Sunnudagsblaðið - 21.10.1923, Blaðsíða 1
I. ár.
Suimudaginn 31. október 1933.
34. tt>l.
■HðWaiIHIHHMÍ GAMLA BIO NHMHBBOMIBMMMH
Prautseigur stýrimaður
Sjómannasaga í 6 þáttum. — »Paramount Film« frá
Famaous Players Lasky. — Aðalhlutverkin leika tveir
af þektustu og frægustu leikurum Bandarikjanna:
Tliomas Meighan og Agues A.yres
Mynd þessi er með afbrigðum skemti-
leg og spennandi frá byrjun til enda.
E n^kukensl a.
/
Undirritaður tekur að sér
kenslu i ensku. Sérstök áhersla
lögð á að kenna málið svo að
nemendurnir geti talað og skilið
daglegt mál sér að'fullu gagni.
Get að eins tekið fáa nemendur.
Axel Thorsteinson.
Thorvalrtsensstræti 4.
Til viðtals viðvikjandi kenslu
í ensku lil. T—daglega.
Douglas Pairbanks
leikur í mynd, sem sýnd er í
Nýja Bíó núna um helgina. Er
öllum kvikmyndavinum svo i
fersku minni leikur Fairbanks í
»I*rír fóstbræður«, að óþarft er
að minna á hve skemtilegur
leikari liann er. I3eir sem fara
og sjá »Doug« í þessari mynd
mnnu eiga góða stund.
af öllum hinum smáritvélunum
samanlögðum. •
Hún er fullkomnasta og þægi-
legasla smáritvélin — útbúin
með öllum kostum og þægind-
urn stóru vélanna, en vegur þó
að eins rúm 3 kg.
Spyrjist fyrir um verð
og greiðsluskilmála.
, Reykjavik.
D
'M,
Æfintýri Islendings.
m
VI.
Bréfabrot.
Petta eru brot úr bréfum, sem vinur minn skrifaði mér á tímabilinu
17. júní 1918 til 23. niaí 1919 eða meðan eg var í kanadiska hernum. Sum
þessara bréfa fékk eg í Kanada, sum í Englandi, sum i Skotlandi, Frakk-
landi og Belgíu — og nokkur i Þýskalandi. Á tæpu ári fór eg um sjö
lönd. Alt af var nýít fyrir augum. Ekkert fylgdi mér eftir — alstaðar,
nema bréf vinar míns. Bréf hans höfðu pau áhrif á mig, að mynd hans
varð enn skýrari í huga minum og mér æ kærari. Mér pótti vænt um
pau vegna pess, að þeirra vegna gleymdi eg honum vart stutta stund;
eg hugsaði pvi iðulega um hann, eg hugsaði mér sjálfan mig við hlið
hans sem sein páttkakanda í pví er á daga hans dreif, eins og eg og
vissi, að hann var með mér. Prjú þúsund mílur á milli — og pó svo
nærri. Pvi hann var æ i hug minum. Hugsanir hans voru ylgjafi sálar
minnar á köldum dögum. Og pað er svo enn pá. Pvi eg hefi átt vin, sem
eg hlýt að virða fram í dauðann. Aldrei myndi hann svo stóra synd
drýgja, að guð og menn fyrirgæfu honum ekki og elskuðu hann jafnt
fyrir pað. Svo fögur var sál hans. Svo fagurlega lét hann hana birtu bera
öðrum. Svo fagnandi var hann, er hann tók annars kross á eigin herðar.
»Frændi! Þú manst seinasta kvöldið áður en þú fórst til
Kanada. Hvað kát við öll vorum og reyndum að gleyma þvi
hve hörmulegt það er að sjá hvern unglinginn fara á fætur
öðrum út í strið og dauða. Og víst er um það — það er hið
eina rétta að dylja sorgir sínar öðrum, hugsa meira um skyld-
ur sínar en að sitja sýtandi í aðgerðarleysi. Bandarikjamenn
eiga slíka hæfileika í rikum mæli, bæði menn og konur, ekki
síður konurnar. Það er ein af mörgum ástæðum fyrir þvi, að
eg dái þá þjóð. Hún brosir, syngur, dansar — og vinnur, þó
undir hjartans blæði. En það var um ,seinasta‘ kvöldið, sem
eg ætlaði að skrifa. Þú manst hver var kátust — Jenny. Og þó
leið henni verst. Það vissi eg.
