Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.06.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 03.06.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Hambureer Philharmoniches Orchester óCljömlQiRar, undir stjórn Jóns Leifs, í Iðnó föstudag og laug- ardag kl. 9 e. h. stundvíslega. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó fimtudag frá kl. 4—7 og á föstudag og laugardag frá kl. 4. — Sími 12. Pantaðir aðgöngumiðar óskast sóttir f'yrir kl. 5 þann dag sem hljómleikarnir eru. Kaupið og útbreiðið Dag-blaðið. L6L(IT-5uðu$úkkulaði. HJP. EIMSKIPAFJELAG _____ ÍSLANDS B.s. „Gullfoss“ fer héðan til Vestfjarða 15. Júní (í stað 13. Júní). M.b. Svanur fer héðan föstud. 4 júní. Áætlnnarstaðir: Stapi. Búðir. Sandur. Óiafsvík. Grundarfjörður. Stykkishólmur. Búðardalur. Króksfjarðarnes. Fylgibréfum sé skilað á fimtu- dag en vörum á föstudag fyrir hádegi. G. Kr. Simi 744. Feðrnnna f»l<l. ianga æfi, án þess að þekkja vort eigið hjarta. t*á kemur sorgin tii sögunnar og sýnir oss alt í einu, hvað vér höfum mist. Það var orðið dimt af nóttu, er hann kom heim til sín. Hann staðnæmdist við gluggann í litlu stofu móður sinnar og vildi ekki kveikja á lampanum. Hann varðist nú eigi lengur sorg- inni. Það voru sorgarkvaiir fulforðins manns, er hann leið nú, en ekki hjartakviði óþroskaðs unglings. Áhyggjur liðinna ára, vina missir og ástmeyjar, er hann hafði skilið við, virtist honum einkisvirði í samanburði við reiknings- skil þau, er nú fóru fram í huga hans. Nú skildist honum, að hinn tiigangslausi ónytjungsháttur og slæpingur í París hafði drepið hamingju hans. »Hér átti ég að vera«, hugsaði hann með sér. »Hér var ég elskaöur og virtur sem fulltrúi margra alda góðverka, og hér hefði ég átt að halda við virðingunni og ástinni á nafni því er ég ber sjálfur. Ég hefði átt að halda áfram lífsstarfi feðra minna. Og jafnframt því að sjá um eignir mínar og stjórna störfum þeirra, hefði ég af fúsum vilja og án persónuiegs metnaðar átt að vera ráðunautur héraðsins eins og feður minir hafa verið áður fyrri. Hérna beið Annie eftir mér. Hún var bernskuvina mín, hún átti að vera prýði heimilis mins og hin góða dis þess. En svo gaf hún Jacques sitt þráheita unga hjarta, af þvi hann var sá fyrsti, er leit hana karlmannsaugum og talaði við hana um ást, og hún var of trygg og auð- trúa til þess að skilja, að hann talaði ósatt. Aumingja blómið litia, sem verður að visna, án þess að nokkur hafi andað að sér ilm þess, er ég einn hefi orðið var!« Miskunnarlaust reif hann upp sárið í hrjósti sér. »Hún er svo hrein, að ég hefi aldrei girnst hana holdlega. Og tiifinningar minar núna eru mikiu frekar meðaumkvun heldur en ást sú, er ég hefi fyrst nú orðið var við, og sem ef til vill er aðeins nýr skilningur á því, hveruig lif mitt hefði átt að vera, en birtist mér nú eftirá, en um seinan«. Honum skildist fyllilega, að í sorg hans tvinn- áðist saxnan kvalafuil iðrun yfir týndri æfi, og afbrýðissöm meðaumkvun með óhamingjusamri ungri stúlku. Hann hrökk upp úr þessum sorgþungu húg- leiðingum við rödd Faveraz gamla. Hann hafði kom<ð rakleitt inn i stofuna, án þess að gera vart við sig. — Hérna er koldimt eins og niðri i poka. »Er hér nokkur?« kailaði gamli maðurinn og riðaði dáiítið á fótunum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.