Nýja stúdentablaðið - 20.04.1933, Blaðsíða 5
1933
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
5
óréttinum, enda þótt við verðum nú sem stendur að
þola liann af hálfu skólabræðra okkar.
Ivlíka hinnar pólitisku samábyrgðar afturhaldsins hér
i háskólanum hefir synjað okkur réttarins til þess að
ná til skólabræðra okkar á fundi út af þessum málum,
og af þeirri ástæðu höfum við kvatt okkur hljóðs um
þau hér i okkar fyrsta blaði. Lárus H. Blöndal.
Sjórinn tekur
Og enn er ei lát á sókn Ægis á hendur íslenzku sjó-
mönnunum. Nú urðu þeir 13, er féllu lilið við hlið. Hann
veit sem er, Ægir, að eigi verður hann til sektar sóttur,
þótt vegi hann oft í sama knérunn, og að eigi verður lút á
sókn í hans hendur, hversu harðleikinn sem hann reyn-
ist. Þjóðfélag vort leggur og of litla rækt við að týgja þá,
sem þessa sókn heyja af nauðsyn vor allra, enda þótt
tækni vorra tíma eigi ofgnótt vopna i þá sókn.
Og þungir verða þessir komandi vordagar þeim, er
heima biðu. Þeir, sem fjær standa, eiga jafn erfitt með
að bæta þeim þenna missi eins og að bæta þjóðarskað-
ann. Þyngstu byrðarnar verða aldrei bornar fyrir aðra.
Þótt samúð fylli lmg og löngun til þess að létta byrði,
l’ær þó eigi dulizt, hve lílið slíkt megnar oft. Og i til-
finning ]iess vanmáttar er oss stundum meiri þörf sjálf-
um að mega segja þeim samúð vora, er harm hera, en
þeim að lieyra. Hver skyldi bjóða að gjöf samúð og
hluttekningu? Hvi eigi heldur hiðja um levfi að mega
bera slíkt fram úr sjóði vanmáttar síns? Gagnvart
þeirri sorg, sem sárust er öðrum, fáum vér i raun og
veru fátt annað gert. En sértaklega langar oss til að
mega segja samúð vora þeim tveimur úr vorum hópi,
sem eiga um svo óvanalega sárt að binda svo snemma
æfinnar. Þrátt fyrir fulla vitund um, hve lítið er unnt fyr-
ir þau að gera, er þó sú löngun efst í liug að mega senda
þeim kveðju einmitt nú. Vér munum þau alveg sérstak-
lega nú, er sumarið og sorgin eru á svo óvæntan hátt
samferða inn i æskulif þeirra. Þau eru oss enn þá rikari í
hug en þótt vér hefðum fengið að fylgjast að að einhverj-
um gleðimálum, og liefði það þó ljúf samfylgd verið.
Oss er gefið að njóta gleði og gamans að einu borði. En
er missir og liarmur lieimta suma til sín úr félagsliópn-
um svo miskunnarlaust sem nú varð raun á, höfum vér
félagar þeii’ra svo raunalega litið fram að færa. Ekkert
nema hlýjan hug og löngun til betri gjafa, er fram mætt-
um bera.
Sólin blessuð skíni þeim og lífið sjálft auðugt og ó-
sigrandi beri fram hlut sinn þeim til vls og vaxtar
systkinunum tveimur úr vorum hópi.
Eiríkur Magnússon.
Ritstjóri og ábyrgöarmaðui': Steingrímur Pálsson, slud. mag.
Afgreiðslumaður: Gunnar Cortes, stud. med., Ingólfsstræti 21.
BENZIN
Drýgst
Hreinast
Aflmest
Olíuverzlun íslands h.f.
Símar: 1690 (3 línur) skrifstofan — 2690 Olíustöðin
Útvarpið færir yður margskonar
fróðleik, fréttir og hljóðfæraslátt
Eignist viðtæki,
svo þér farið ekki á mis við það
gagn og gaman, sem þetta menn-
ingartæki býður yður----
Viðtækjaverzlun Ríkisins
Lækjargötu 10 B - Reykjavík
Rikisprentsmiðjan Guienberg