Dagblað - 16.03.1926, Blaðsíða 2
2
D * G B L A Ð
V.
Eitt af þeim málum, sem við
erum búnir að ræflast með okk-
ur til stórskammar og skaða,
er landsspítalamálið. Vel mætti
leysa þau vandræði með þegn-
skylduvinnunni svona fram-
kvæmdri, eins og ég hefi drepið
hér á, og með dálitlu afneitun-
aroffri þjóðarinnar í heild, eitt
árið á þessu og annað á hinu.
— Um það og þegnskylduvinn-
una ritaði ég einkabréf í fyrra-
vetur, í von um að það mætti
verða til að lyfta undir fram-
kvæmdir í þessu. Fyrir tveim
árum tók ég líka saman grein-
arstúf um þetta. En hann mun
hafa glatast hjá þeim, sem ég
bað fyrir hann, því að hvorki
birtist hann né kom aftur til
mfn, þrátt fyrir endurtekna
beiðni um að senda hann aftur.
En af greininni átti ég ekkert
afrit. I*að á ég aftur á móti af
bréfinu. Læt ég hér fara á eftir
aðalhluta þess, þótt það sé að
sumu leyti endurtekning á þvi,
sem nú hefir sagt verið.
St. Bj.
Manntjón í Grindavík.
9 menn farast.
(Eftir samtali við Grindavik i gær).
Á sunnudagsmorgunin réru 5
bátar úr Grindavík. Veður var
gott en mikið brim og þess vegna
fóru ekki fleiri á sjó. Um kl. 1
komu bátarnir að iandi, lentu
4 nálægt Forkötlustöðum en sá
5. fórst í lendingunui. Voru 11
menn á honum og druknuðu
þar 8 þeirra er þremur var
bjargað af öðrum bát, en einn
þeirra dó á leiðinni til lands.
Mennirnir sem fórust voru:
1. Guðjón Magnússon, for-
maður, Baldurshaga i Grinda-
vík. 39 ára. Kvæntur en barn-
laus (1 fósturbarn).
2. Guðbrandur Jónssön, Nesi,
lausamaður, 59 ára, tengdafaðir
Guðjóns.
3 Guðm. Sigurðsson, frá Helli
í Holtum, lausamaður, 33 ára.
4. Hallgrímur Benediktssou,
Kirkjubæjarklaustri, vinnumað-
ur, 22 ára, ókvæntur.
5. Lárus Jónsson, vinnumað-
ur, Hraungerði, Grindavik, 21
árs, ókvæntur.
6. Stefán Halldór Eyjólfsson,
frá Hólmavík, 25 ára, ókvæntur.
7. Sveinn Ingvarsson, Holli,
Grindavik, 23 ára, kvæntur og
átti 1 barn.
8. Guðm. Guðmundsson, Núpi,
Dalasýslu, bóndi, kvæntur, átti
9 börn.
9. Erlendur Gíslason. Vík,
Grindavík, vinnumaður, 18 ára.
Fessir björguðust:
Guðm. Kristjánsson, Lundi,
Grindavík, bóndi, 29 ára.
Valdimar Stefánsson, Lang-
stöðum, Hraungerðishreppi.Flóa,
32 ára.
Mönnum þessum bjargaði
Guðmundur Erlendsson, Grund,
Grindavík, og varð hann að
ryðja mestu af fiskinum úr bátn-
um til þess að geta bjargað
þeim. Skipið rak í gærkveldi
og voru 2 menn dauðir í þvi,
flæktir í linu. F. B.
Horgin.
Nætnrlœknir Árni Pétursson, Upp-
sölum. Simi 1900.
Næturvörður í Laugav. Apóteki.
Botnia kom hingað í morgun frá
Vestmannaeyjum og útlöndum.
Kán kom til Hafnarfjarðar i gær
með 80 tn. lifrar. Var allur aflinn
vænn porskur, en annars heflr
mikið af afla skipanna, siðustu veiði-
ferðirnar, verið stór-ufsi.
