Hænir - 28.08.1926, Qupperneq 2
H Æ N I R
Seyðisfirði
hafa fyrirliggjandi:
Hveiti, tvær teg. Kaffi, óbrent . Rusínur
Hafragrjón Kaffibætir Sveskjur
Hrísgrjón Melís, smáhögginn Qráfíkjur
Sagógrjón Strausykur Döðlur
Kartöflumjöl Kandís Ferskjur niðurs.
Hænsnafóður bl. Epli, þurkuð Mjólk „Libbys"
Rúgmjöl Apricosur þurkaðar.
Hessian — Bindigarn — Saumgarn — hvergi betra né ódýrara.
Rödd frá Reyðfirðingi.
í 28. tbl. Hænis er smágrein
með yfirskriftinni „Knattspyrnufé-
lag íslands", eftir Qunnar Aksel-
son, og gefur hún mér tilefni til
þess, að stinga niður penna, því
ýmislegt er í þeirri grein, sem þarf
athugunar og skýringar með.
Greinarhöfundur byrjar með því,
að geta um knattspyrnumót ís-
lands, og tiivísar í nokkur orð úr
Morgunblaðinu því viðvíkjandi,
þar sem þess er getið, að það
félag, sem hafi borið sigur úr být-
um, hljóti nafnbótina „bezta knatt-
spyrnufélag fslands".
þetta finst Gunnari athugunar-
vert. Hann segir: „Með öðrum
orðum Reykjavík og Vestmanna-
eyjar eru ísland, og „vér smáu“
teljumst ekki með“. Síðan telur
hann upp helztu aðra kaupstaði
landsins og scgir: „Hvað segja
þeir um þetta?“
Veit Qunnar ekki, að í knatt-
spyrnumóti mega oll knattspyrnu-
félög íslands keppa? Og hafa því
félög alstaðar aö af landinu rétt
til þess að keppa og hljóta nafn-
bótina „bezta knattspyrnufélag ís-
lands".
Þessvegna er það algerlega rangt
og villandi, að tala um það, að
séu ekki nema Reykvíkingar og
Vestmanneyingar, sem geti kept
um tignina. Og þar af leiðandi er
það hrópleg vitleysa, að tala um
þaö að Reykjavík sé að „skreyta
sig með lánuðum fjöðrum", því
ef Qunnar heldur að hann geti
boðið út betri flokk en Reykvík-
ingar, þá er honurn heimilt að
láta hann keppa við þá. Og að
hverju ieyti getur það verið heppi-
legra að láta félagið, sem af ber,
heita bezta knattspyrnufélag Suð-
urlands, þegar mótið er fyrir alt
ísland?
Þá mætti eins segja, að þeir,
sem sköruðu fram úr á Olympiu-
leikjunum og hljóta heimsmeist-
ara tign, beri þá nafnaót óverð-
uglega.
Sá, sem ber sigur úr býtum í
Íslandsglímunni.erkallaður „glímu-
kóngur íslands“. Hefir, mér vit-
anlega, aldrei verið við því amast,
og þarf það þó alls ekki að vera,
að sigurvegarinn sé bezti glímu-
maðurinn, frekar en aö „bezta
knattspyrnufélag íslands“ sé í raun
og veru bezta knattspyrnufélagið.
En sé til betra félag, þá mega
þeir sjálfir naga sig í handabök-
in út af því, að hafa ekki kept
um nafnbótina og hiotið hana.
Greinarhöfundur segir, að Seyð-
firðingum hafi ekki verið boðið
að taka þátt í mótinu. Veit hann
það þá ekki, að það er líkt með
þessi mót eins og önnur, að þátt-
takendur verða að sækja um að
fá að taka þátt E mótinu, en ekki
að hinum ýmsu félögum sé boð-
ið að keppa og taka þátt í því,
líkt og um kvöldboð væri aö
ræða. Ég hygg að greinarhöf. vilji
álíta, að Seyðfirðingar séu beztu
knattspyrnumenn íslands (sambr.
ummæli yfirforingjans enska, sem
hann lætur prenta). Þetta má vel
vera, en þá má hann sjálfum sér
um kenna, að þeir h3fa ekki feng-
ið viðurkenningu fyrir því, en alls
ekki að fara að tala niðrandi orð-
um um önnur knattspyrnufélög
landsins (samb'. ummælin að
skreyta sig með lánuðum fjöðrum).
