Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.04.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 03.04.1926, Blaðsíða 1
U>ag-l»laÖiÖ skiftir nú um ritstjórn og útgefendur. Fjórtán mánuði kefir blaðið komið út, og hefir því aukist fyigi með hverjum degi, einkum síðustu mánuðina. Peir sem við taka, hafa öll skilyrði til þess að efla vin- sældir blaðsins að miklum mun. Óska ég þeim af heilum huggóðs gengis, um leið og ég flyt kaup- endum og auglýsendum beztu þakkir fyrir viðskiftin. Virðingarfylst G. Iir. Guðmurtdsson. Með þessu blaði tek ég við ritstjórn Dagblaðsins, til bráða- birgða. Reynt verður að gera blaðið svo vel úr garði sem föng eru til, og vænti ég þess, að það njóti sömu velvildar og veriö hefir. Guðm. Porláksson. Þjöðfélagsmál. i. Spakur maður islenzkur segir, að líf sé samstilling krafta. — Mannkynið, sem við ernm vön að telja æðslu og fullkomnustu grein jarðlífs, hefir frá ómuna tíð leitað þessarar samstillingar, og æ fastar, því lengra sem það hefir farið veginn fram. En svo virðist, sem oftar sé leitin gerð hálf-blindandi á skuggaleiðum óljósrar eðlishvatar, en með opnum augum á vegum skýrrar skynsemdar. Víðsýnt vit og ljóst virðist eiga sorglega erfitt upp- dráttar í jarðheimi. Mönnunum virðist ótrúlega erfitt að drepa sig úr dróma hinnar þröngu og þungu einstaklingshyggju og hefja sig til flugs upp í heiðrikju skýrrar og víðfeðma samfélags- hyggju. Okkar litla íslenzka þjóð hefir vissulega ekki farið varhluta af tregðu og þröngsýni einstaklings- hyggjunnar. því verður víst ekki með • sanni i móti mælt, að fé- lagslyndir eru íslendingar ekki, þó ekki sé hér minni þörf á samstilling krafta en annarstað- ar í heimi þessum. En víkings- lundina og sjálfstæðisþrána lók- um við í arf, og einangrunin og strjálbýlið hefir sízt verið vel fallið til þess að efla félags- lund og samtök. Heimilið hefir á umliðnum öldum verið okkar þróttmesta félagsform, svo sem að líkindum lætur, eftir þeim lífskjörum, sem þjóðin hefir átt við að búa. Og þó að þjóðar- meðvitund hafi að vísu lifað í þessu landi svo að segja frá upphafi íslandsbygðar, þá hafa þó nauðsynjamál alþjóðar oft átt allörðugt uppdráttar sökum sérdrægni og skorts á félags- hyggju. En eftir því sem athafna- lífið verður fjölbreyttara og at- vinnurekstur krefst meira sam- starfs, verður æ brýnni þörf á ljósum skilningi og víðtækum á nauðsyn samtaka og þörfum fé- lagsheildarinnar. Ef við eigum að gera okkur nokkra von um að geta »gengið til góðs götuna fram eftir veg«, þá getur það aldrei orðið nema með því eina móti, að samstilla kraftana og vinna með elju og heilbrygðri . skynsemi að heiil alþjóðar, en ekki aðeins með hag einstaklinga, flokka, eða einstakra stétta fyrir augum. UotuTÖrpung-arnir. Draupnir kom inn á miðvikudaginn með 42 tn. og Karlsefni með 84 tn. Á Skirdag komu Ari og Menja með 72 tn. hvor og í gær komu April með 87 tn., Hávarður ísfirðingur með 88 tn. og Baldur með 89 tn. Skipstrand, Botnvörpungnrinn Ása strand aði í Grindavík í nótt. Um kl. 3 í nótt strandaði botnvörpungurinn Ása á Járn- gerðarstaðaflúðum fram undan Grindavík. Skipið hafði verið að veiðum fyrir sunnan land, en ókunnugt er um hvers vegna strandið hefir borið að. Lágsjáv- að var þegar skipið kendi grunns, en austan rok og mikið brim. Engin tiltök voru þvi fyrir skips- höfnina að bjargast til lands og hefir hún því orðið að láta fyrir- berast í skipinu. Með aðfallinu barst skipið að landi og er bú- ist viö, að það verði nærri á þurru um fjöruna i dag. — Dagblaðið átti tal við Grindavik laust fyrir hádegið og var þar sagt, að mönnunum væri engin hætta búin og lalið víst, að þeir mundu názt í land um kl. 2 í dag. Skipið er óbrotið að sjá, en engin tiltök munu vera að ná því aftur út. — Ása var eign H. P. Duus, eins og kunnugt er, alveg nýtt skip og vandað að allri gerð. Er það þriðja Ásan, og frá sama eiganda, sem strand- ar núna á 2 árum, og virðist engin gifta fylgja þessu nafni. Keflavík. Eitt af stærri sjávarútvegs- stöðum landsins er Keflavík. Paöan hetir fiski verið stundað um langan aldur; og hefir at- vinnuvegur sá vaxið þar talsvert undanfarið, bæði að því að vél- bátum hefir fjölgað þar og gerðir stærri og gangbetri en áður var og veiðarfæri stórum bætt. —

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.