Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.06.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 07.06.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ menn í hrönnum tapað ánægj- unni af að lifa fyrir konu, börn og heimili. í'að hefir orðið gengishrun á kvenfólkinu eins og varð á þýzka markinu. Stutt- kjóllinn og drengjakollurinn er i ætt við það sem nefnt er stýf- ing krónunnar hér á Iandi. Pó er ekkert líklegra, en að kven- fólkið verði verðfest þegar minst varir, á sama hátt og þýzka markið, þótt ganga megi að þvi vísu að verðgildisfestingin verði á nýjum grundvelli (sbr. rentumarkið). Á morgun eru framkvæmdar hugsjónir, sem virðast ekki annað en kjafta- vaðall í dag. Svo að eg víki að stuttkjóla- siðnum (sem er i tízku í öllum evrópiskum bæjum, nemaReykja- vík), þá er hann í rauninni hálfgerður afkáraskapur. Merkir menn hafa haldið þvi fram, að það geti haft alvarleg áhrif á menn, að sjá langt upp eftir fótum kvenna, en ekki hef ég mikla trú á því, yfirleitt. Samt hefir mér virst þetta sýningar- hald kvennanna hafa einna verst áhrif á gamla menn; ungir menn á vorum tímum eru fullir af splcen. Hinu finst mér ekki svarandi, sem formælendur stuttkjólasiðsins stagast jafnan á, nefnilega fegurðaráhrifum þeim, sem fætur kvenna eigi að haía á menn. Auðvitað eru fætur kvenna eins fallegir og hvað annað, en heldur ekki fallegri en hvað annað frá fag- urfræðilegu sjónarmiði, og margt verið látið ódásamað sem feg- urra var. En séu drættir þeir athugaðir, sem alstaðar mótar fyrir í lifs- viðhprfi nútíðarkonunnar, þá finst mér sem reka muni að því, aö allmikil bylting muni gerast í kvenbúningi þegar þessi stuttkjólasiður hefir lifað sitt fegursta. Siðustu tízkufyrirbær- in koma manni á þá trú. Stutt- kjóllinn eða kjólgopinn virðist vera upphaf þess, að konur taki að klæðast jökkum af svipaðri gerð og karlar, og alls engum pilsum. Tekst þá af kvenhataralýðnum ómakið að úthúða pilsvörgunum. Með öðr- um orðum: Þeir tímar eru að nálgast að mismunur á búnaði manns og konu hverfi hjá oss, eins og t. d. hjá Austurlanda- þjóðum ýmsum. Menn vita að það var siður í fornöld, að karlar og konur byggjust eins eða líkt, og er enn siður víða. Kjólar kvenna eins og tíðkast hafa fram á vora daga, eru leifarnar af kirtlum eða skikkj- um fomaldarmanna. Orsökin til þess að konur héldu lengur í þennan forna klæðnað beggja kynjanna, er eflaust sú, að þær áttu jafnan við frumrænni lífs- kjör að búa. Þær héldu áfram að gegna þeirri stöðu, sem þeim hafði verið eiginleg alt í trá frumtimum, meðan þroski mannsins og hættir tóku sífeld- um stakkaskiftum, — að ytri blæbrigðum eins og um vits- munalif og athafna. í klæða- burði hafa karlmenn samið sig i að þvi sem hagnýtast var fyrir margháttuð störf, þeir hafa kastað kuflunum til þess að pilsin vefðust ekki um fætur þeirra á ísnum, meðan kven- fólkið gat haldið áfram að klæðast, innan sinna fjögurra veggja, svipað og rómverskir höfðingjar, hvað sem á gekk. Hlutverk konunnar var ekki það, að blanda sér í, hvað á gekk í heiminum, heldur, eins og frú Guðrún Lárusdóttir heldur fram rjettilega: að elska manninn sinn, eiga börn og passa þau. Nú bendir hinsvegar alt þjóðlífsástand til þess að konur muni halda upptekuum hætti um að rækja lifskallanir, sem áður hefði þótt fyrirsögn að félli í hlut annara en karla, og litlar líkur virðast á því, að . »heimilið« í hinum borgaralega skilningi endurrísi í náinni framtíð. Flestar hugsjónir borg- arabyltingarinnar frönsku virð- ast, því miður, vera dauða- dæmdar, aðrar tekið mynd- breytingum. Súffragetturnar (eða hvað þær eru kallaðar), segja að karlmaðurinn hafi ávalt hvíslað að konunni hinu sama og nýlenduríkin hvisla að ný- lendum sínum: »Ég faðma þig«! — en alt af skilið undan meiningu málsins, nefnilega: »Ég elska þig — til þess að undiroka þig«. Og úr því að búið er að færa klukkuna, þá er bezt að haga sér eftir því. Pað breytir Dagblað Þjöðmála-, Bæjarmála- og Fréttablað. Útgefandi: Félag í Reykjavik. Ritstjóri: Guðm. Porláksson. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. — Sími 744. Áskrifendagjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg h.f. engu hjá Drottni þótt klukkan sé færð og jafnvel ekki þótt aldarfar taki stakkaskiftum, en á hinn bóginn ekki talandi við fólk, sem veit ekki að vjer lif- um á árinu 1926 e. Kr. Kven- réttindin hafa þózt finna vitur- legar ástæður til að hefja mót- mæli gegn því, að konan haldi áfram að vera það sem hún var; því ætli þær megi ekki snoðklippa sig og fara á þing? Úr því að það er komið upp úr kafinu, að konan er mann- inum jafnhæf til að gefa sig við hverskonar menningarstarf- semi, en á hinn bóginn ekki öllu hæfari til að ala upp börn, því ætti hún þá ekki að mega tara í argaþrasið? Hún tekur upp háttu mannsins, smátt og smátt, í einu sem öðru, og hefur gert þegar i stað, þó einkum hneigst að því, að apa eftir ósiði hans (t. d. tóbaksnautn og víns), eins og frumrænum þjóðum er gjarnast á að apa lesti höfðingja- þjóðanna. Halldór Kiljan Laxness. Jíœturlæknir i nótt er Guömundur Guöfinnsson, Hverfisg. 35. Simi 64, Næturvörður i Laugav. Apóteki. Erlca llnrbo heitir norsk söngkona sem kom hingað með Lýru slðast og ætlar hún að halda hljómleika í Nýja Bíó annað kvöld með undirleik Em- ils Thoroddsens. Erica Darbo er einhver þektasta söngkona Noregs og hefir getið sér ágætan orðstír víða erlendis, þar á meðal i Wien, slðastliðinn vetur, og þarf þó mikið til að hljóta aðdáun Wínarbúa, jafn vandlátir og þeir eru á söng og músik. Gullfoss er væntanlegur hingað,. frá útlöndum, á miðvikudaginn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.