Og eg virti hana svo vel fyrir mér. Hún gat ekki dulið sorg
sína fyrir mér. Mig grunaði fyrst, að hún hefði kannske orðið
að horfa á unnusta eða bróður fara í herinn, en svo var ekki.
t*að veit eg nú. Ykkur grunaði ekkert. Hún lék hlutverk sitt
vel. Hún var eins og æ áður: Kát, samræðufús, hress, fyndin
og fjörleg. Að eins tvisvar sá eg hana strjúka hönd sinni yfir
augun, eins og þreyta hefði sigið á þau. Það var tillit hennar
þá, sem vakti mig til umhugsunar um, að hún bæri sorg í
brjósti. Það var að eins andartak. En það var mér nóg. Eg
hafði séð að alt var eigi með feldu. Svo liðu dagar og enn
dagar. Þú varst farinn. Aðrir vinir fóru, frændi. Um margt var
að hugsa, uppörva, skrifa, kveðja, brosa — þvi það var ein
skyldan, — en eg gat ekki gleymt Jenny. Og eg heimsótti hana
eitt kvöldið. Hún býr með móður sinni eins og þú veist. Eg
sat þar góða stund. Stundin sú er mér ógleymanleg. Við hlóg-
um, brostum, ræddum margt. En — það var þykni skýja í
MUN NÝJA BIO smbhmm
Ást og hugvit
Mjög hlægilegur gam-
anleikur í 6 þáttum.
Leikinn af hinum
óviðjafnanlega
Douglas Fairbanks
og
Marguertie de la Motte.
Myndum þeim er Douglas
leikur í þarf ekki að lýsa,
því þó efnið sé ekki altaf
mikið, þá getur hann leikið
þannig að hann fær alla
til að dáðst að hans hlægi-
legu uppfyndingum. Og í
þessari myud fær fólk á-
reiðanlega nóg af sliku.
Sýningar kl. 6, 7l/t og 9.
Börn fá aðgang kl. 6.
Söngskemtuu
sú, er þeir tónsnillingurinn Svein-
björn Sveinbjörnsson og Sigurð-
ur Skagfeldt söngvari héldu í
vikunni sem leið, fór hið besta
fram. A söngskránni voru ein-
göngu lög eftir prófessor Svein-
björnsson, meginþorri þeirra ný.
Er enginn efi á, að þau verða
öll þjóðinni kær, sum eigi síð-
ur en »Sverrir konungur«, »Vet-
ur« o. fl., sem aJlir unna. T. d.
má benda á lagið »Eg berst á
fáki fráum«, sera án efa mun
enn frekar auka vinsældir hins
aldna snillings. Framkoma
söngvarans var djarfleg og prúð-
mannleg. Þótti mönnum mikið
til söngs hans koma. Er rödd
hans fögur og mikil og kom
styrkleiki raddarinnar vel í
ljós, er hann söng Sverri kon-
ung og mæla svo margir, að
aldrei hati hann vprið sunginn
eins vel og af eins miklum
skilningi á söngskemtunum hér
áður. Höfðu þeir báðir, tón-
skáldið og söngvarinn, heiður
af kvöldinu.
Mun nú hr. Skagfeldt hafa t
huga, að efla til annarar söng-
söngskemtunar áður en hann
fer og er ekki að efa, að hún
verður vel sótt. Sunnudagsblaðið
óskar hinum unga söngvara
góðs gengis nú, er hann fer ut-
an á ný lil þess að halda áfram
náini sínu.
Fer þar góður sonur íslands,
er mun gera garðinn frægan.