Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.04.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 15.04.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Stærsta og ódýrasta skyndisala sem haldin hefir verið í bomnni 2000 pör inniskór úr leðri Verð frá kr. 2,50 parið 500 sett Karlm.- og fermingar-fatnaðir Verð frá kr. 35,00 settið 300 sett mtarnœrfatnaðir 400 pör Vinnubuxur Verð kr. 7,00 parið 300 pör Trebotnuð Sjóstigvél, hnéhá . Verð kr. 22,00 parið 500 pör Klossar á fullorðna og börn . Verð frá kr. 3,95 parið 500 Barnastígvél brún Chevr .... Verð kr. 4,50 parið <>ínntaIdíii* vörur lioíi ég verið beöinn að selja íyrir erlent verslunarhús, og selja þær fyrir* lægsta lieildsöluverð. Eiríkur Leirsson, Laugavegi 35. FcOrnnna fold, — Ó, það er sveimér ekki fyrirhafnarmikið. Annie er ósköp blátt áfram, og hún tilbiður mig alveg. Það lá nærri, að Jacques væri lilægilegur sökum þessarar ímyndunarveiki sinnar og sjálfs- álits. En Lucien vissi, að þetta var satt, sem hann sagði, og hann spurði sjálfan sig, hvernig á því gæti staðið, að þetta skyldi gera sér þungt i skapi. Hann kvaddi Jacques alt í einu, áður en þeir vóru komnir til Avully. Skömmu seinna, er Jacques var sofnaður til að satna kröftum undir strit og starf næsta dags, stóð Annie og Lucien við sinn gluggann hvort, án þess að vita hvort af öðru, og reyndu að horfa til botns í órólegu hjarta sínu, en frú Ferresi sat í vagninum við hliðina á manni sinum á leið heim aftur til Talloires, og hún sagði við sjálfa sig, að það hlyti að vera gott að fá að deyja, en samt væri dauðinn hræði- legur. VI. Kvöldið 20. ágúst mættu Jacques Alvard og kosninganefnd hans á skrifstofu Framtíðarinn- ar í Annecy, í Royale-götunni, til þess að bíða Laugavegi 35. sameiginlega eftir úrslitum kosninganna. Mérans og nokkrir aðrir meiriháttar nefndarmenn höfðu ekki mætt, þar eð þeir vildu ekki lenda í ærsl- unum og uppþoti því, er þeir vissu fyrir að verða myndi. Eldri mennirnir voru klæddlr eins og til jarðarfarar og annara hátiðlegra tækifæra, og nú ræddu þeir ítarlega um hinn almenna kosn- ingarétt. Yngri mennirnir, er litu á þetta eins og hverja aðra góða skemtun, vóru ljósklæddir og spókuðu fram og aftur. Jacques strauk ljósa skeggtoppinn sinn, Hann var alveg viss um sigur og lagði andlitið í bros- andi fellingar. Hann var þegar farinn að taka saman þakkarávarp til kjósendanna. Lucien stóð út við einn gluggann og talaði við Ferressi greifa, sem hafði komið af eintómri forvitni, til að fá að vita kosningarúrslitin. Kona hans hafði hagað sér svo einkennilega upp á síðkastið, að hann var farið að gruna ýmislegt á ný, og þá fór hann að prédika stjórnleysingja kenningar sínar aftur af miklum hita og krafti. Hann tilfærði ummæli eftir Bakúnin, og hafði með sér eitt tölublað af Revolt með ritgerð eftir Jean Grave, er sýndi fram á að, að atkvæða- greiðslan væri mesta heimska. Menn voru á ýmsum skoðunum um kosninga- úrslitin. Brenaz yfirdómslögmaður var mjög

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.