Hænir - 08.03.1924, Qupperneq 4
H A: in ik
Nýkomið í verzlun
Jörgens Þorsteinssonar:
Hlýir og góðir inniskór úr flosi og taui, botnarnir óslít-
andi. Allar stærðir, frá nr. 26—47, verð frá 1,80—4,50.
Margar tegundir af handsápum og raksápum. Gilette-
blöð. Einnig fæst saltfiskur. — Laukur. — Maccaroni.
Ágæt Epli — Appelsínur & Vínber.
Blómsturfræ kom með Goöafoss.
Lyfjabuðin .
irnir voru á land komnir. Sumir
þeirra höfðu hrakist í lendingunni,
og frost harka var mikil. En það
hjálpaði þeim mikið, að þeir kom-
ust inn í geymsluskúr á fjörunni,
sem var mátulega lítill til þess, að
halda á þeim hita, unz hægt var
að ná þeim yfir fjörðinn á bát
frá Höfn. Og komust þeir þangað
óskaddaðir, og úr því þarf ekki
að spyrja um hvernig farið hefir
um þá.
„Rán“ var eign Vilhjálms Árna-
sonar, útgerðarmanns á Hánefs-
stöðum og sona hans og Herm.
Þorsteinssonar, kaupmanns.
Líf mannanna er fyrir mestu,
og eins og björgun þeirra bræði
yfir fjárhagslega tjónið. En tap
mikið líður útvegurínn hér á
Austfjörðum við þennan farkosts-
missi, sérstaklega þegar litið er
tii atvinnu þeirrar, sem í vændum
var og veiðarinnar.
Mun nú í þessum ofsaveðrum í
haust og vetur vera farnir 4 vél-
bátar og 1 vélskip í sjóinn, hér á
Austurlandi, og er það enginn
smáræðishnekkir fyrir fiskiflotann
og þá er atvinnu stunda við hann.
Auk þess, sem bæði bátar og
skip hafa skemst og ekki orðin
sjó fær enn.
Fiskiskip hér austanlands eru
cnnþá oflítil. þau þurfa að stækka
það er lífsnauðsýn.
Vélskipið „Óðinn“
lagði út til fiskiveiða fyrri mið-
vikudag, og varð því úti í bylnum.
Voru menn orðnir yfirleitt mjög
hræddir um að því hefði hlekst á
því þrátt fyrir spurnir og leitir,
kunni enginn eitt til þess aö segja.
Voru þar 15 manns um borð, og
því engin furða þótt menn væru
þungt hugsandi.
Því varð gleðin yfirleitt meiri í
gærmörgun er fáni var dreginn að
hún hjá útgerðarstjóranum og
einum aðaleigandanum St. Th.
Jónssyni, og sagan flaug um bæ-
inn um að það væri í tilefni af
því að „Óðinn“ væri kominn í
leitirnar. Kom hann í gærmorgun
heilu og höldnu inn á Djúpavog.
Hafði hann látið undan síga stór-
viðrinu og komst 200 sjómílur
áleiöis til Færeyja, eða liðlega 2/s
af leiðinni þangað.
Friðrik Steinsson, skipstj.
á Eskifirði hefir nýlega keypt 70
smálesta gufuskip, línuveiðara í
Noregi. Var hann lagður af staö
tveim dögum fyrir hríðina, á því
hingað til lands. Norðaustan við
Fæieyjar komst hann í hann
krappan fyrir alvöru, Þar brotn-
aði og tók út alt af skipinu,
sem losnað gat ofan þilja,
meðal annars fóru báðir kompásar,
svo nú varð að sigla áttavitalaust.
Sneri hann skipinu undan og ætl-
aði að reyna að hitta Færeyjar,
en hríðin var svo dimm, að það
tókst ekki, enda ekki girnilegt að
fara þar of nærrí í öskubyl komp-
áslaus. 1 ók hann þá það ráð, að
breyta stefnunni í áttina til Nor-
egs, og náði þangaö eigi ver leik-
inn en orðið var á þriðjudag.
Sigfús Jón Oddsson,
bóndi að Siaffelli í Fellum, and-
aðist að heimili sínu þann 23.
janúar 1924, úr lungnaból^u.