Það eru stóryrði, sem hann getur
ekki staðhæft að neinu leyti. —
Greinarhöf. stingur upp á því, að
haldin yrðu knattspyrnumót fyrir
Austurland í sambandi við aðrar
íþróttir og vill láta sigurvegarann
heita „meistara Austurlands". —
„Ekki bezta félag ízlands" segir
hann í sviga með þrem upphróp-
unarmerkjum. Þetta er óþarfa inn-
skot hjá höf. Því á mótum, sem
aðeins væru fyrir- landsfjórðung
gætu ekki aðrir kept en þeir, sem
ættu þar heima og gæti nafnbótin
því ekki náð út fyrir þau takmörk.
En hversvegna að fara að ein-
angra sig þannig? Því ekki að
vera með öðrum landshlutum og
keppa við þá og verða svo allra
beztir, ef dáð og dugur er til, og
vera þá ekki heldur með ómak-
legar ásakanir í hinna garð. Og
fyrst hann villhafa einhverjanafn-
bót, telur hann það þá víst, að
„meistari Austurlands“ hljóti að
bera það nafn með réttu?
Greinarhöf. ségir: „Hvað verð-
ur af Reyðfirðingum ? Þeir gátu í
fyrra boðið út flokk til að keppa
við“.
Hvað meinar höf. með þessari
spurningu: „Hvað verðuraf Reyð-
firðingum?“ Fótboltafélag er ekki
til hér á Reyöarfirði og var ekki
heldur til í fyrra. En hér er
VERZLUNIN ST. TH. JÓNSSON
hefir umboð fyrir:
Brunaábyrgðarfélagið „Nye Danske"
Lífsábyrgöarfélagiö „Danmark“
Sjóvátryggingafélagið „Danske Lloyd“
Munið eftir að tryggja bæði iíf og eignir. —
5®<aas®x5)®X5><ascs(aacc)C2as5)c
Brunatryggingar! Líftryggingar!
Leitið upplýsinga hjá mér, áður en þér trygg-
ið iíf yðar og eignir annarsstaðar, þvi ég
geri það ódýrast og hjá ábyggilegustu fé-
lögum á Norðurlöndum.
Theodór Blöndal.
5CQX5>g)<5Xa>e®<53C5>S!3C5><5aS
Wichmannmótorinn 1
er beztur. —
Umboð heiir:
Vélaverkstæði Horðfjarðar
)<2CC5>®®®<23C5>C
íþróttafélag, sem gekst fyrir sam-
komu undir Grænafelii í fyrra. Og
þar setn íþróttafélag átti í hlut, þá
leiddist okkur að geta ekki sýnt
þar neinar íþróttir, og því réð-
umst við í það, að safna saman
mönnum á móti Seyðfirðingum,
sem buðust til að koma og keppa
við okkur. En það er alls ekki
rétt hjá greinarhöf., að við höfum
boðið út flokki, heldur tókum við
á móti áskorun, án þess að nokk-
uð fótboltafélag væri til fyrir á
staðnum, og án þess að menn gætu
nokkuð æft sig fyrir leikinn. Ég
vil ekki segja kappleikinn, því þetta
átti mikið frekar að vera sýning en
kappleikur, og átti líka að vera
okkur til lærdóms. Við, sem hvorki
höfum haft kennara til að æfa
okkur eöa getað haft samtök til
þess.
Þess vegna urðum við Reyðfirð-
ingar margir undrandi, þegarGunn-
ar Akselson skrifar um þennan
leik í vfðlesnu blaði, þar sem
ekkert tillit er tekið til aðstöðu
okkar, heldur aðeins sýnd úrslitin
köld í okkar garð, og sigurhrós
sigurvegaranna. — Ég er félagi í
„íþróttafélagi Búðareyrar" og hefði
aldrei ge ið samþykki mitt til þess
að kept hefði verið við Seyðfirð-
inga undir Felli í fyrra, hefði ég
vitað að þeir mundu nota það
eins o§ þeir gerðu (sbr. grein G.
