Hænir


Hænir - 24.08.1926, Blaðsíða 2

Hænir - 24.08.1926, Blaðsíða 2
H Æ N I R Seyöisfirði hafa fyrirliggjandi: Kaffi, óbrent Rúsínur Kaffibætir Sveskjur Melís, smáhögginn Qráfíkjur Strausykur Döðlur Kandís Ferskjur niðurs. Hænsnafóður bl. Epli, þurkuð Mjólk „Libbys“ Rúgmjöl Apricosur þurkaðar. Hessian — Bindigarn — Saumgarn — hvergi betra né ódýrara. Hveiti, tvær teg. Hafragrjón Hrísgrjón Sagógrjón Kartöflumjöl VERZLUNIN ST.TH. JÓNSSON hefir umboð fyrir: Brunaábyrgðarfélagið „Nye Danske" Lífsábyrgöarfélagiö „Danmark“ Sjdvátryggingafélagið „Danske Lloyd“ — Munið eftir að tryggja bæði líf og eignir. 5®<axsc2xs<aacseaz><=ac5x2xs<2aí allynd samtök eða bræðraþel, þá, sem kljúfa eitt hár í fjóra hluti og þar ofan í kaupið gera ítrek- aða' tilraun til aö kljúfa hvem ein- stakan fjórðung. Flokkurinn verð- ur að skilja sorann frá og hina hræsnisfullu miskunarlaust og án þess að veigra sér við hvað af kann að hljótast. Utan við flokk- inn er enginn griðastaður: smá- kvíslarnar, sem taka sér útrás úr aðalfljótinu, eru fyrirfram dæmda til að þorna upp í forarvilpu". Framtíð Fascismans er trygð. En hann er nú líka harðstjóri, munu margir segja, og hver sem sér hans hörkulega andlit og hiö hvassa og stingandi augnaráð, gæti vel ályktað þannig. En það er hann ekki. Hann sagði sannleika, þegar hann eftir banatilræðið sagði: „Ef mér hefði verið hrundið fyrir ætternisstapa, þá hefði ekki, þar sem ég var, verið drepinn harð- stjóri, heldur þjónn þjóðarinnar". En þaö er hans óbifaniega ?ann- færing, að það, sem hann vill, sé hið rétta, og að það verði allri þjóðinni Ijóst þegar Fascisminn getur komið gegn sínu grund- vallarlögmáli á öllum sviðum. þegar að skuldasamninganefndin ítalska dvaldi í Englandi sfðast, sagði Grandi stjórnarritari í viðtali við blaðamann: „Framtíð Fascism- ans er trygð. Hann byrjaði með því að vera í minnihluta, en er orðinn í yfirgnæfandi meiri hluta, og innan skams mun öll þjóðin hallast að honum. Landið hefir fundið höfðingja sinn. Ítalía hefir aðdáun á Mussolini, sem getur þótt dularfult. Vilji hans verður, um leið oghannkemurfram.kappsmálheillar þjóðar. Það, sem þjóð tekur á móti með fögnuði og styður af hrifn- ingu, getur ekki kallast harðsjórn, og í þessu felst einn þáttur hins margvíslega mismunar milli Fasc- ismans og Kommunismans. Hinn síðarnefndi er trú lítils minni hluta, sem leitast við með hryðjuverkum og valdi og kúga meiri hlutann undir sinn vilja. Mussolini lætur ættjarðarástina og opinberan anda mikillar þjóðar skera úr“. Frjáls samskot, 24 miljónir lírur. í hve ríkum mæli að óskir hans eingöngu eru fólkinu sem lög, sýndi hin mikla dollarasöfnun í síðasta nóvemberm. Fyrstu afborg- unina amerísku skuldarinnar, 5 mil- jónir dollara, yar hann búinn að senda til Ameríku, og svo bað hann þjóðina að láta sig fá 1 mil- jón dollara (25 milj. lírur) með frjálsum samskotum. Mussolini hefir aðferðir þegar hann snýrsér til þjóðarinnar, sem minna dálítið á Napoleons: Mundi frönsku her- mennina skorta móð?