Stúdentafræðsla. Fyrirlestur Bryn-
jólfs Bjarnasonar í Nýja Bíó i fyrra-
dag, um sögu jafnaðarstefnunnar
var vel fluttur og hinn fróðlegasti,
en áheyrendur hefðu mátt vera fleiri.
Ráðunautsstarf Búnaðarfélagsins í
nautgriparækt, er nú auglýst laust
til umsóknar. Pví starfi gegndi Sig-
urður heitmn Sigurðsson um iangt
skeið, eins og kunnugt er.
Taflþrant. Eggert Gilfer tefldi á
sunnudaginn, við 30 menn samtímis.
Vann hann 12 töfl, 5 urðu jafntefli,
en tapaði 13. Tafliö stóð yfir í 4
klukkutíma.
Botnvörpnngarnir eru nú flestir
farnir út a saltfisksveiðar. Aðeins
tveir eru nú i Bretlandsför, Hilmir
og Júpíter og um það bil að leggja
af stað hingað heim.
Hrognkelsaveiði er nú byrjuð i
Skerjafirði og er rauðmaginn seldur
á 1 kr. hér í bænum.
Framhald greinarinnar um aukn-
ingu Eimskipafélagsins, kemur í
blaöinu á morgun.
Peningar:
Steri. pd................ 22,15
Danskar kr............. 119,73
Norskar kr.............. 99,79
Sænskar kr............. 122,30
Dollar kr................ 4,57
Gnllmörk............... 108,59
Fr. frankar.............. 16.76
Hollenzk gyllini .......183,01
Blindur stýrir bátí.
Pað mun hafa safnast saman á
priðja pús. manns á hafnarbakkan-
um á sunnudaginn var, til pess aö
horfa á hvernig huglesaranum
Groth tækist að stýra mótorbát á
höfninni með bundið fyrir augun.
— Pað var spegilsljettur sjór kl. 1
er lögreglubáturinn lagði frá Lofts-
bryggju austur að steinbryggjunni,
par sem mestur mannfjöldinn stóð.
Nokkrir menn voru í bátnum, er
komu sér á laun saman um hvaöa
stefnu skyldi taka i kringum báta
pá sem á höfninni voru. Peirra á
meðal voru hafnarstjóri, bæjarlækn-
ir og tveir blaðamenn. Batt læknir-
inn um augu hugiesara og lagði
baðmull (vattt) undir augnbindið.
Mótormaðurinn stjórnaði vélinni
huglesari hélt um stýrishjólið, en
G. Kr. G. ritsjóri hélt hægri hendi
á kolli honum og hugsaði stefnu
bátsins, eins og ákveðið var. Tókst
sú tilraun miður vel, en þó var
stefnan nær rétt i fyrstu. Pegar
stefnan ruglaðist, var pað ráð tekið
að breyta til um stjórnanda (medi-
um) samkv. ósk huglesara. Fyrir
valinu varð bátasmiður frá Fær-
eyjum, Vieglund að nafni, er hafði
verið við samskonar siglingu fyrr
meðpessum manni i Pórshöfn. Sama
stefna var nú tekin og áður og
tókst nú svo vel að nálega engu
skeikaði. Einkum rendi hann vel
fyrir hafnarbauurnar og að stein-
bryggjunni. — Margir héldu að hann
hefði rekist á báta en svo var ekki.
Eftir að huglesarinn slepti hjólinu
var bátnum stýrt aftur á bak þang-
að sem hefja átti förina á ný og mun
hann þá hafa komið við tvo báta.
Segja má um för pessa, að hún
tókst miður en skyldi, en þó betur
en áhorfðist um tíma, og munu
flestir álita aö eitthvað sé í mann
þenna spunnið fram yflr íjöldann.
Pó munu þeir til hér á landi sem
llka list hafa tamið sér, þótt lítið
hafi þeir sig í frammi.