusta.
Eigcudaskifti hafa fyrir nokkru
orðið að verslun peirri, sem h.f.
Carl Höepfner hefir rekið hér í
bænum undanfarin ár. — C. Behrens,
sem lengi hefir verið verslunarstj.
hjá Höepfner, hefir keypt verslun-
ina og rekur hana framvegis undir
eigin nafni. Verður hún með sama
fyrirkomnlagi og áður: selur elda-
vélar og bygginga-vörur í smásölu,
en allsk. matvörur i heildsölu.
Behrens heflr getið sér góðs orðs-
týs i fyrri stöðu sinni, og má því
hugsa gott til viðskifta við hann
framvegis.
k snltiisksvelðiir fór botnvörpung-
urinn Otur í gærkvöld. Er hann sá
fyrsti sem fer á salsíisksveiöar aö
þessu sinni.
Bifrolðarslys. Drengur varð fyrir
bifreið.í fyrradag inn á Grettisgötu
og fótbrotnaöi. — Gerast nú bif-
reiðaslysin tíð hér í bæ, og mikiö
áhyggjuefni, ef svo heldur áfram.
Nýtt frnmvarp til laga um helgi-
dagahald er komíð fram frá þing-
mönnum bæjarins, og verður þess
nánar getiö síðar.
Leikfélag Kvíknr hefir nú tekiö
nýtt leikrit til meðferðar, og verður
það sýnt í fyrsta slnn annaö kvöld.
Er það eftir brezkan höfund, Sutton
Vane, og nefnist »Á útleið« (Outward
bound«). Hefir það viða verið leik-
ið erlendis og fengið góðan byr.
Gnllfoss átti að koma til Vestm.-
eyja í dag og er væntanlegur hing-
að á morgun.
Novn hefir nú verið breytt tölu-
vert. 3. farrými mefir verið breytt f
2., og það stækkað að mun. Er þar
nú rúm fyrir 46 farþega og miklc
vistlegra umhverfis en áður var.