Dagblað - 05.03.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ
3
an tók greinarhöf. dæmi sín.
Verkefain eru:
Skemtilegur dagur. — Vetur-
inn. — Átthagar minir. — Hest-
urinn. — Göngu-Hrólfur (end-
ursögn). — Oft verður lítill neisti
að stóru báli. — Sendibréf. —
Svá es auðr sem augabragð,
hann es valtastr vina. — Jón
hrak (endursögn). — Bjartsýni
og svartsýni. — Áhrif uppeldis-
ins á eðli barnsins. — Atvinnu-
vegir íslendinga. — Draumar
æskumannsins.
Úr þessum þrettán stílsefnum
velur hann fjögur »af handa-
hófi« með tilliti til þess, hve
erfið þau sé. Óneitanlega hefði
»handahófsvalið« tekist betur,
éf - fimm hefði verið nefnd, því
þá hefði hann getað komið að
verkefninu: Oft verður lltill
neisti að stóru báli. Annars
mun engum dyljast, er les yfir
þessi verkefni, að manninum
hefir furðanlega tekist að rata
á þau þyngstu. Að minsta kosti
veit ég, að öll hin eru algeng
ritgerðarefni i gagnfræðaskólum
og Kvennaskólanum undanfarin
ór, og hefir ekki verið kvartað
undan þeim opinberlega. t*á er
að lita á hin fjögur, er greinar-
höf. segir, að ungmeyjar Kvenna-
skólans (er hann þó eigi vænar !
um gáfnaskort) »hafi engin skil-
yrði til að bera skynbragð á«.
Verkefnið Svás er auðr o. s.
frv. hefir verið notað áður í
Kvennaskólanum og í 2. bekk
gagnfræðaskólanna. Enda skal
tekið fram, að það er síður en
svo, að nemendunum hafi tek-
ist illa að leysa það verkefnið.
Bjartsýni og svartsýni gel ég
ekki álitið nokkum meðalgreind-
um unglingi, jafnvel þótt ný-
fermdur sé, ofvaxið aö skrifa
um. Hvort hollara sé að vera
kátur og léttlyndur eða hryggur
og þunglyndur, er atriði, sem
hann heyrir iðulega rætt og
lagt dóm á.
Draumar œskumannsins er
líkt efni og gefið væri: — Það
sem ég ætla að gera, þegar ég
er fullorðin. — Og fátt mun
standa nær hug og hjarta ung-
hngsins, og jafnvel barnsins, en
framtíðin í draumsýnunura, enda
get ég ekki betur séð en mörg-
um meyjunum hafi þótt gaman
að skrifa um það efni.
Áhrif uppeldisins á eðli barns-
ins er mér fullljóst, að er örð-
ugt verkefni, ef brjóta ætti til
mergjar eða búist væri við full-
komnu svari. Þess myndi ég
heldur ekki vænta af greinar-
höf., þótt sennilega sé nokkur
þroskamunur hans og meyjanna,
þó að eigi verði það séð af
þessari grein hans. En hins
vegar hefi ég talið það skyldu
mina, að jafn mikilvægt málefni
og þetta, sem nú er efst á baugi
meða þjóðunum, væri ekki lát-
látið liggja i þagnargildi i þeim
kenslustundum, er mér skilst að
einna helzt skuli variö til þess
að vekja hjá unglingunum sjálf-
stæðar hugsanir og venja þá
við að færa þær í sem beztan
búning. Hvernig ætti þeir að fá
þekkingu á slikum efnum, ef
varast væri að láta þá heyra
eða bugsa um þau? Einnig mun
greinarhöfundi kunnugt, að tals-
vert hefir verið ritað hér um
þetta mál á siðustu árum. Að
minsta kosti sást það á stíium
Kvennaskólameyjanna, að það
hafði ekki farið fram hjá þeim
mörgum hverjum.
Því miður virðist greinarhöf.
hafa færst i fang að rita um
efni, sem hann er ekki nógu
kunnugur. Hefir hann séð
stfla Kvennaskólameyjanna?
Getur hann dæmt betur um
það en ég, sem hef kynst
meyjunum hálfan vetur, að
verkefni hafa verið valin þeim
of erfið? Hann segist hafa séð
sum verkefnin, en hversu marg-
ar úrlausnir þeirra hefir hann
séð? Væri ekki skynsamlegra
að dæma eftir þeim? Hann
fyllyrðir, að ég viti, að þær
»hafi engin skilyrði til að bera
skynbragð á« verkefnin, er hann
nefnir. Ég neita þvi, að svo sé,
þvi að kynning min á nemönd-
unum og úrlausn verkefnanna
bendir í gagnstæða átt.
Með að sýna fram á, að verk-
efnin hafa ekki reynst nemend-
unum of erfið, er í raun og veru
óþarft fyrir mig að svara spurn-
ingunni, er greinarhöf. beinir
til min i lok greinar sinnar,
enda ætla ég mér ekki að skrifa
í blöðin honum til gamans.
Annars skal ég geta þess, að
skoðun mín er sú, að það sé
ekki lítils vert fyrir þroska ung-
linganna að fá þá til að hugsa,
reyna á sig, taka á því er þeir
eiga til. Hitt tel ég, að muni
fremur draga úr þroska þeirra,
ef menn »gera sér leik að þvi«
að hræða unglingana með eins-
konar grýlu örðugleikanna, telja
þeim trú um, að þetta og.þetta
sé þeim ofvaxið.
Máli minu til stuðnings vil
ég benda böf. á aðra grein í
nefndu tbl. Dagblaðsins og ekki
lengra frá hans en svo, að hún
endar þar sem hans grein byrj-
ar. Þar segir meðal annars:
»Kemur starfshæfni manna hvergi
greinilegar í Ijós en í baráttunni
við örðuleikana og í þvi hvernig
tekst að vinna bug á þeim«. Og
siðar i sömu grein: »Mestu sigr-
ar mannsandans hafa veriö unn-
ir í eldraun örðugleikanna«.
Þessi hugsun fellur mér vel í
geð. Aftur á móti er það bros-
legt, að næsta grein i blaðinu
skuli* fjalla um, hversu hættulegt
það sé, að fá mönnum erfið við-
fangsefni til úrlausnar.
Kristinn E. Andrésson.
Nýr fiskur
sendur frá Þ>rándheimi
til ltalíu.
Ný frystiaðferð notnð.
Áð þvi er menn frekast vita
er það i fyrsta skifti i sögu
fiskverslunarinnar að nýr fiskur
er sendur með járnbraut frá
Noregi til ltaliu. Slík tilraun
var nú gjörð af hf. »Levende
Fisk« í .Osló, þar sem firmað
sendi eitt vagnfermi 21. jan. s. 1.
með tilbeina aðalumboðsmanna
sinna i Þrándheimi, hf. Colven
& Co. — Að slík sending getur
átt sér stað, er að þakka hinni
nýju frystiaðferð firmans, sem
það hefur einkaleifi á, og gjörir
það mögulegt að koma fiskin-
um nýjum jafnvel svona lang-
ar leiðir.
— Járnbrautarrekendur, sem
reynst hafa mjög velviljaðir
við þessa tilraun og láta sér
umhugað um að málið fái frek-
ari byr, hafa lofað að stuðla
að þvi eftir, föngum, að flutn-
ingurinn gangi sem greiðast um
Mið-Evrópu.