Leifur - 22.05.1886, Síða 1
Nr. 50
LEIFUR.
3. ár. Wiiinipeg, Manitoba, 22. maí 1886.
Vikublaðið „L E I F U Rlt kemur út á hverjuin fðstudeg-
að forfallalaueu. Argangurinn kostar $2.00 í Ameríku
en 8 krónur í Norðurálfu. Sölulaun einn áttundi. Uppsögn
á blaðinu gildir ekki, nema með 4 mánaða fyrirvara.
þar tð dú eru ekki eptir óútkomin nema 2
nr. af þessum ársangi (lLeifs”, en mikið af and-
virftinu útistaudandi enn, þá skorum vjer á þá
af kaupcndunum, sem enn kafa ekki borgað, aÓ
bregða við og gjöra það nú þegar.
Útg.
FRJETTIR ÚTLENDAR.
það er langt slðan minnst helir verið á
Nihilista Rússlands, enda voru menn farnir að
hugsa, að þeir væri ekki meir, nema að nafninu
til, eu sje fregnir sannar, sem nú berast vestur
um haf, þá eru þeir enn vel lifandi, og líklegir
til að velgja Alexander III. undir uggum áður
en lýkur, það senr ber til þess, að menn ætla
nihilista endurrisna af sinu lana;a móki. er það,
að fyrir meir en mánuði síðan fór Alexander keis-
ari frá Pjetursborg suður að Svartahafi, bæði til
að skemmta sjer, skoða hergögnin f Odessa og
viðar, og yfirllta herðokkana þar syðra, sjálfsagt
til að vita hvert allt væri tilbúið. ef á þyrfti að
halda við að berja á Tyrkjanum eða einhverjum
kotungnum 1 suðaustur horni álfunnar. f þessari
ferð ætlaði hann ekki að vera nema stutta stund
en liann er enn ekki Komin af stað heimleiöis.
þrisvar siunum hefir ve.ið tiltekin dagur til að
halda af stað til Pjetursborgar, eu einlægt verið
hætt við það aptur. Segja ferðastjórar hans, að
þessi kyrseta komi til af því, að barm eigi enn
eptir að skoða virkin og hergagnabúrin I Sebasta-
pol og viðar. Aptur á móti segja aðrar sögui,
að hann þori ekki aö hreifa sig þaðan sem hann
er nú komin, vegna nihilista. sem vakta hvert
fótmál hans, og s'em hafa fleiri spæjara í þeim
fiokki, er keisarinu tók með sjer frá Pjetursborg.
sem slna traustustu verndara. það sem einkum
knýr menn til að trúa þvi, að ótti við nihilista
aptri keisaranum frá að ferðast heim aptur á þeim
tima sem ákveðið var, er, að fyrir löngu var bú
iö að ákveða að 20. þ. m. ætlaði hann að vera
kornin austur i Turkestan, þvi hinn 24, átti að
krýna hann til keisara yfir Mið Asiu. Hafði
keisarinn fyrir löngu látið 1 ljósi löugun til að
þenuan dag bæri brátt að höndum, þvi drembi-
lætið yfir að auka þannig tign Rússakeisara gjörði
hann óþolinmóðan Allt er tilbúið eystra, til að
hafa þar viöhafnarmeiri og stórkostlegri sýning.
