Sunnudagsblaðið - 24.04.1927, Page 1
Sunmidagsblaðíð
III. árg.
Reykjavík, sunnudaginn 24. apríl 1927.
26. tbl.
r,v ’+ ■ *■•,•*****#>' '■Vfpm •-' 1
Frá Spa, borg í Belgíu, sem fjöldi ferðamanna kemur til á hverju sumri.
í heimsstyrjöldinni höfðu Þjóðverjar aðalstöð (headquarters) þar, fyrir
yesturvígstöðvarnar.
Fréttir.
17. mars. Sarmento Beires, flugmað-
ur frá Portúgal, lendir á eyjunni Fern-
ando Do Noronna við Braziliustrendur,
og endar 14.000 enskra mílna flug frá
Afríku til Suður-Ameríku.
Hundrað menn bíða bana og tuttugu
og einn hljóta meiðsli, er fellibylur
skellur á nálægt Benton í ríkinu Ar-
kansas, Bandar.
19. mars. Shantunghermenn bíða
ósigur fyrir Cantonmönnum, er sækja á
Shanghai og er þeim nú leiðin opin til
Shanghai.
20. mars. Teritsch, utanríkismálaráð-
herra í Jugoslaviu, neitar því opinber-
lega, að Jugoslavia undirbúi ófrið gegn
Albaníu og stingur upp á, að skipuð
verði alþjóðanefnd til þess að rannsaka
ákærur Ítalíu á hendur Jugoslaviu.
Cantonherinn tekur Shanghai,
21. mars. Nokkrar skærur í Shang-
liai, tveir hermenn úr indversku her-
liði Breta drepnir og 13 særðir. 12.00
ameriskir hermenn stíga á land í Shang-
hai og eru þar nú lb.000 erlendir her-
menn.
22. mars. Kínverskur skríll gerir til-
raun til þess að vaða inn á sérréttinda-
svæði Breta í Shanghai. Bretar vega 24
Kínvorja. 15.000 hermenn úr Norður-
hernum eru afvopnaðir í borginni.
Stresemann tilkynnir, að Þýskaland
sé hlutlaust í deilu Itala og .Tugoslava.
----o----
Þyrnirósa.
Einu sinni fyrir aldaöðli voru kon-
ungur og drottning. Þau sögðu á degi
hverjum: „Ó, að við eignuðumst bam“,
en þeim varð ekki að ósk sinni. Það
var einhvern dag, er drotning var í
baði, að krabbi skreið upp á land úi
flæðamiálinu og sagði: „Þú munt fá
það, sem þú æskir og eignast dóttur“.
Spásaga krabbans rættist og ól
drotning meybarn svo fagurt að kon-
ungur kunni sér ekki læti fyrir fagn-
aðar sakir og bauð að halda almenna
gleðihátíð. Til þeirrar hátíðar bauð
hann ekki að eins ættingjum og vinum,
heldur einnig vísinda-konum til þess,
að þær yrðu allar hollar og velviljaðar
barninu. Voru þrettán í ríki hans, en
með því að hann átti ekki nema tólf
gulldiska til að bera á borð fyrir þær,
þá gat hann ekki boðið hinni þrett-
ándu. Komu nú þær, er boðnar voru,
og er hátíðin var á enda, þá gæddu þær
barnið undragáfum sínum. Ein gaf því
skírlífi, önnur fríðleik, þriðja auðlegð,
og þannig veittu þær barninu hver af
annari alt, sem ágætast er til í heimi.
En rétt sem ellefu voru búnar að mæla
fram óskir sínar, kom sú þrettánda,
sem ekki var boðin, og var henni í hug
að hefna sín. Kallaði hún þá og sagði:
„Kongsdóttir skal á fimtánda ári stinga
sig á snældu og detta dauð niður“.
Þá gekk hin tólfta fram, sem enn
átti ósk sína ósagða; gat hún að vísu
ekki brugðið hinu illa dómsatkvæði, en
linað gat hún það og mælti því: „Samt
skal kongsdóttirin ekki deyja, heldur
liggja heila öld í dauðadái“.
Konungur vonaði samt, að sér mundi
takast að geyma barn sitt fyrir illspá
þessari og lét nú boð út ganga að öll-
um snældum skyldi eytt verða í ríki
sínu. En ]?að rættist alt á kongsdóttur,
sem vísindakonurnar höfðu um mælt,
því hún varð svo fögur, siðgóð, ljúflát
og vitur, að allir, sem litu hana augum,
hlutu að unna henni hugástum.
Svo bar til einn dag, að konungur
og drottning voru ekki heima, en dótt-
ir þeirrá var ein eftir í höllinni og var
hún þá fullra fimtán ára. Gekk hún þá
hingað og þangað eins og henni lét lyst
til og skoðaði stofur og herbergi; loks-
ins bar hana að turni nokkrum göml-
um. Gekk hún þá upp eftir mjóu riði
og kom að lítilli hurð; stóð gulllykill í
skránni; sneri hún honum og hrukku
dyrnar upp; köm hún í dálitla stofu og
sat í henni kerling og var í óða önn að
spinna hör. „Hvað ert þú að starfa hér,
móðir góð!“ segir kóngsdóttir“. — „Eg
er að spinna“, ansar kerling og kinkar
kollinum. — „En hvað hún snarsnýst
grey-skömmin sú arna!“ sagði kongs-
dóttir, tók af henni snælduna og ætlaði
að fara að spinna. En óðara en hún
hafði snert á snældunni, rættust um-
mæli spákonunnar og stakk hún sig á
teininum.
í sama vetfangi hné hún til jarðar og
rann á hana þungur svefnhöfgi. Kon-
ungur og drottning komu nú heim og
sofnuðu þau einnig ásamt öllu hirð-
fólkinu. Hestarnir sofnuðu í hesthús-
inu og hundamir í garðinum, dúfumar
á þakinu og flugurnar á veggnum.
Loginn, sem brann á eldstónni, hægði á
sér og sofnaði; steikarhljóðið þagnaði
og kjötið hætti að stikna; matreiðslu-
maðurinn ætlaði a ð rjúka í eldasvein-
inn og. hárreita hann af því honum
hafði eitthvað á orðið, en það fórst
fyrir; hann slepti honum og sofnaði.
Þannig færðist svefn og dauðakyrð yf-
ir alt, sem lifði og lífsanda dró.
Þá tók að gróa þymigerði kringum
höllina og óx það ár frá ári, uns það
náði hringinn í kring og tók upp yfir
hana, svo að hennar sáust engin mót,
ekki svo mikið sem veðurvitamir á þak-
inu. En hvervetna í landinu varð hljóð-
bær sagan um hina yndisfögru, sof-
andi þymirósu, því svo var kongsdótt-
ir kölluð, og komu öðru hverju kon-
ungasynir og ætluðu að brjótast gegn-
um gerðið inn í höllina. En það voru
engin tiltök, því það var eins og þym-
amir þrifu krumlum hver í annan;
festust konungasynirnir þannig á milli