Dagblað - 23.04.1926, Blaðsíða 2
2
D A G R L A Ð
komið, hlýðir alt sömu reglum
og úti í mannlífinu,
Orsino hertogi í Illyriu er
ungur, auðugur, söng- og Ijóð-
elskur maður. Hann er ástfang-
inn af Oliviu, ungri og fagurri
hefðarkonu. En ást hans er ekki
endurgoldin. Olivia hefir nýlega
mist einkabróður sinn, og hefir
svarið að helga líf sitt sorginni
eftir hann. Bæði Orsino og Oli-
via eru draumóramanneskjur,
og tilfinningar þeirra eru ekki
mjög djúpar. Þarf því engum
að koma það á óvart, þó að
skyndilegar breytingar verði á
tilfinningalífi þeirra. Hertoginn
virðist fremur ástfanginn af ást-
inni en af Oliviu. Hann elur
vísvitandi tilfinningu sína, og
reynir að sökkva sér öllum nið-
ur í hana — sem nautn. Er því
ekki óeðlilegt, að ást hans geti
færst yfir á aðra konu. í sorg
Oliviu kennir sömu sjálfsmeð-
vitundar og í ást hertogans.
Heimur þeirra Oliviu og Orsi-
nos hefir á sér óverulegan draum- l
órablæ, en þá kemur Viola til
sögunnar, og með henni kemur
hressandi blær veruleikans, og
feykir draumaslæðunni til hlið-
ar. Viola er aðalpersóna leik-
ritsins. Hún er ein af hinum
frægustu kvenlýsingum í gam-
anleikjum Shakespeares. Hún er
ung og lagleg, fjörug og blíð-
lynd, og í dulgerfi hennar kem-
ur kvenleiki hennar aðeins bet-
ur fram. Viola og Sebaslian eru
göfugborin systkin frá Messaliu.
Pau eru tvíburar, og svo lík
hvort öðru, að ef þau eru eins
klædd, þekkjast þau ekki i
sundur. Af því, hve lík þau eru,
stata mörg hlægileg misgrip i
leiknum. Þessi systkin koma til
IUyriu sem skipbrotsmenn, og
heldur hvort um sig að hitt hafi
druknað. Viola þekkir hertogann
af afspurn, og lil þess að kynn-
ast honum, klæðist hún í karl-
v-mannsföt, kallar sig Cesario og
genguVy í þjónustu hans sem
hirðsveinn'.
í leikritum .Shakespeares er
það mjög algengt a(?> kvennfólk
klæðist í karlmannsbú'Jíting og
stafar það af því að á tííisuim
Shakespeares, þótti það ekVki
sæmilegt að kvennfólk léki, og I
léku því ungir piltar öll kvenn-
hlutverkin. Violu tekst vel að I
koma sér i mjúkinn hjá hertog-
anum, og sendir hann hana til
Oliviu, en svo illa vill til, að
Olivia feslir undir eins ofurást
á Casario, en »Casario« elskar
hertogann; en svo kemur Seb-
astian til sögunnar og alt fer vel.
Þessi ofurást Oliviu á Casario
virðist all ósennileg, en örlaga-
tilfinningin er svo rík í þessu
leikriti, að það mætti ef til
vill skoða þetta aðeins sem
fyrirboða þess, er síðar á að
verða.
Eins og öll leikrit Shake-
speares er Prettándakvöld sam-
sett. Samhliða hinum róman-'
líska gamanleik er skrípaleikur.
Þessi samsetning gerir leikritið
auðugra og fjölbreyttara, sýnir
aðalpersónurnar með lífið að
baksviði. Heimilisfólk Oliviu er
æði skringilegt. Hún hefir ráðs-
mann er Malvolio heitir, graf-
alvarlegur og uppblásinn af
monti. Er hann mikilsmetinn
af Oliviu fyrir dugnað sinn,
en á i sifeldum brösum við
hitt heimiiisfólkið, hina gletnu
þernu, Mariu, þjóninn Fabrian,
fíflið Fesle og síðast en ekki
síst frænda Oliviu, fyllihrútinn
Herra Toby Belch og vin hans,
flónið Herra Ándrew Aguecheek.
