Hænir


Hænir - 21.06.1924, Blaðsíða 2

Hænir - 21.06.1924, Blaðsíða 2
h æ nr ik HfllfflNSClSEM Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi Sigtimjöl Hafragrjón Hrísgrjón Baunir Sagógrjón Kaffi Sykur Kakao Maísmjöl Kex Hænsnabygg Skonrok Rúðugler Kaffibrauð Bárujárn Kornvörur Þakpappa Átsúkkulaði Málning Leo Umbúðastrigi „Af Austfjörðum. Af Austfjörðum er skrifað: „Ástæður alþýðu hér eru hvorki betri né verri að mun en undanfarið. Báta- útgerðin er á hausnum, en hún hefir lengi verið það, svo að henni er sjálf- sagt orðið það göngulag tamast. Við og við eru ýmsir kaupmenn að „gefa sig upp“. Einn þeirra er fá Reyðarfirði með 300 til 500 þúsund króna „súpu“. Annar er á Eskifirði með álíka mikið. En sá þriðji er á Norfirði. Skuldar sá bankanum á Eskifirði 150 þúsund krón- ur, en heildsölufirma í Reykjavík ríflega þá upphæð. (Stórhús & Co.). Svoskuld- ar hann öðrum milli 100 og 200 þúsund krónur. Upp í þessar skuldir eru til 4 eða 5 grottakofar og útistandandi skuld- ir, flestar hjá eignalausum mönnum. Búist er við, að 40 til 50 manns hér verði gjaldþrota, sem eru á víxlum þessa manns. Það borgar sig vel fyrir bur- geisana að verða gjaldþrota og missa pólitísk réttindi og draga svo með sér svona '50 til 100 alþýðuatkvæði hver. Gaman væri að geta talið saman, hve mikill hluti landsmanna hefði verið sviftur pólitískum réttindum af fjármáia- ástæðum síðan 1920. Margir hér eystra tóku svo kölluð dýrtíðarlán á stríðsár- unum, sem ekki áttu að teljast sveita- styrkur fyrr en eftir 3—5 ár. Lán þessi eru undantekningarlaust óborguð og svifta mörg hundruð manna kosningar- rétti á þessu ári, því að enginn getur borgað nú, því að ástæður allra hafa versnað, en ekki batnað síðan. Flestir reyna nú að komast á sjóinn, ef fiskur kemur. Fleiri og fleiri stunda árabátafiski.því að kaupmenn taka mót- orbátana af skuldarþrjótunum og setja þá á Iand, — halda þeim svo í þre- földu verði þangað til, að þeir óttast, að þeir detti sundur af fúa; — þá fást þeir á sæmilegu verði nýrra báta.“ Aths. Ofanrituð grein er birt hér orð- rétt eins og hún stóð í„Alþ. blað- inu“ 31. f. m. 126. tbl., nafnlaus. „Hænir“ telur rétt að sem flestum gefist kostur á hér eystra að sjá þetta sómaskrif úr sínum lands- hluta. Ekki sakar hann heldur „Alþ. bl.“ fyrir að birta skrifið, því stór tíðindi væru þar og all- íhugunarverð af þau sönn væru, og vill hann lofa hverjum fyrir sig að horfa frá sínum bæjardyrum í því efni, og mun þó ekki öllum sýnast jafn rokkiö heldur sé ösk- unni spúð af óviti nokkru og ill- girni og þó nokkuð dreift. En af því helzt ber að álíta, að sumt af greininni eigi við alla Austfirði, með orðunum „hér eystra“, þá vill Hænir taka það fram út af dýrtíðarlánunum og klausunni: „Lán þessi eru undan- tekningarlaust óborguð og svifta mörg hundruð manna kosningar- rétti á þessu ári“, að hér á Seyð- isfirði hafa allir undantekningar- laust borgaö dýrtíðarlánin, þeir síðustu í fyrra, svo enginn missir hér kosningarrétt þeirra vegna. Og ætli svo geti ekki víðar verið? Klausan um árabátana og mótor- bátana kemtlr jafnnærri sannleikan- Trétunnur, frá Landsverzlun kosta, frá og með deginum í dag, 14 kr. hver tunna. Seyðisfirði 19. júní 1924. f. h. Landsverzlunar Seyðisfirði Herm. Þorsteinsson. Frá Landssímanum. Stúlka um tvítugt getur nú þegar fengiö stöðu við landssímastöð- ina hér. Laun samkvæmt launalögunum. Námstími 6 mánuðir. — Náms- styrkur 75 kr. á mánuði. Eiginhandarumsókn, stíluð til landssímastjórans Reykjavík, afhend- ist undirrituðum fyrir 27. m. Með umsókn fylgi heilbrigöis og próf- vottorö. Eyðublöð undir heilbrigðisvottorð fást hér á stöðinni. Seyðisfirði 20. júní 1924. Stöðvarstjórinn. Símskeyti frá Fréttaitofu fslanda. Rvík 191 e. ítalski jafnaðarmannaforinginn Matteotte var myrtur skamt frá Róm; morðið kent Fascistaforingjum og hefir orsakað megna gremju í garð Mussoline. Síðari fregnir, ónákvæmar, segja að Mussoline hafi sagt af sér. Herriot er forsætisráðherra í Frakklandi, Renoult dóms- mála, Clementel fjármála og