Sunnudagsblaðið - 24.04.1927, Síða 2

Sunnudagsblaðið - 24.04.1927, Síða 2
2 SUNNUDAGSBLAÐIÐ Fi'á Bruxelles (Briissel), höfuðborginni í Belgíu. Sunnudagsblaðið Ritstjóri: A. Thorsteinson Afgreiðsla: Kirkjustræti 4 þeirra og dóu aumkunarlegum dauða. Liðu nú mörg, mörg ár og átti kongssonur nokkur ferð um landið; sagði gamall karl honum frá þyrnigerð- inu og gat þess, að trú manna væri, að höll stæði að baki þess, en í höllinni svæfi fögur kongsdóttir, er Þyrnirósa héti og öll hirðsveitin ásamt henni. Hann sagði honum og eftir frásögn afa síns, hvernig farið hafði fyrir kon- ungasonum þeim, er komið hefðu til þess að brjótast gegnum þymigerðið, að þeir hefði orðið fastir í því og látið líf sitt með miklum harmkvælum. „Ekki læt eg mér af slíku hugfall- ast“, sagði kongssonurinn ungi, „eg vil brjótast í gegnum gerðið og sjá hana Þymirósu fögru“. Gamli karlinn reyndi á allan hátt að telja honum hughvarf, en það var með öllu árangurslaust. En nú hittist svo á, að daginn sem kongssonur kom, var hundrað ára skeiðið út runnið. Þegar hann kom að þymigerðinu, þá var það alt saman orðið að stórum og fögrum blómum, er lukust í sundur af sjálfu sér, svo að hann komst inn í gegnum heill og ó- skaddaður, en á eftir honum laukst alt saman aftur og varð að gerði eins og fyrr. Kom hann nú í höllina. Sváfu hestar og flekkóttir dýrhundar í hall- argarðinum, en uppi á þakinu sátu dúf- ur og höfðu stungið höfðunum undir vængi sér. En er inn kom sá hann flug- umar sofandi á veggjunum. Mat- reiðslumaðurinn í eldhúsinu hélt enn þá hendinni á lofti, buskan sat með svarta hænu, sem hún var að reyta. Gekk kongssonurinn þvínæst lengra inn, og kom þar að, er hirðfólkið lá þar alt sofandi í hrúgu og kóngur með drottningu sinni ofan á. Hélt hann enn þá áfram og kom loksins að tuminum og lauk upp hurðinni að litlu stofunni, sem Þyrnirósa svaf í. Lá hún þar inni og var svo yndis- fögur, að hann gat ekki litið af henni augum sínum, og laut hann ofan að henni og kysti hana. En er hann hafði gefið henni kossinn, þá lauk hún upp augunum, vaknaði af dáinu og leit hýr- lega til hans. Gengu þau nú bæði ofan og vöknuðu þau konungur og drotning ásamt öllu hirðfólkinu; gláptu menn þar hverjir á aðra og ráku upp stór augu. Hrossin í garðinum stóðu upp og hristu sig, dýrhundamir brugðu á leik og dingluðu rófunum, dúfumar reistu höfuðin upp undan vængjum sínum og flugu út á akur; flugumar tóku að skríða eftir veggnum, eldurinn lifnaði í eldhúsinu og logaði vel svo maturinn soðnaði, en steikin suðaði; matreiðslu- meistarinn rak eldasveininum rokna löðrung, svo að hann æpti við, og elda- buskan reytti af hænunni það sem eft- ir var af fiðrinu. Drakk nú kongssonur brullaup til Þyrnirósu og lifðu þau á- nægð hvort með öðru alt til æfiloka. Stgr. Th. þýddi. ----o--- Belgía. Músikkonservatoríið í Bruxelles er við írægt. það var stofnað 1813. F é t i s, G e- v a e r t, T i n e. 1 og D u b e i‘s hafa varpað á það frægðar ljóma. Konservatóríið í Ant- werpen var, stofnað af Peter Benoit, og hann var fulltrúi hinnar flæmsku eða germönsku hljómlistastefnu í Belgíu. Frægasta nafnið i liljómlistarsögu Belgíu er þó C é s a r F r a n c k, vallónskur lista- maður sem oft ei' +alinn frakkneskur L e k e n, lærisveinn hans, gat sér frægðar- orð, en varð skammlífur. Margir belgiskir