Hænir - 06.07.1926, Side 2
H Æ N I R
Seyðisfirði
hafa fyrirliggjandi:
Hveiti „Glenora" Melís höggvinn Sveskjur
Haframjöl do. steyttan Rúsínur
Hrísgrjón Kandís — ratiðan Mjólk — Libby’s
Sago Ávextir, niöurs. afar ód. Krystalsápu
Rúgmjöl Epli — þurkuð Stangasápu
Hænsnafóður blandað Gráfíkjur
■>®acs<3ac5>o%3x23e5>e
VERZLUNIN ST. TH. JONSSON
hefir umboö fyrir:
Brunaábyrgöarfélagið „Nye Danske“
Lífsábyrgöarfélagiö „Danmark“
Sjdvátryggingafélagiö „Danske L!oyd“
— Munið eftir að tryggja bæði iíf og eignir.
H]á
undir sem verölaun myndastyttu
úr Bronche, og Englendingar tóku
hana heim með sér. Við kaffi-
borðið eftir knattspyrnuna sagði
yfir foringi skipsins (Qodetia) að
hann ætlaði að geyma styttuna í
glerkassa í skipinu, og á silfur-
piötu mundi Seyðisfjörður, dag-
setning og úrslit verða letrað.
Þegar „Godetia" kæmi hingað
næsta ár, mundi verða kept um
styttuna aftur. Og Huginn mun á-
reiðanlega gera sitt til að ná sig-
urtákninu í sínar hendur. Yfirfor-
inginn þakkaði í ræðu sinni fyrir
kappieikinn og fyrir rausnarlegar
móttökur hér. Hann sagði að sér
findist að allir Englendingar væri
hingað velkomnir, og bæði fiski-
menn og sjóliðsmenn hefðu ávalt
haldið af Seyðisfirði. Á sjúkra-
húsinu hér, sagði hann, að væru
næstum altaf stöðugt Englending-
ar, og þeir gætu aldrei nógsam-
lega lofað íslendingana fyrir um-
hyggju og góða meöferð þar.
Einnig væri Sjómannaheimili
Hjálpræöishersins altaf mjög við-
feidinn staður fyrir ensku sjó-
mennina.
Og svo var dansaö í barna-
skólanum þar til sól var komin
hátt á loft.------
Gunnar Akselson.
Símfregnir.
, Rv. FB.
Forsæíisráöhrrra verður jarð-
sunginn á morgun. Fjöldi samúð-
arskeyta hefir enn borist, til dæmis
frá konungi.
Frá Berlín: Stjórnin hefir fall-
ist á þýðingarmiklar tiliögur í
fustamálinu. Samkomulag líklegt.
Frá Parfs: Caillaux enn á ný
orðinn fjármálaráðherra, nú í hinu
nýja ráðuneyti Briands, og leggur
hann fyrir þingið fjármálatillögur
bráðlega.
Jaröskjálftar miklir umhverfis
Miöjarðarhafið.
Frá Lundúnum: Marga námu-
menn fýsir að byrja vinnu, þó að
vinnutími verði iengri en ekki
launalækkun. Og búist er við að
framkvæmdarnefnd fagfélaga geti
ekki hindrað vinnubyrjun í ýms-
um námum, ef þingiö samþykkir
lengingu vinnutímans.
Rv. 3/7. FB.
Kristján Jónssou hæstaréttar-
dómari varð bráðkvaddur í gær-
kvöldi.
Óðinn tók tvo þýzka togara við
Vestmannaeyjar í gær.
Bæjarfógetinn, Ari Arnalds, tók
sér fari á Nova síðast til útlanda
snögga ferð, kemur á henni aftur
24. þ. m. í fjarveru hans er sett-
ur bæjarfógeti og sýslumaður
Kristján Þ. Jakobsson cand. jur.
Vilhelm Knudsen verzlunar-
fulltrúi dvelur nú hér í bænum.
