Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.03.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 16.03.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Utan úr hesmi K.höfn. FB. 13. marz. Kolanámumállð brezka. Sfmað er frá LondoD, að að- iljar séu óánægðir með álit kolanámunefndarinnar. Baldwin befir fastlega skorað á hlutað- eigendur að ræða málið rólega og benti hann á hve mikla þýð- ingu úrslitin hefðu fyrir aðiijana sjálfa og alla þjóðina. Frá fundi alþjóðabanda- lagsáðsins. Sfmað or frá Genf, að um- ræður um föstu sætin f ráðinu séu svo svæsnar, að við liggi opinberum fjandskap. Spenn- ingur á hæsta stigi. Heimsblöð- in ræða um alvöru málsins, K.höfn. FB., 14. marz. '26. Ný friðarholl. Sfmað er frá Genf, að sam- tök séu um hað, að byggja nýtt hús handa þjóðbandalaginu. Á að kosta 16 miljónir gullfranka. Himnastígi. Símað er frá Leipzig, að ráð- gert sé að byggja afskaplega stóran turn samkvæmt hreyfan- legu sfvalingskerfi Flattners og láta turninn framleiða rafmagn handa bænum. Kostnaður á- ætlaður 6 miljón mörk. Hæð 600 metrar og er það tvöföld hæð Eiffelturnsins. Khöfn, FB. 15. marz ’26. Langflug. Símað er frá London, að flug- maður að nafni Cobham, sé heim kominn aftur úr flugferð frá London til Cape Town í Suður-Afríku. Á heimleiðinni fór hann yfir Cairo og Aþenuborg. Raunverulegur flugtími á heim- l^iðinni var 80 stundir þegar viðstaða í ýmsum stöðum er ekki reiknuð. Sima-kappteflið. y Borð II. Noregur. ísland. Hvítt. Svart. 56. Bc4—b3f 57. Kfl—cl Bb3—e6 58. Hc5—e2 Ha2—a6 MATUR heitnr og kaldnr allan daginn. Smurt braud með allskonar álagi (Smörrebröd). Einnig sent heim eftir pöntun. Sími 445. Iiótel Hekla. Gefins. Til að sannfæra sem flesta um, hvaða ágætis kaffi ég sel, þá læt ég ókeypis 1 stykki af kaíTibæti með hverju hálfu kílógr. af kafti, brendu og möl- uðu, sem hjá mér er keypt. Þessi kostakjör gilda næstu viku. Sykurverðinu hjá mér er viðbrugðið, og Hannesarverðið er orðið þjóðfrægt. Hannes Jónsson Laugaveg 28. Feðranna fnld. harðhentur, eins og þegar maður rýfur upp ill- gresi f garði sínum. En hún elskaði hann. Öll hin bjarta fegurð hennar var hans eign. Nú varð faðirinn að lúta í lægra haldi i hjarta hennar. Mérans áræddi ekki að brjóta í bág við þessa sterku ást, þótt honum væri ljóst, að framtíð- arhamingja dóttur hans gat verið í veði. Hann strauk hina silkimjúku lokka frá enni hennar og sagði undur blitt: — f*ú elskar hann. Pá er öðru máli að gegna. Ég vissi það ekki. Ég vil að þú verðir ham- ingjusöm. Ég skal fara undir eins og sækja hann handa þér. Ertu nú ánægö? Himinbjart bros brá Ijóma yfir hið alt of al- varlega andiit hennar, og hún roðnaði í kinn- um. Hún minti um döggvota grund, sem sól í skýjarofi hellir geislum sinum yfir alt í einu. Hún þrýsti hönd föðurs síns að vörum sér og hvislaði: — Mér þykir svo vænt um þig, pabbi. Ó, mér Þykir svo vænt um þig! Hún stóð upp, og rétt í því kom frú Mérans inn. Henni brást það aldrei, að hún fann á sér, ef óþægilegir atburðir vóru f vændum, og því gat hún sneitt hjá þeim. Það var eins og for- sjónin hefði einhvern á verði yfir jafnaðargeði henuar. Hún kysti Annie og mann sinn, og svo útnefndi hún f sömu andránni trúlofunarvottana meðal helstu kunningjanna. Mérans var þungt um hjarta, er hann hélt á stað að sækja Jacques Alvard. Alvard hafði komið sjálfboðinn til morgun- verðar bjá gamla skólabróður sinum, þótt hann furðaði sig fremur á þess háttar bessaleyfi. Þeir viku ekki einu orði að trúlofuninni, og Jacques var svo rólegur, að Lucien varð að halda, að hann væri þegar búinn að fá jáyrði. * Er Mérans kom inn, var Lucien að ganga um gólf i stóru stofunni. Alvard sat og dreypti á gömiu konjakki, sem hafði fundist í hallar- kjallaranum, og var að reyna að telja um fyrir vini sinum og fá hann til að vera með í kosn- inganefnd þeirri,- er átti að undirbúa kosningu hans. •— Þú ert ókunnugur, en nafn þitt mun »taka sig vel út« á auglýsingunum. Menn muna enn þá eftir foreldrum þinum, þótt skrítið sé. Þvf fyr á árum þótti mönnum gaman af að fórna sjálfum sér. Hann skaut þegar máli sínu undir Mérans: — Lncien ætlar að vera með i kosninganefnd minni. — Lofaðu mér, í hamingjubænum, að vera utan við stjórnmálin, hrópaði Halande. Ég skal

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.