Myndar fólk þetta samsæri, og
leikur Malvolio mjög grátt.
Skrípaleikur þessi er mjög
hlægilegur, en er undir því
kominn, að vel sé farið með
hlutverk Molvolios, sem gengur
næst hlutverki Violu að vanda.
f’rettándakvöld er rómantísk-
ast af ðllum gamanleikum
Shakespeares og sýnir óblandn-
aðasta lífsgleði. Það er einnig
hið ljóðrænasta. Ást Shakspea
á söng kemur óvíðar skýrar
fram en i þessu leikriti, eins
og upphafsorðin sýna: »If
music be the food af Jove,
play on« . . . Fiflið, Feste er
mjög eftirtektarvert, og söngvar
hans í þessu leikriti eru meðal
hinna fegurstu, af hinum mörgu
fögru söngvum, sem Shakespeare
orkti. Auk þessa er þrettánda-
kvöldið eitthvert hið einfaldasta
og auðskildasta af leikritum
Shakespeares, og er því ekki
illa valið til að verða braut-
ryðjandi fyrir hinu erfiðari og
veijgameiri á íslenzku leiksviði.
Ég’’ vona að þessi djarfa til-
Dagblað
Þjöðmóla-, Bæjarmála-
og Fréttablað.
Útgefandi: Félag í Reykjavík.
Ritsljóri: Guöm. Porláksson.
Afgreiðsla: Lækjartorg 2. —
Sími 744. Áskrifendagjald kr.
1,50 á mánuöi.
Prentsmiðjan Gutenberg h.f.
raun leikfélagsins til að koma
íslendingum í kynni við hin
ódauðlegu rit Shakespeares,
beri þann sigur úr býtnm, sem
hún á skilið og verði upphaf
að nýju tímabili í sögu íslenskr-
ar leiklistar.
A. B.
Borgjin,
Nœtnrlæknir. Daníel Fjeldsted,
Laugaveg 38. Sími 1561.
Nætnrvörðnr í Rvíkur Apóteki.
Karlakór K. F. U. M. fór héðan
með Lyru í gær. Ótölulegur mann-
fjöldi var samankominn á hafnar-
bakkanum til að vera viðstaddur
burtför peirra. Sungu þeir nokkur
lög að skilnaði m. a. þjóðsöngva
Norðmanna og íslendinga. Voru þeir
kvaddir allvirðulega, skip þau sem
hér voru flautuðu í kveðjuskini og
voru flöggum skreitt. Var burtför
þeirra hin virðulegasta og vonandi
mun þar annað eftir fara.
Stnkan Skjnldbreið heldur sumar-
fagnaö í kvöld i Templarahúsinu
og hefst hann kl. 8‘/2.
Eldnr kom upp í húsinu nr. 43
viö Bergþórugötu á miðvikudaginn,
var slökkviliöið þegar kvatt á vett-
vang og tókst því að slökkva eldinn
áður cn hann náði að breiðast mik-
ið út. Hafði kviknað f herbergi á
efsta lofti og brann það mikið inn-
an, en annars urðu skemdir á hús-
inu minni en á horfðist um tíma.
Sutnarið heilsaði í gær eins og
veturinn kvaddi, með hita og blíð-
viðri. Var dagurinn hinn skemtileg-
asti og fór að öllu Ieyti vel fram.
Samsöngur Karlakórs Reykjavíkur
og Prasta i gær lókst ágætlega.
Sungu þeir fyrst sameiginlega »Ó
guð vors lands«, en síðan söng hver
flokkur 5 lög og að lokum 5 lög
sameíginlega. Er þelta stærsti söng-
flokkur sem hér hefir látið til sín
heyra, um 60 nianns.