“ Hann sagði einnig:„Sumir segja að ég vilji fá 5 milj. dollara, það vil ég ekki, ég vil aðeins 1, og ég er viss um að ég fæ hana; en ég vil vera búinn að fá hana fyrir 1. desember11. Og þjóðin svaraði með ca. 90 miljón- um líra, sem skotið var saman á tæpum 3 vikum, Svo þegar búið var að semja um skuldir Ítalíu við England, voru nokkrir ákafir Fasc- istar sem stungu upp á söfnun sterlingpunda, en það vildi Musso- lini ekki heyra nefnt. Hans ótrú- legu eiginleikar í því efni að hrífa fólkið hefir alloft þær afleiðingar að áhangendur hans fara lengra en góðu hófi gegnir af ákefð, og gera honum margan bjarnar- greiðann. Eins og ungur Fasc- isti sagði, sem var kvíðafullur yfir því að heilsa hans þyldi ekki til lengdar við jafn-ógurlega umfangs- mikið starf: „Það er ekki eingöngu að það hvíli á honum að stjórna landinu, heldur þarf hann einnig að halda í við sinn eigin flokk“. Hann mundi eflaust fylgja kenn- ingunni: Ef hægri hönd þín kvel- ur þig, þá högðu hana af. því að í staö þess að frjálslynda stefnan vill láta persónufrelsið ganga fyrir þjóðlegum þörfum, þá skoðar Fasc- isminn einstaklinginn eins og núll, þegar tilvera ríkisins er í veði. Annað dæmi þess, hvernig af skiftum hans er tekiö, var uppá- stunga hans um minnismerki písl- arvotts Suður-Tyrols, Cesare Batt- iste, sem Austurríkismenn hengdu 1916. Þjóðverjar höfðu komið á gang flugufregn um það, að flytja ætti minnismerki Walters von der Vagelweider burt af sínum stað á torginu í Bozen. Þessu svaraði Mussolini: „Nei, við látum hinn gamla þýzka hirðsöngvara standa í friði. En vel getur það skeð, að á öðrum stað í Bozen, til dæmis á staðnum þar sem á stríðsárun- um að búið var að móta fótstall- inn undir þýzka sigurvarðann, detti okkur í hug að reisa Cesare Batt- iste minnismerki“. Orðunum var ekki fyr slept, en að hugmyndin var gri.iin, og áður en fundinum lauk voru samskotin byrjuð. Ástin til hinna miklu og merku menja fortfðarinnar. Það, sem einnig veldur hrifningu í hverju ítölsku hjarta fyrir hon- um, er ást hans á arfinum frá for- feðrunum, öllu hinu gamla og góða, fornum þjóðháttum og þjóðsiðum og hinum miklu og merku menjum fortfðarinnar. Að vísu er hann umbótamaður, en aldrei kæmi honum í hug að raska við því, sem hann veit að ítölum er heilagt, og það veit eng- inn betur en hann, sem er ítali í mer go gblóð. Hann fvlgir með lif- andi áhuga hinum nýju fyrirætl- unum um samgöngubætur í Róma- borg, sem ekki er hægt að koma í framkvæmd öðruvísi en með gegnumskurðum og niðurrifi, fyr- irætlunum, sem eru svo umfangs- miklar, að næstum lítur út fyrir eins og að Róm verði ekki til á eftir. En alt það, sem þjóðinni er kært og alt hið forna og merka fær áreið- anlega að vera í friði og standa. Hinn gamli rómverski siður, að heilsa með handaruppréttingu, hefir verið tekinn upp á ný, og hin forna Liktora-öxi er merki Fascism- ans. Maður getur með sannindum sagt, að ekkert þjóðlegt er hon- um ókunnugt. Hann örfar