Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 13.03.1926, Qupperneq 3

Dagblað - 13.03.1926, Qupperneq 3
DAGBLAÐ 3 Télbátorinn „Eir" ialinn ai. Tólf menn farast, Fullvist er nú talið, að vél- báturinn Eir hafi farist um síð- ustu helgi. Hann lagöi út héðan úr Reykjavík á laugardaginn, en síðan hefir ekkert til hans spurst svo ábyggilegt sé. — Á sunnudaginn var vont veður og sérstaklega ilt i sjó, og er talið líklegt að báturinn hafi þá farist. — Strax á þriðjudag var Þór fenginn til að leita hans, og einnig hafa nokkrir botnvörp- ungar farið um þaer slóðir, sem hans var helzt að vænta, en alt reynzt árangurslaust. Skipshöfnin var: 1. Magnús Friðriksson skipstj., giftur, 5 börn. 2. Guðmundur Jóhannsson stýrim., ógiftur/Súg- andaf. 3. Valdimar Ásgeirsson vélstj., giftur, 1 barn. 4. Gisli Þórðarson, giftur, 4 börn. 5. Sig- urður Bjarnason, giftur, 3 börn. 6. Bjarni Thorarensen, ógiftur. 7. Kristján Ásgeirsson, Bolunga- vík, giftur, 2 börn. 8. Steindór bróðir hans, Svarthamri, ógiftur. 9. Þorsteinn Þorláksson, Bol- ungavík,ógiftur. 10. MagnúsJóns- son, Súðavík, ógiftur. 11. Ólafur Valgeirsson. 12. Magnús Magnús- son, ógiftur, Árneshr., Strandas. Utan úr heimL K.höfn. FB. 12. marz. Kolanámumálið brezba. Símað er frá London, að kola- námunefndin hafi afhent stjórn- inni nefndarálit og er aðal- innihald þess, að ráða fastlega frá þvi, að námurnar séu þjóð- nýttar. Bent er á það, að nú- verandi fyrirkomulag þurfi mikil- vægra umbóta, en sami vinnu- tími og bingað til og dálitil launalækkun sé nauðsynleg. Biodiudismálið í Noregi. Símað er frá Osló, að á kristi- legum fundi, sem allir biskupar landsins tóku þátt í, var ákveð- ið að styðja bindindisstarfsemi, þannig, að taka þátt í starfsemi féiagsins »Folkets Adrueligheds- raad«. Á sama fundi kom fram frum- varp um að banna aila ónauð- synlega umferð á sunnudög- um, leiksýnirgar og hverskonar skemtanir. Frumvarpið var felt. K.liöfn. FB., 13. marz. '26. ísbyggilegt útlit um framtíð Alþjóðabandalagsins. Símað er frá GeDf, að útlit sé á, að ósamkomulagið muni sprengja Þjóðabandalagið. Fái Brazilía ekki ótímabundið sæti i ráðipu, hótar hún að greiða atkvæði gegn upptöku Þýzka- lands. Eitt atkvæði er nægilegt til þess að ónýta mótið. Musso- lini hefir skipað fulltrúa sfnum að greiða atkvæði gegn Þýzka- landi, ef Pólland fær ekki fast sæti. Stúdentafræðslan. Á morgun talar cand. Brynjólfur Bjarnason um sögu jafnaöarstefnunnar kl. 2 í Nýja Bíó. Miðar á 50 aura við inngang frá kl. 1,30. Feðranna fold. af sorg. Hann þrýsti henni upp að sér og setti hana svo á kpé sér, eins og þegar hún var of- urlítil telpa: — Hr. Alvard hefir beðið þín. Mamma þín hefir víst sagt þér frá því. Þú veist, hve inni- lega við óskum þess, að þú verðir hamingju- söm. Hlustaðu nú á mig, Annie, engum þykir eins vænt um þig og mér. Þú verður ekki ham- ingjusöm með hr. Alvard. Hann er maður, sem eingöngu hugsar um að komasl áfram í heim- inum. Hann getur ekki elskað. Þú ert of ung til að geta skilið það. En þú mátt ekki verða konan hans. Og þú kærir þig vist ekki um það, Ánnie ? Hún horfði á hann, og lengi á eftir gat hann ekki gleymt þessu angurblíða, sorgþrungna augnaráði hennar. Hún hjúfraði sig inn að hon- um. Hann hélt að hún væri að gráta. Hún mælti ekki orð af munni og hreyfði sig ekki. Það var lið yfir hana. — Annie! hrópaði Mérans, barnið mitt! Elsku góða, þú skalt fá vilja þinn. Hann bar hana inn i rúmið í svefnklefanum við hliðina á skrifstofunni. Hann hagræddi henni og kallaði hana ótal gælunöfnum. Hún lá hvít og hreyfingarlaus með lokuð augu. Það var eins og dauðinn hefði numið á brott þetta unga og fagra líf. Þaö leið löng stund, áður en hún raknaði við aftur. Hún leit upp með sama angurbliða augna- ráði og horfði á föður sinn. Hún sá að hann grét, tók i hönd hans og mælti: — Ég vil vera hjá þér, pabbi minn. En hann sagði: — Þú elskar hann þá, Annie? Hvernig gat þér dottið í hug að fara að elska hann? — Ég veit ekki, svaraði hún og reyndi aö brosa. Og hann hugsaði með sjálfum sér: — Er það nú líka spurning! Veit nokkur nokkurn tima, hvers vegna hann elskar! Áður hafði það verið honum gleðiefni, að dóttir hans var svo dásamlega tilflnninganæm og fljót til að verða hrifin af sorg og gleði og samúð. En honum hafði ekki skilist, að þannig stóð hún einnig berskjölduð gegn ástinni. Hann hafði sjálfur þroskað hjá henni skilning á nátt- úrufegurðinni og öllu þvi, sem fagurt var milli himins og jarðar. Það hafði glatt hann að sjá þessa tilfinninganæmu sál verða gagntekna af hrifni. Og honum hafði ekki dottið f hug, að með þessu var hann að undirbúa, að hún léti tælast af því, sem var ungt og fagurt og hrff- andi. Jacques Alvard mundi aldrei skilja hina fín- gerðu og næmu lund hennar. Hann mundi verða

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.