Fer á Esju suður.
Leiðrétting: Vegna skeikulla
heimilda, hafði slæðst inn í frá-
sögnina um andlát Jóns sál.
Scheving í síðasta bl.,sú missögn,
að hann væri fæddur að Prest-
hólum. En svo var ekki. Hann
fæddist á Hjaltastað í N.-Múlasýslu,
og var sonur séra Stefáns Jóns-
sonar (en ekki Stefánssonar eins
og þar stóð) prests Quðmunds-
sonar á Hjaltastaö. En séra Stefán
fluttist að Presthólum, er Jón var
á unga aldri, og var síðast prest-
ur á Kolíreyjustað. Ennfremur má
geta þess, að Jón sál. andaöist að
heimili sínu, en ekki á sjúkrahús-
inu, varkominn þaðan fyrirnokkru.
.Smyrill^ strandbátur Færeyinga,
kom hér í fyrri viku, og flutti um
70 færeyska sjómenn, hér á firð-
ina. Auk þeirra voru nokkrir far-
þegar, þar á meðal Bened. Stef-
ánsson heildsaii í þórshöfn.
Meða! gesta í bænum eru séra tiar-
aldur Þórarinsson, Mjóafirði, og Guðm.
Eggerz, fyrv. sýslumaður. — Ennfrem-
ur Bruun, bankastj. í Kaupmannahöfn
og frú hans Dagmar (Wathne), Bjarni
Nielsen stórkaupm. í Khöfn og Mr.
Samson, enskur námafræðingur. Leggja
þeir þrír af stað í dag landveg til Ak-
ureyrar og þar svo á skip. Fylgdar-
maður þeirra verður Guðgeir Jóhanns-
son, kennari á Eiðum.
Færeyskt fjögia manria far til
sölu hjá Poul Poulsen, Brimnesi.
Herm. Þorsteinsspi.
Tilkynning.
Hér með tilkynnist hinum heiðruðu viðskiftamönnum Hinna sam-
einuöu íslenzku verzlana á Djúpavogi, að ég hefi keypt nefnda
verzlun með tilheyrandi útistandandi skuldum.
Skuldunautar þeir, er kynnu að borga eitthvað af skuldum í yfir-
standandi sumarkauptíð, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til herra
póstafgreiðslumanns Ingimundar Steingrímssonar Djúpavogi.
Allar vel verkaðar íslenzkar vörur teknar sem borgun.
Seyðisfirði, 1. júlí 1926.
Carl C. Bender.
Burk & Braun, cottbus,
framleiða óefað bezta átsúkkulaðið, sem flyzt til landsins.
— Það er því gróði, að kaupa ekki annað átsúkkulaði.
Aöalutnboðsmenn á íslandi
Herm. Thorsteinsson & Co.
Hlutaveltu,
íil inntekta fyrir ellihælissjóðinn, hefir kvenfélagið „Kvik“ ákveðið að
halda 25. þ. m., og leyfum við okkur að mælast til, aö allir góðir
menn og konur styrki þetta góða fyrirtæki með gjöfum, sem sendist
einhverri af undirrituðum fyrir 20. þ. m. *
Hólmfríður Imsland. Anna Sigmundsdóttir.
Vilborg Þorgilsdóttir. Anna Wathne.
Stefanía Arnórsdóttir.
Byglandsfford Dampsag & Huvleri
Byglandsfjord
er ein af stærstu trjáviðarverksmiðjum í Noregi, framleiðir allskonar
teg. af timbri, hefluðu sem óhefluðu. Vér erum umboðsmenn hennar
hér á Austurlandi. Talið við oss um verð áður en þér festið kuup
annarsstaðar.
________________Herm. Thorsteinsson & Co.
Timbur.
Panel, þakborð, gólfborð, plankar, óhefluð borð
lang ódýrast og bezt hjá
Hermanni Þorsteinssyni.