fiðluleikarar liafa hlotið heimsfrægð. B é r i e t, V i e u x t e m‘p‘s, L‘é‘o‘n‘a‘r‘d, Y s a y e og T h o m s o n voru heimsmeist- arar. Af píanóleikurum ber að nefna d e G r e e f og af organleikurum L e m m e n s. Dagbiöðin koma út annaðhvort á flæmsku eða frakknesku eða á báðum mál- unum. Árið 1912 komu út 108 dagblöð í Belgíu, 1.058 vikublöð og 1.105 tímarit. Frægustu blöðin eru „L’Independence Belge“, stofnað 1830 og „Étoile Belge“, bæði frjálslynd, og „Journal de Bruxelles", blað kaþólsku flokkanna og „Le Peuple", blað jafnaðarmanna. Saga Belgíu er viðburðarík, oft sorgleg, oft stórkostleg, oft glæsileg. það er saga þjóðar, sem oft sneri andliti að voldugum kúgurum, andliti en baki aldrei. Árið 57 f. Kr.b. lagði Cæsar landið undir sig. þá bjuggu Belgar í landinu á milli fljótanna Signu og Binar. Belgar mæltu á keltneska tungu eins og aðrir Gallar, höfðu sömu háttasemi, en voru grimmlyndari. Belgar vörðust djarflega gegn herdeildum Cæsars, en voru þó loks kiigaðir, enda við ofurefli að etja. Rómverjar kölluðu landið Gallia Belgica, en það var langtum stærra en Belgía nú á dögum, því talið er, að Gal- lia Belgica hafi verið á milli Rinar, Norð- ursjávarins, Signu og Marne. Á þjóðflutn- ingatímunum lögðu Frankar landið undir sig og var þá ásamt Hollandi lagt undir Frankaríki. Árið 843 var landinu skift og var þó að eins Flanders áfram hluti af Frankariki. Landinu var síðar skift í mörg hertoga- og greifadæmi og eru þau nöfn enn við lýði (Brabant, Limburg, Hennegau og Luxemburg). Ilið sameiginlega nafn Belgía var fyrst opinberlega viðurkent á 19. öld. Konungarúir í Frakklandi litu oft girndaraugum á Belgíu og er mjög rómuð framkoma borgaranna í Ghent og Brúgge o. fl. borgum oft og tíðum í þeim viðureign- um. Seint á 14. öld voru Artos og Fland ers lögð undir Beurgogne (Burgund) her- togadæmi í Frakklandi og smám saman náðu Burgund-hertogarnir allri Belgiu og Hollandi á sitt vald. Holland og Belgía voru þá kölluð Niðurlönd. Lönd þessi voru nú orðin fræg fyrir iðnað, verslun og auðlegð. Klæðagerð var mikil og tcppa, vopnasmíð- ar etc. Borgirnar urðu auðugar. En borgurum landsins var frelsið dýrmætt. Hvað eftir annaö gerðu þeir uppreist gegn Burgund- hertogunum, sem loks urðu að slaka til og veita Niðurlöndum sjálfstjórn, sem að vísu var takmörkuð. Síðar komst Belgía undir Spán. A dögum Philips konungs annars (1527—98) var gerð tilraun til þess að kúga íbúana á Niðurlöndum til fullrar undir- gefni við Spán. Var Alba hertogi hinn grimmi verkfæp Spánarkonungs við kúg- unartilraunirnar, en eins og kunnugt er, varð þetta til þess að hrinda af stað frcls- isstríði Niðurlendinga (1572—1648). En vegna sífeldra styrjalda varð viðskiftalíf þjóðarinnar lamað öldum saman. Skömmu aður en Philip dó gerði hann landið að hertogadæmi og arfleiddi ísahellu dóttur sina að því. Ilún var gift Albrecht af Aust- urriki, en eigi áttu þau börn saman, og lagðist Belgía aftur undir Spán. Frelsis- stríðinu lyktaði þó með því, að Spánn misti norðurhluta Niðurlanda (Holland), en suð- urhlutinn cða hin núverandi Belgía, var á- fram eign Philips. þegar Westphalski frið- urinn var saminn 1648, fékk Holland, sem átt hafði í sífeldum ófriði við Spán, hluta af Norður-Belgíu og þar að auki var viður-

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.