Dagblað - 16.03.1926, Síða 1
37. tbl. Reykjavík, briðjudag 16. marz 1926. II. árg.
Ritstjóri G. Kr. Guðmundsson. Afgreidsla Lækjartorg 2. Sími 744. j Prentsmiðjan Gutenberg.
Er krönan í hættu?
Af því að góðærisaldan virð-
ist nú vera nm garð gengin,
spyr margur eðlilega, hvort
krónan mnni nú ekki bráðum
fara að lækka.
Þessu er ekki svo auðvelt að
svara í bili, því að á hverju
gefnu augnabliki getur margt
komið fyrir, sem styrkir eða
veikir verðgildi peninganna. En
«r til Iengdar lætur, verður það
auðvitað afkoman til lands og
sjávar — einkum til sjávar — sem
segir síðasta orðið. Verði hún
ekki góð, er krónan í bættu.
En það er annað, sem stór-
um eykur á hættuna, og það er
að viðskiftalíf landsins sjálfs
vill ekki viðurkenna þá hækk-
un sem ísl, krónan hefir fengið
á útlenda markaðnum.
í orði kveðnu heitir svo, eða
hefir gert hingað til, að íslenzk
króna eigi að hækka, en þó er
«kki rekin nein eiginleg hækk-
nnarpólitík. Það starfa engin
stjórnandi öfl að þvi að krón-
aua gilda það sama innanlands
eins og utan, því að allir eru
að spekúlera í að græða á hækk-
aninni. Afleiðingin af þessari
aspekúlation« verður auðvitað
sá, að hækkunin hlýtur að stöðv-
ast jafnvel þótt vel láti í ári og
krónan hlýtur að falla eftir
meðalár. Sú hækkun sem enga
viðurkenningu fær og engan
stuðning í landinu sjálfu — hún
hvílir aðeins á góðærisöldu og
fellur um leið og hún.
Erlendis er það svo, að þeg-
ar myntin hækkar, þá eru allir
apphugsanlegir kraftar settir í
hreyfingu til þess að samsvar-
andi kauplækkun komi jafnhliða.
er er ekkert gert annað en
það sem hin seinvirka samkepni
vinnur á um verðlag á útlendri
vöru. Innlendar vörur og vinnu-
kraftur lækkar ekki neitt. Alt
útlent verður því miklu ódýr-
ara. Innflutningurinn eykst þar
af ieiðandi og krónan fellur.
Allur fjöldi manna hrópar á
hækkun krónunnar en rekur
samt stýfingarpólitík. Verkalýð-
urinn heimtar hækkuD, en vinn-
ur gagngert á móti henni með
því að viðurkenna hana ekki
þegar hún vill koma. Húseig-
endur færa heldur ekki niður
leiguna um einn eyri þótt krón-
an hækki um fullan þriðjung,
en á húsaleigunni hvílir háa
verðlagið að miklum hluta.
Væri í landinu svo sterk
stjórn, að hún gæti skipað svo
fyrir, að sama peningaverð gilti
strax innanlands eins og krón-
an hefir náð á erlenda mark-
aðnum, hverjir töpuðu þá? —
Ekki þeir, sem í daglegum við-
skiftum fengju hlutfallslega færri
krónur við það, sem gildi krón-
unnar hefði vaxið. Nei, þeir
stæðu alveg í stað I — Þeir, sem
tapa eru þeir, sem ekki sleppa
með að greiða því færri krónur
sem samsvarar hækkuninni, —
eða með öðrum orðum þeir,
sem skulda áltveðinn umsaminn
krónufjölda, sem er sá sami
hvorl, sem verðgildi krónunnar
hækkar" eða lækkar. Á þessu
skeri strandar öll hækkun gjald-
eyris, því að ef allar skuldir og
inneignir væru færðar niður að
sama skapi og alt annað, þá
væri hægra um hönd.
Það er þetta, sem margir ekki
skilja, að það er enginn vandi
að hækka krónuna ef enginn á að
græða á því og enginn að tapa.
Annaðhvort er nú að hætta
hreint og beint að hugsa um
hækkun krónunnar og stefna
að festingu (stýfingu), eða að
allir verða, með landstjórnina i
fararbroddi, að hjálpa hækkun-
inni með því að færa gagngjört
niður innanlandsverðlagið sam-
svarandi. Þeir, sem standa á móti
þessu siðarnefnda eru stýfingar-
menn í reynd, hversu hátt sem
þeir hrópa á hækkun. — Og
hver segir að stýfingin sé þá
ekki það eina rétta, ef enginn •
vill gera neitt fyrir heilbrigða
hækkun? — ef hækkunarvilj-
inn er ekkert annað en löngun-
in til að fara ofan i vasa ná-
ungans?
Þegn$kylduYinnan.
IV.
Hversu margt það er, sem
gera mætti landi og lýð til bless-
unar með þegnskylduvinnunni,
er ómögulegt að telja upp á
stuttum tíma, né lýsa þeirri
beinu og óbeinu blessun, sem
slíkt offurstarf hefir í för með
sér fyrir hvern einstakling. ,Og
þó getur það orðið að enn
meira gagni, ef alt er tekið með,
sem verða má til andlegs og
likamlegs uppeldis.
Auðvitað þarf dálítið fé til að
koma slíku menningarstarfi af
stað og til allrar starfrækslu.
En bæði er það, að mikið kem-
ur þegar í aðra hönd, og að
nóg fé er til, ef aðeins ekki
brestur vilja okkar íslendinga
til að sameinast og leggja eitt-
hvað lítilsháttar á okkur, ætt-
jörð okkar til blessunar og
heiðurs. Og hvenær ætti slíkt
fremur að geta orðið, en þegar
við eigum »Dómsdag« vofandi
yfir höfði okkar?