heldur en þekkst hefir 1 Asfu um marga tugi
ára. Allir smákongarnir (Khans) i Turkestan
ætluðu að vera þar viðstaddir til að taka þátt i
krýningarhátiðinni, en nú situr keisarinn inni-
hncpptur suður við Svartahaf, og lítil likindi til
að hann geti komist austur i tæka tið. þessi
seta hans þarna þykir þvi viss vottur um megn
au ótta. þvi allir vita hversu mjög hanu langar
eptir komu þessa dags, aö hann verði krýndur
keisari i Mið-Asiu, og þess vegna óhugsandi að
bauu gjörði það að gamni sinu, að bregðast und-
an merkjum, eptir að búið er áð kosta ærna fje
ti) hátiða undirbúnings eystra,
Grikkja og Tyrkja málið stendur i stað; all
ar hafnir við Grikkland eru lokaðar svo gjör-
samlega. að Grikkjastjóm mátti gjöra sjerstaka
samninga við enskau skipstjóra um að flytja þing
menn Grikkja, er búa á eyjuuum, til Atkeuu-
borgar. Hið nýja stjórnarráð þar. er myndað og
tekiö við taumkaldinu, en lltið þykir kveða að
pvl, og ólik'egt aö það verði langlift. Hoitii
sá Nalvis,, er myndaöi það, og er hann æðsti
ráðherrann.—Stjórn Tyrklands hefir nýlega feng-
ið þýzkanu herforingja til að taka við yfirstjórn
hersius. óg er nú siðan enu von betri en áður,
að sigurinn sje vis, ef til oruslu kemur.— þjóð*
verjar eru farnir að búast við að mál þetta lykti
með allsherjar strlði. og eru nú farnir að búa
sig undir það. 1 þremur hinum stærstu her-
gagnasmiðjum í ríkinu er unnið bæði dag og nótt
að vopnasmiði. eru búnir eingöngu riflar með
hiuu nýjasta lagi, og svo til ætlað að fótgöngu-
lið þjóðverja beri þá, áður langt líður.—Hin
þýzku og frönsku frjettablöð halda áfram að auka
æsingar og óvináttu milli þjóðanna þykjast
hvorirtvegífju viðbúnir að lækka ofstopann i hin
ura. Hafa Frakkar nýlega komist að ýmsum
leyndarmálum viðkomandi herstjórn þjóðverja,
fyrirað stoð hins pólska skálds Iírazewski, sem
um undanfarin tima hefir haft þá iðju að kaupa
þau leyndarmál aö þýzkum herstjórum, ásamt
uppdráttum af virkjum. hergagnakúsum o. s. frv.
Hafði hann um slðir verið höndlaður á þýzka
landi. en einhver viuur hans gekk i ábyrgð fyr
ii. að hauu skyldi mæta fyrir rjet.tinum, þó hann
fengi að vera frjáls til þess dags. í slðastl, viku
átti hann að mæta , en var þá komiu til Frakk-
lauds, og engin von á að hann leiki sjer að, að
fara aptur norður yfir landamærin.
Eyðilegging Pólverja gengur svo vel, sem
Bismarck mundi helzt geta kosið. Margar pús-
undir ekra af laudi eru daglega seldar til þýzkra
bænda, sem samstundis flytja þangaö, eptir að
hafa skuldþuodið sig til að giptast ekki pólskum
stúlkum nje 'tengjast Pólverjum á nokkurn hatf.'
Vinnustöövauir og verkamanna upphlaup
fara mjög vaxaudi hvervetna á þýzkalaudi. og
ganga Frakkar opinberlega til verks í að auka
þau. Segja þeir að aukning verkstæða þjóðvjera
a slðastl. 10 árum, sje 150 milj. marka virði,
en að verkstæða iækkun á Frakklandi hafi verið
samsvarandi á sama tima. En nú hugsa þeir
sjer að vinna það upp aptur með þvi að viðhalda
viimustöðvunum sem framast má veröa á þýzka-
landi, Bismarck gamli hefir i hyggju aö skipa
ucfndir til að dæma f málum milli verkamanna
og verkstæðaeiganda, og gjöra þaö i byrjun,
uudir eins og bryddir á óánægju, svo verkstöðv-
un eigi sjer eKki stað.
Illviðri. kuldar og frost hafa gengið á Frakk
landi síðastl. viku, og gjört mikla skaða á vin-
viði. Fellibyljir hafa og geysað yfir Frakkland
og Spán og gjört mikin skaða; varð einn þeirra
70 mönnum að bana i Madrid slðastl. viku. —
Hundrað ára kartöplu hátlð var haldiu á Frakk-
landi i vikunni sem leið. i minningu þess, að þá
voru liðin 100 ár frá þvi hin fyrsta kartapla var
gróðursett þar. þó Frakkar væri seinir til að
reyna þenuan nýja avöxt (þeir reyndu hann ekki
fyr en 200 árum eptir eð Sir Walter Raleigh
sáði fyrst kartöplum á trlandi), þá stæra þeir
sig af að þeir kunni að matreiða kartöplur á 330
óllka vegu.