Hann var fæddur að Hreiðars-
stöðum í Fellum 4. október 1865,
sonur heiðurshjónanna Odds bónda
Jónssonar ogSólveigarQuðmunds-
dóttur, er bjuggu þar alian sinn
búskap. Börn þeirra Odds og
Sólveigar voru 10 alls, 8 stúlkur
og 2 piltar; annar dó í æsku, Jón.
Sigfús var því eini sonur þeirra.
Eftir lát þeirra hjóna tók hann
við búinu að sínum parti, og
keypti jörðina. Hann giftist 1889
eftirlifandi konu sinni Guðrúnu
Bjarnadóttur frá Hafrafelli í Fell-
um (Sveinssonar bónda þar) og
vóru þau því rétt 35 ár í hjóna-
bandi. 1895 keypti hann Hauks-
staði í Vopnafirð', fluttist þaðan
aftur að Meðalnesi í Fellum og
keypti þá jörð 1897. 1898 keypti
hann aftur feðrajörð sína Hreið-
arsstaði. En árið 1900 keypti hann
Staffeliið, og þar sleit hann sín-
um síðustu kröftum. Systur hans
eru nú aliar dánar, nema Sesseija,
gift Kristjáni Jónssyni, skáldi, að
Hrjót í Hjaltastaðaþinghá. — Þær
systur voru orðlagðar fyrir mynd-
arskap, og voru alla jafnan kall-
aðar Hreiðarsstaðasystur, og þektu
þá allir kunnugir við hverjar var
átt. Þau hjón, Sigfús og Guðrún,
eignuðust 10 börn, 2 dóu í æsku
en 8 lifa, 4 piltar og 4 stúlkur,
öll hin mannvænlegustu, 2 af þeim
eru gift og byrjuð að búa, Oddur
að Staffelli og Anna að Setbergi
í sömu sveit. Auk þessara barna
lét hann eftir sig 1 fósturbarn,
sem dvelur nú hjá ekkjunni, ásamt
6 börnum þeirra, öllum uppkomn-
um.
Sigfús heitinn var hár maður
vexti og þrekinn að sama skapi.
Enda var hann afburðamaður að
kröftum. Kom það sér vel fyrir
hann, því hann var starfsmaður
svo mikill, að eg þekki ekki ann-
an meiri, enda þurfa mörg og
mikil handtök til að vinna fyrir
svo stórum barnahóp með góöri
afkomu, og þar að auki hafa 4
sinnum jarðaskifti og bæta allar
að einhverju leyti, þó liggja mestu
verkin eftir hann á síðustu ábýlis-
jörðinni hans, Staffelli, þar sem
hann hefir bygt afar vandað hús
(baðstofu). Veggir hennar bera
með sér snild hans í veggjagjörð.
Svo voru og öll hans verk vel af
hendi leyst, að áberandi þótti.
Sigfús heitinn lét einnig aðra njóta
atorku sinnar. Hann dró sig ekki
í hlé með að rétta nágrönnum
sínum hjálparhönd. Ég skil ekki
að einhverjir, sem nú lifa, minnist
ekki að hafa orðið aðnjótandi
hinna miklu handtaka hans. Og
ég veit, að hann kallaöi ekki
altaf eftir fullkominni borgun fyrir
þau. Það var honum nægi-
leg borgun, ef hann sá að hjálp
sín hafði komið að notum.
Hinn látni var friðsamur mað-
ur. Ég, sem þekti liann frá æsku,
og þessar línur rita, veit ekki til
að hann hafi nokkurn tíma átt í
brösum við nokkurn mann, hvorki
í einu eða öðru. Enda var hann
trúmaöur í orðsins fylsta skiln-
ingi. Sást það glögt á allri hans
breytni, bæði til orða og verka.
Hann sagði við rnig síðast er
við hittumst: „Ég er nú þegar
hættur að lifa í þessum heimi.
Það er nú ekki hægt að segja
aö annað sé eftir af mér í hon-
um en það, sem tilheyrir jörðinni.