Akselson um knattleikinn í Hæni
í fyrra).
Ég geri mér ekki miklavonum
að á næstunni verði hér hægt að
koma upp verulegu knattspyrnu-
félagi, vegna þess, hvað þorpið er
fáment og menn tvístraðir og
skiftir um allan fjörð strax og
vorar og veður leyfir. Við getum
helzt ekki stundað íþróttir nema
að vetrinum til.
Okkar íþróttalíf beið mikinn og
lítt bætanlegah skaða við fráfall
Arthurs sál. Johansen, því hann
var alt í senn, okkar áhugasam-
asti íþróttamaður, íþróttakennarinn
og formaður íþróttafélagsins.
Hefði mér fundist glæsilegra út-
lit og framtíð meö íþróttir hér,
hefðum við fengið að njóta hans,
hins ágætasta og bezta leiðtoga
áfram. En „enginn má sköpum
renna“.
Þá skal þetta eigi haft lengra.
En jafnframt því, sem ég þakka
Gunnari Akselson fyrir hans skrif
um íþróttamá! og hans mikla
áhuga fyiir því málefni og hvatn-
ingu til okkar hinna sem ekki
gerum svo mikið sem skyldi í
íþróttamálum, þá óska ég þess,
að hann gæti betur hófs í rithætti
framvegis og hlaupi ekki svo á
sig sem hann hefir gert í grein-
inni „Knattspyrnumót íslands“.
Reyðarfirði, 1. ágúst 1926.
L. L.
Prestafélagsf. og guðsþjónusta.
ísambandi við væntanlegan Presta-
félagsfund í Vallanesi verður hald-
in þar guðsþjónusta sunnud. 5.
sept. og hefst hún kl. 12 á hádegi.
Sra Sveinn Víkingur Grímsson
prédikar.
Kl. 2 e. h. flytur prófessor Sig-
urður P. Sivertsen erindi um líf.iö
eftir dauðann samkvæmt kenningu
kristindómsins.
Kl. 5 byrja umræður um sam-
vinnu presta og leikmanna um
kristindómsmál, og hafa þeirfram-
sögu Sigurður prófessor Sivertsen,
sra Ásmundur Guðmundsson og
sra Sigurður Þórðarson. Þess er
vænst, að viðstaddir leikmenn taki
þátt í umræðunum, og eru all'r
velkomnir, sem koma vilja þenn-
an dag.
„Koppurinn“ sem sendur var
hingað til Austur- og Norðurlands
í forföllum Goðafoss, hafði verið
á Blönduósi eða Sauðárkrók í
fyrrakvöld og gizkað á að ekki
komi hingað fyr • en um miðja
næstu viku, eða ca. 8—10 dögum
síðar en ætlað var. Það má nú
næstum segja, að „það sé kunn-
ugum bezt bjóðandi", að notast
við slíkt far sem það, fyrir Goða-
foss. Samgöngur þær, sem menn
á þessu svæði eiga við að búa,
eru sannarlega ekki svo góðar, að
þolandi sé að þeim lakri. Að-
komufólk og aðrir, sem komast
þurftu áfram ferða sinna, höfðu
beinlínis miðað við að geta kom-
ist áfram með skipi því, er kæmi í
stað Goðafoss og nokkurnveginn
jafn fljótlega. En allir vita fyrir hverj-
um vonbrigðum það hefir orðið
og að tafir og óþægindi leiðir af.
Þótt óánægjan sé mikil og almenn
yfir þessari ráðstöfun, þá vilja
menn ekki beint saka stjórn Eim-
skipafélagsins um, að hún hafi
ekki sent sæmilegra skip af þeirri
ástæðu, að hún hafði ekki séð
eða skilið þörf á því. En hinsveg-
ar er mönnum óskiljanlegt að ekki