listir og vísindi. Nýlega hefir Italía feng- ið sinn listaháskóla, eins og Frakk- land. Landbúnaðurin'n hefir fengið sína löggjöf Iðnaðurinn kemur næst. Á herinn hefir verið komið nýju skipulagi. Við það tækifæri komu fram tillögur um Iauna- hækkun herforingjanna. Svarið var strax: „Éghefi hugsað um þetta og mitt frumvarp kemur fram einn hinna næstu daga. En ef aðrir embættismenn ríkisins vænta, að Iaunahækkunin einnig nái til þeirra, þá svara ég gersamlega ákveð- ið neitandi“. Smátt og smátt, eftir því sem tfmi og tækifæri leyfir, verður ástand og kjör allra stofn- ana, sem þurfa endurbóta við, tekið til athugunar. Mikið er þeg- ar búið að gera á þessum 4 ár- um, og meira bætist við. Verzlun h. f. „Hinna samein. ísl. verzlana“ á Vopnafiröi, hefir nú keypt, með lóðum, húsum og öðru tilheyrandi, Guðni Krist- jánsson, fyrv. verzlunarstjóri. Er hann Vopnfirðingur að uppruna og vel metinn, og unnið lengi viö verzluna. Símfregnir. Rv. 10/8. FB. Frá Lundúnum er símaö, að frankinn fari hækkandi vegna þess trausts, sem stjórnin virðist njóta og Poincare ætlaði að krefjast þess af þinginu, að það samþykki brezka og ameríska skuldasamn- inga. En síðustu fregnir herma að Poincare muni hætta við að krefjast samþyktarinnar, ve^na mótspyrnu þingflokkanna. Frá Varsjá: Þaðan berast stöð- ugt fregnir um byltingu gegn ráð- stjórninni. Ennfremur hafa slíkar fregnir borist frá Bukarest um uppreist í Ukraine, en ráðstjórnin kveður fregnirnar uppspuna. Frá Akureyri: Vikuna 1.—8. ágúst var saltað af síld í Akur- eyrarumdæmi 5125 tunnur og kryddað 1065 tunnur. Alls var þá búið að salta og krydda í öllum veiðistöðvum Noröanlands 40.000 tunnur, en á sama tíma í fyrra 100,000 tunnur. Frá Rvík: fslandssundið vann Erlingur Pálsson á 9 mín. 41,6 sek. Hafnarfjarðarhlaupiö vann Magnús Guðbjörnsson á 45 mín. 34,4 sek. í þriðja sinn, og vann því bikarinn til fullrar eignar. Hognestad, Björgvinjarbiskup, er hér staddur. — Á Reykjanesi voru tíðir landskjálftakippir umhelgina. Thorstina Jacksson fer á ísland- inu í dag norður, til fyrirlestra- halds norðanlands og austan. Hefir hún fengið ágæta dóma og að- sókn hér. Rv. 13/8. FB. Frá Stokkhólmi er símað, að ógerlegt sé að fá greinilegar fregnir frá Rússittndi, vegna strangs eftir- lits með skeytasendingum þaðan, og margir erlendir fréttaritarar hafa verið handteknir fyrir að hafa símað fregnir um uppreistina. Sennilegast að um sé að ræða harða valdabaráttu í landinu. Frá Lundúnum: Námamenn fella alstaðar við atkvæðagreiösl- una sáttatillögur biskupanna. Frá París: Báðar þingdeildir hafa á sameiginlegum fundi í Ver- sölum samþykt sjóðstofnunina til afborgunar lausaskulda ríkisins. Spánn og ítalía hafa gert með sér hlutleysissamning. Togarinn Belgaum er farinn á ísfisksveiðar. Rv. 17/8. FB. Frá Lundúnum: Cook hvetur námumenn nú til sátta. Síðustu fregnir herma að 70% af námu- mönnum í Westmidlandnámunum sé farnir að vinna.

x

Hænir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.