En ég vonast til að hafa uppalið
börnin tnín svo, að mér sé óhætt
aö vera rólegum þeirra vegna. Nú
er ég tilbúinn aö hafa síðustu
viðskiftin, og vonast fyllilega eftir
að þar líði.mér bezt“.
Sigfús heitinn var jarðaður að
Ási í Fellum (við hlið foreldra
sinna) að viðstöddu fjölmenni,
hinn 8. febrúar. Séra Haraldur í
Hofteigi hélt húskveðjuna, og að
henni endaðri flutti hann kvæði
eftir frænda hins látna, Sigfús Sig-
fússon, skáld, á Seyðisfirði. l’ór-
arinn, prestur að Valþjófsstað,
jarðsöng.
Eskifirði, 20. febrúar 1924.
B. Eiríksson.
Söngsamkorna.
Herra Guðmundur Kristjánsson
boðaði til söngskemtunar hér, eins
og til stóð, síðasta sunnudag, þeg-
ar „Goðafoss" kom. Fjöldi fólks
sótti samkomuna til þess, af
hljómbrunni hins nýja söngvara,
að svala söngþorsta sálar sinnar.
En því miður verður varla hjá því
komist að gruna, að það hafi
orðiö fyrir vonbrigðum.
En þaö er ilt, þegar uíanfarir
ungra manna verða til þess, að
þeir fái svo lítið álit á þjóðsinni,
að þeir haldi aö hún sé svo fá-
kæn og dómgreindarlaus, að hægt
sé að bjóða henni uppá hvað sern
er á sviði listarinnar. Fyrir þá
menn er sannarlega ver farið en
heima setið.
Og seinna munu þeir sjá, að
þeim hefir skjátlast hrapallega, þó
ve) geti þeir verið, bæði fyrir sig
og aðra, hrókar alls fagnaðar í
heimahúsum.
Frú Karen Christjani, lék á
hljóðfærið, söngvaranum til að-
stoðar, og geröi það svo vel, að
ef alt hefði verið eftir því hefði
vel mátt við una.
Lát
konunnarGuðrúnar Stefánsdóttur
hér í bænum, barst rétt í því að
blaðið var að fara í pressuna;
hafði hún andast í nótt. Hún var
rúmlega 90 ára gömul. Hún var
móðir húsfrú Jónínu Stefánsdóttur
ekkju Böðvars sál. Stefánssonar á
Búðareyri hér í bænum.
Happdrætti.
Um happdrætti Styrktarsjóðs
sjúklinga á Vífilsstöðum var dreg-
ið 12. febrúar þ. árs, og komu
upp þessi númer:
1. Vinningur nr. 4025
2. —„ 3106
3* n n 12595
4- „ „ 9515
n n 9121
6* n n 9322
Vinninganna má vitja til giafd-
kera Slyrktarsjóðsins á Vífilsstöð-
um.
Skip.
E. s. „Goðafoss11 og e. s. „Fsja" komu
hingað bæði á sunnudaginn var. Hingað
komu: Fr. Jörgensen símritari og frú,
ungfrú Petersen, Einar Methúsalems-
son, heildsölustjóri. Herm. Þorsteins-
son, kaupmaöur, Stefán P. Runólfsson,
trésmiður, Jón E. Waage. verzlunarstj.
Þórarinn Söring, veitingamaður, Stefán
Bjarnarson, fyrv. bóndi, Jóhan Petter-
sen, trésmiður, Þortseinn Jakobsson,
póstur, Eskifirði.
Með „Goðafoss11 komu, og fóru með
„Esjuséra Magnús Bl. Jónsson, Valla-
nesi, og Helgi Sveinsson.fyrv. bankastj.
Sprengidufl
eru ennþá á reki. Að vesturströnd Jót-
lands hafa 3 rekið fyrir skömmu, og á-
litið að hafa verið ensk upprunalega.
Sfmslit
hafa verið mikil þessa viku. Því
hafa fréttaskeyti ekki komiö nema
mjög slitrótt, og síðan á fimtu-
dagskvöld kl. hálfellefu alls ekki
neitt. Búist við því á hverri stundu.
í gær var sambandslaust héðan til
Rvíkur. Samband kom á snöggvast
út úr miðnætti.
Vegna þrengsla
verður margt að bíða næsta
blaðs.