Sunnudagsblaðið - 24.04.1927, Side 3
SUNNUDAGSBLAtílÐ
3
n— i; i ,»>- ;rn;;iiirT7w;'i;n ■ . ■•■•■asaBawwsBi
Hryðjuverkin í Shanghai.
Sbr. Fréttir. Myndin tekin, er aftaka hafði nýfarið fram.
kendur réttur Hollands til þess að 1 oka
ánni Scheldo fyrir belgiskum skipum.
Belgia átti þvi oft mjög um sárt að binda
og eigi sist á dögum Lúðvíks 14. Frakk-
landskonungs, því hann átti í ófriði við
Austurríki og var þá oft barist í Belgíu.
þessi stórvcldi notuðu Belgíu fyrir víga-
völl. Nú var og giæsitimabil Spánar undir
lok liðið og' varð Spánn að láta af hendi
sneiðar af Belgíu við Frakkland. þegar
spánverska erfðastriðið endaði og friðurinn
i Utrecht var saminn 1713, fékk Austurríki
Belgíu og var hún nú kölluð „Niðurlönd
Austurríkis". í austurríska erfðastríðinu
1740—48 réðust Frakkar oft inn í landið og
gerðu mikinn usla. Svo komu góð ár og
var bæði um framför að ræða á andlogu
og verklegu sviði. Árið 1780 varð Jósef
annar keisari í Austurríki og kom hann
þvi til ieiðar, að áin Schelde var aftur opn-
uð belgiskum skipum. En þegar hann ætl-
aði að breyta stjórnarfyrirkomulaginu í
Belgiu í samræmi við stjórnarfyrirkomu-
lagið í Austurríki, þá lýstu Belgíumenn yf-
ir sjálfstæði sínu (1788) og gripu til vopna.
Ekki fyrr en að tveim árum liðnum hafði
Austurríki náð þar töglum og liögldum aft-
ur. En nú varð því að skammgóður vei'rnir.
Árið 1797 voru friðarsamningar gerðir i
Campo-Formio og 1801 í Lunéville og var
þá Belgía sameinuð Frakklandi. þegar
Napóleon féll var það hugmynd stórveld-
anna, að sameina Holland, Luxemburg og
Beigíu og mynda öflugt ríki að norðan-
verðu við Frakkland.
----O----
Undir stjórn hvítra
manna í Shanghai.
I amerísku í'rétta-dagblaði, sem gefið
er út í einhverjum kunnasta háskóla-
bæ Bandaríkjanna, var nýlega eftir-
tektarverð ritstjórnargren um ástand-
ið í Shanghai. Blaðið bendir á hve erf-
itt sé að vinsa sannleikann úr hinum
mýmörgu fregnum, sem berast frá
Kína. „En flestir höfum við haldið“,
stendur 1 blaðinu, „að Shanghai sé
„intemational“ borg, þar sem ástandið
sé í góðu lagi, af því hvítir menn ráði
þar mestu, en að í þeim borgum í
Kína, þar sem Kínverjar ráði mestu,
þar sé fátækt, kúgun, ópíumsspilling
og hvers kyns hörmungar. Sennilega
höfum við verið illa blektir. Borgar-
stjórnin í Shanghai skipaði . fyrir
nokkru nefnd manna til þess að rann-
saka ýmislegt í sambandi við verk-
smiðjuvinnu bama í þessari kínversku
borg, sem Evrópumennimir ráða
mestu í. Skýrsla nefndarinnar leiðir í
Ijós hræðilegt ástand. Það er algengt,
stendur í skýrslunni, að litlar telpur
séu seldar í þrældóm. Börn vinna í
verksmiðjunum í þúsundatali. Vinnu-
tíminn er 12 stundir á dag. „Bama-
smalar" koma ofan úr sveitum með
bamahópa, sem eiga að vinna í verk-
smiðjunum. Barnasmalarnir borga for-
eldrunum ca. níu krónur á mánuði fyr-
ir hvert bam, en smalarnir leigja þau
aftur í verksmiðjurnar og hafa um 18
króna ágóða af hverju barni á mán-
uði. En börnin. sem eru illa fædd,
klædd og hýst, fá ekkert. I silkivefn-
aðarverksmiðjunum er ástandið verst.