Mollet, hershöfðingi, hermálaráðherra. Nýja stjórnin þýzka vill ganga að skaðabótakröfunum og ná varan- legum friði við Frakkland. Norska hafnarverkfallið er að enda. íþróttamótið hófst í fyrradag; meiri þátttaka en nokkurntíma áður. lðnsýning og heimilisiönaðarsýning opnaðar í barnaskólanum sam- dægurs. íþróttafélag Reykjavíkur vann farandbikar Kristiania Turn- forening með 230 stigura, Ármann fékk 142. Ný met sett, í spjót- kasti, í gær, Helgi Eiríksson, 65,40, í kringlukasti, Þorgeir Jónsson, 60,23. um að því er Seyðisfjörð snertir. Annars svarar hver fyrir sig. En hæpið er það, að slíkir fréttaritar- ar, sem þessi, séu sveit sinni til mikillar nytsemdar eða sóma. „Þjóðsögur og sagnir Sigfúsar Sigfússonar, sem „Hænir“ gat um í vetur að byrjað væri aö prenta í Prentsmiðju Austurlands, eru nú fullprentaðar og munu koma út meðal almennings næstu daga. Mun þeirra nánar getiö í næsta blaði. Lestrarkver Hænis 1.21.-6.-’24. Dr. Miranda í Miklagarði. Eftir Bernard Canter. Soldáninn er vafalaust argastur allra harðstjóra. Það er þýðingarlaust að reyna að afsaka hann. Þegar mönnum verður vitanlegt hvernig hann hefir misboðið og sýnt óvirðingu undirrituðum, — hvernig hann .... ja, menn verða máske hissa, en eg legg dreng- skaparorð mitt við, að það eru bein sannindi: hvernig hann jafn- vel hefir smeygt sér undan, að greiða mér þau þrjú þúsundtyrk- nesk pund, sem mér bar í þókn- un fyrir læknisstörf mín í kvenna- búri (Harem) hans — þá munu menn áreiðanlega verða mér sam- huga í viðbjóði og fyrirlitningu. Það eru nú liðin tvö ár síðan hin háa stjórn (Bab-i-ali — hið háa hlið) óskaði að eg mætti í Yildiz- Kiosk, skömmu fyrir föstuna miklu, til viðtals við hinn keisara- lega Iíflækni. Eg hafði þá um hríð haft fastan bústað í Miklagarði í Noröurálfu- hverfi höfuðstaðarins — en fékst lítið viö lækningar, þar sem eg gerði að vísindalegri sériðkun, að rannsaka hundana. Þessi dýr eru einmitt heilbrigðis- og hreinlætis- verndarar þessarar þéttbýlu borg- ar með þvf, að hirða og hafa sér til viðurværis alt það rusl og all- an úrgang og óþverra, sem kast- að er út á götur og stræti. Og ég hafði tekið mér fyrir hendur að rannsaka, hvernig í dauðanum að á því gæti staðið, að þessir fer- fættu meðborgarar aldrei yrðu veikir af þessum ýldurotnandi efn- um, sem, undir eins og þau kom- ast inn í mannsskrokkinn, hafa afdráttarlaust drepandi verkanir. Eftir fjölmargar rannsóknir og til- raunir komst ég að þeirri öruggu niðurstöðu, að þaö væri ekki sjálfur maginn, en aftur á móti lifrin og sérstaklega hennar mikli gallforði, sem var orsök þess, að hundarnir gátu lifað svona. Qallið er, með öðrum orðum, áhrifamik- ið varnarlyf gegn rotnun og sára- eitrun. Qallblaðran er hið mikla innvortis sóttvarnartæki í líffærum dýranna. Og eftir minni reynslu eiga all-flestir magasjúkdómar rót sína að rekja til óstarfhæfrar lifrar. Hin opinberu vísindi hafa til þessa ekki viljað viðurkenna þessa staðreynd (Faktum). Og það er að vissu leyti eðli- legt. Því menn munu auðveldlega skilja: að svo framarlega sem þeir herrar læknarnir gætu lækn- að jafnvel magasár á nokkrum vikum, einungis með sérstakri meðferð á lifrinni, þá yrðu lyf- seðlareikningar sjúklinganna smá- vægilegir. Heildarrit mitt um gallið munu menn finna í skjölum þeim, sem ég læt eftir mig, þegar eg, ein- hver'ntíma, fel mig vorum mikla, sameiginlega vini, dauðanum. Ég hugsa nú þegar með ánægju til hins mikla ergis og kvala, sem út- gefandi minn bakar sér sjálfum og mínum erfingjum í þessu tilliti. Og þess ann ég báðum aðilum af heilum hug! .... Jæja. Ég fór sem sagttil Yildiz- Kiosk, og þar tók soldáninn allra- mildilegast á móti mér til persónu- legs viðtals. Hinn hái höfðingi hafði veitt því athygli, hversu ég hafði með lifandi áhuga rannsakað lifnaðar- háttu hundanna, og vildi í tilefni af því tala við mig um heilbrigð- isástand kvennanna í bú.: hans. Þrjár af hans ljúflingskonum höfðu fengið bóluveiki. Þrátt fyrir það þótt hirðlækninum, Moham-

x

Hænir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.