Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.02.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 27.02.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ stjórn og Alþingi vildi beita sér fyrir því má!i sem hér er rætt um, þá mun næst að snúa sér að ungmennafélögunum, fá þeim málið í hendur með góð- um ráðleggingum og standa traust á bakvið þau með styrk og lögum. Myndi þá reynast bezt að veita verðlaun, — hvort heldur á hlut að máli félag eða einstaklingur — þeim sem koma upp nýbýli, byggja upp eyðijörð, rækta landspiidur, eða ef félög hjálpa einstaklingum til að fram- kvæma umbætur á jörðum sín- um. Það eykur frjálsa samkepni, kemur æfintýrafullum æsku- mönnum til að keppa í félags- skap að nytsömu starfi, sem þroskar og göfgar þátttakendur. Ungmennafélasstarfsemin er á mjög mismunandi þroskastigi. Á stöku stöðum hafa þau dá- ið út af einangrun, eða spillandi áhrifum frá kaupstöðunum. Þau þurfa á hvatningu að halda, endurnýjun, sem getur glætt á- hugann svo hin duldu öfl komi ipjós. Æskan er árifanæm, hún drekkur í sig þau áhrif sem að henni berast. Því er nauðsyn á að að henni sé hlúð. Sem bet- ur fer eru mörg félög vel start- andi. Þau taka sér ný og ný mál til meðferðar, þau knýja bændur og bændafélög til að taka þátt í starfseminni með sér og eftir þvi sem samtökin eru við- tækari má vænta betri árangurs. Mörgu góðu máli hafa ung- mennafélögin lagt liðsinni sitt og ýmsum þjóðnýtum verkum komið í framkvæmd, einkum með áhrifum slnum á framgang þeirra mála, sem miðað hafa til almenningsheilla. — En miklu meiru mundu þau geta komið í verk, ef aðstaða þeirra til um- bótastaríseminnar yrði bætt. Háttvirtir alþingismenn, sem alt vilja gera fyiir kjósendur sína, og til lieilla landi og lýð, ætti að athuga, að í æskulýðn- um býr afl sem nota má til mikilla verka. Og forráðamenn þjóðarinnar eiga að sjá svo um, að það afl eyðist ekki til einkis gagns, heldur beina þvf inn á þær brautir, sem geta orðið þjóðarheildinni til farsældar. Helgi Benónýsson. Komgiir vor og drotning koma hingað i sumar. Forsætisráðherra tilkynnir: Konungurinn og drotningin koma að forfalialausu til ís- lands i sumar á beitiskipinu »Niels Juel«, en á skipinu verð- ur Knútur prinz starfandi sjó- liðsforingi. Gert er ráð fyrir, að komið verði til Reykjavíkur 12. júní, og eftir stutta viðdvöl þar er ferðinni heitið kringum land, með viðkomu á ísafirði, Akur- eyri og Seyðisfirði. Borgin. 19, vika vetrar hefst. Nœtnrlæknir Konráð R. Konráðs- son, Pingholtsstræti 21, sími 575. Messnr á morgun. Dómkirkjan kl. 11 séra Bjarni Jónsson og kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. Fríkirkjan kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. Landakotskirkja kl. 9 árd. hámessa og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. Aðventistakirkjan kl. 6'/3SÍðd. séra O. J. Olsen. Sjómannastofan kl. 6 síðd. al- menn guðsþjónusta. Um Bcllman ílytur Matthías forn- menjavörður fyrirlestur á morgun kl. 2 í Nýja BIó af hálfu Stúdenta- fræðslunnar. — Pórarinn og Eggert Guðmundssyhir aöstoða og leika nokkur úrvalslög Bellmans. — Góð skemtun fyrir aðeins 50 aura. Sjúkrasamlag Reykjavíknr heldur aöalfund sinn á morgun í Templ- arahúsinu. Hefst hann kl. 8 siðd. Stúkan Skjaldbreið endurtók af- mælisskemtun sina í gærkvöld. M. a. voru þar leikin tvö smáleikrit: Pipermann í klípu og Háa C-ið. Er vert að geta leiks tveggja leik- enda, Sigurðar Grímssonar og Har- aldar Jónssonar, sem var ágætur, en þó sérsfaklega leikur Sigurðar, sem lék Fransicsku i Háa-Cinu. k útleið verður leikið i kvöld og annaö kvöld. Af sérstökum ástæðum verður dómur um leikinn að biða fram yfir helgi. En það mó strax segja að þar fer saman hugnæmt efni og góður leikur sem allir hafa gott af að sjá. Stúdentafræðslan. Á morgun talar Matthías Þórðarson fornmenjavörður um Bellman í Nýja Bió kl. 2. — Bræðui nir Fórarinn og Eggert Ieika á eftir nokkur Belmannslög. Miðar á 50 aura við inng. frá kl. 1,30. Félagið Germauia ætlar að halda danzleik í Iðnó i kvöld, en honum hefir nú verið frestað. — Aftur á móti verður leikið þar í kvöld »Á útleið«, eins og annarstaðar er getið um. Esja. Eins og kunnugt er, hefir hún legið í vetur við festar fram undan ves|prhorni vestri hafnar- bakkans. En nú hefir liún verið lögð upp i fjöru til hreinsunar og málningar. Kútter Stormsvalau heitir kvik- mynd sem nú er sýnd á Gamla Bió. Pykir það ágæt mynd og hefir aðsókn að henni verið svo góð aö búið er að sýna hana lengur en flestar aðrar myndir. Á saltfiskveiðar eru nú 3 botn- vörpungar farnir: Otur, Jón forseti og Menja. Gyllir og Njörður eru nú að búast á saltfisksveiðar, og munu þeir leggja út næstu daga. Dngblaðið kemur út á morgun að þessn sinni, en ekki á mánu- daginn. TilkynniIlg,. Skíðafélag Reykjavíkur fer skíðaför á morgun (sunnudag), ef veður og færð leyfir. Farið verður í bílum kl. 9 árd. með Dýbyrjendum að Graf- arholti og verða þeir þar yfir daginn, en með æfðari skíða- menn upp að Lögbergi. Gengið þaðan austur á heiði um Mið- dal, Langavatn, Reynisvatn að Grafarholti, ca. 18 km. Þaðan heim i bílum. Þátttakendur eiga að gefa sig fram við L. H. Múller fyrir kl. 6 siðd. í dag (laugardag.) Stjórnin.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.