Nefndin segir, að í allri Shanghai
séu aðeins tvær silkivefnaðarverk-
smiðjur, sem ástandið sé þolanlegt í.
Og önnur er eigna Iíínverja, en hin
Japana! Verst er ástandið í verksmiðj-
um, sem Englendingar eig.a. Skýrsla
nefndarinnar er löng, hún hefir hafi
af nógu að taka. En bæjarstjórnin
„kvað erfitt að koma því til fram-
kvæmda, að vernda bömin, af því sam-
keppnin milli verksmiðjanna væri svo
geypileg og eigendurnir myndu eigi
geta þolað neinar í-áðstafanir sem
myndu valda gróðaskerðingu“.“ —
Borgarastríðið kínverska, sem nú er
háð, verður ef til vill frelsisstríð Kín-
verja, sem um langan aldur hafa ver-
ið kúgaðir beint og óbeint af menning-
arþjóðunum, kristnu þjóðunum. Trú-
boðsblekkingin mun ekki lengur hafa
nein áhrif á Kínverja, nema hina lítil-
sigldustu þeirra. Hvað þýðir að pré-
dika í anaa Krists, ef jafnvel böm-
unum er hrint í ánauð og þrælkun
fyrir „kristna“ peningamenn? Kín-
verjar liafa vaknað. í tugþúsundatali
hafa ungir Kínverjar stundað nám
seinustu áratugina á amerískum og
evrópeiskum háskólum. Þessir ungu
menn koma aftur til síns undirokaða
lands sem trúboðar sannleikans og
réttlætisins, fullir áhuga fyrir því að
berjast fyrir fullu sjálfstæði lands
síns og reisa aftur merki austrænnar
menningar, sem að mörgu er eins
merkileg og menning hvítu þjóðanna.
Sjálfstæðiskendina, sem vaárin er nú i
Kína, getur ekkert bælt niður að fullu.
Hún hlýtur að sigra fyrr eða síðar.
En það verður þá, er hin sundraða
þjóð sameinast.
Áskell.
Bækur.
Annáll 19. aldar heitir mikið verk að
vöxtum, er síra Pétur Guðmundsson i
Grímsey safnaði til. Útgefandinn er
Ilallgrímui' sonur hans á Akureyri. T.
bindi er um 470 bls., með mynd höf. og
íegistri. Af II. b. eru komin út 3 hefti
eða alls 192 bls. Rit þetta er í Skírnis-
broti og frágangurinn góður. Það er
ódýrt eftir stærð. I. b. kostar kr. 7.00.
— Sá, er þetta ritar, getur eigi dæmt
um sögulegt gildi þessa rits, enda verð-
ur þess ef til vill minst rækilegar í
blaðinu síðar. En það er full ástæða til
þess að benda almenningi á ritið. Það
er alþýðlegt og margir kaflar í því
skemtilegir.
Denmark 1926. Bók þessi er gefin út
af utanríkismálaráðuneytinu danska og
liagstofu ríkisins. Bók þessi hefir að
geyma geypi mikinn og hagkvæman
l'róðleik um Danmörku, land, þjóð, at-
vinnuvegi o. s. frv. Er bókin ágætt
sýnishom af því, hve mikla áherslu
mentuð þjóð leggur á að kynna sig um-
heiminum, land sitt og atvinnuvegi.
Bókin er bersýnilega samin með
það fyrir augum, að hún sé með-
fram ábyggileg handbók erlendra kaup-
sýslumanna, er skifta við Danmörku,
og er í alla staði til hennar vandað sem
best má vera. Vísir til hliðstæðrar ís-
lenskrar árbókar er „Iceland", sem hr.
lielgi Zoega hefir gefið út með nokk-
urum styrk frá stjórninni, og eru slík-
ar útgáfur nauðsynlegar fyrir hverja
þjóð, sem hefir skilning á kröfum tím-
ans. Væntanlega á „Iceland" fyrir sér
að koma út árlega í framtíðinni, og æ
ítarlegra og fyllra, enda áhugasamir
og færir menn, er á bak við þá útgáfu
standa. Þessa Danmerkurbók mætti
siálfsagt taka til fyrirmyndar að sumu
leyti, t. d. að því að taka upp í „Ice-
land“ ítarlega skrá um öll viðskiftafé-
lög og viðskiftamenn, er selja íslensk-
ar vörur til annara landa. Áskell.