Alla síðastl. víku hefir verið rifist um irska
þingmálið á þingi Breta, og þó ekki hægt að sjá
nokkrar verulegar breytingar eptir allt saman,
hvorki aptur á bak nje áfram. Chamberlain,
sem sagði af sjer embættiuu i ráðaneyti Glad-
stono’s, og Hartington lávarður haía myndað
nokkurskonar fjelag til að vinua gegn Gladstone,
með þeim ásetningi, að Hartington verði æðsti
ráðherra að Gladstone íöllnum og Chamberlain
hans hægrihaudar maður, Hafa þeire saman
•töluvert marga fylgjendur að nafninu, en ekki
allfáir þeirra eru óánægðir með foringjaua, og
eins vist, að þeir fylgji Gladstone að málum,
ef löggjafarírumv. ira verður breytt svo, að völd
hias irska þings verði raeir takmörkuð eD þau nú
eru i fruravarpinu. Hafa þeir revnt að sameina
flokk sinn við Salisbury-flokkinn, á meðan þetta
mál stendur yfir, og um tíma leit út fyrir að
samkomulag mundi fást, en bráðlega fór það út
um þúfur. Salisbury mætti á einum þessum sam
einingarfundi fyrir fáum dögum, og hjelt þar
snjalla ræðu, en sem ekki var þóknanleg hiuum
ýmsu fylgjöndum Chamberlain’s og Hartingtom,
jvi ræðán gekk mest út á að sýna peim fram á,
að það væri nauðsyn og skylduverk Englands-
stjórnar, að endurreisa þröngvunarlögin á Ir-
landi, og gjöra þau enn harðari en áður. í stað
)ess sem ræðan átti að tryggja sambandið og
íjölga fylgjöndum þeirra þremenninganna, varð
Ijún til þess að þynna mjög fylkinguna, því fleiri
hluti Chamberlain’s-sinna hafði of frjálsar skoðan-
ir til að ganga uadir merkjum þeirra manna. er
heimtuðu endurnýjun þessara laga, er ekki hafa
gjört nema illt eitt frá upphafi. Sögðu þeir sig
)ví úr þessum fjelagsskap, og eru nú enguui
háðir, og þvi allt eins líklegt að þeir fylgi Glad-
stoue eins og að sættast viö Chámberlain. Blöð-
in, sem tilheyra andstæðingum Gladstone’s láta
heldur ekki sitt eptir liggja, að ógna alþýðu,
sýna henni fram á hvað sje í vændum, ef þetta
frumvarp öðlist lagagildi. Segja þau veldið sje
um leiö sundurleyst, algjörlega sundrað og afl
Euglands verði ekki neir. Eru 1 þeim prentað-
fregnir frá ýmsum stöðum á lndlandi, er allar
lúta að þvi, að þetta frumv. Gladstone’s hafi
vakið löngun eystra, um meira frelsi, j ef ekki al-
gjöröa sjálfstjórn og aðskilnað við íjið brezka
riki. Seeja að aldrei sfðan á morðtímunum
miklu(l857) hafi Brama-trúarmenn verið jafn-
æstir og nú, og þeirrar trúar menn á Indlandi
eru yfir 100 milj. það ei þes« vegna ekki neitt
ótrúlegt. þó Gladstone gangi erfitt að hafa sitt
mál fram, þvi einlagt er nóg til af trúgjörnum
hugdeigum mönnum, sem ekki kemur til hugar,
að állta þessar saguir ýkjur, og það sem þ»r eru
agn til að lokka fylgjendur frá Gladstone.
Enskur hjólreiðarmaður, H. J. Stephens að
nafni, sem i haust er leið lagöi af stað frá Lou-
don, austur um Norðurálfu, í þeim tilgangi að
fara kringum huöttinn á hjóli siuu, að svo miklu
leyti sem það er hægt. var fyrir fáum dögum
tekin fastur af Rússum og hnepptur i fangelsi
austur i Turkestan, fyrir að hafa farið inn i rúss-
neskt land á leið sinni gegn nm Asiu.
FRA BANDARÍKJBM.
Um siðastliðna viku hefir verið all-tlðrætt
á þingi um það livað heutast væri að gjöra i
fiskiveiðamálinu milli Bandarikja og Canada. Er
þeim, sem áður voru harðir á móti nokkrum
samningatilraunum, nú fariö að lítast svo á mál-
ið. að eitthvað verði nú að gjöra i þá átt, þvi
uú pykir auðsjeð að Canadastjórn ætlar að efna
heit sin með aö taka fastar fiskiduggur frá Banda-
rikjum.sem væru að móka innan 3. milna svæð-
isins eða koma inn á hafnir til beitukaupa, eða
aunara erinda, sem Canadamenn álita brot á móti
gömlu samningunum (1818) milli Bandaríkja og
Englands, Ótal margar uppástuugur hafa kom
ist fyrir þingið i báðum deildum þass, sumar j
þá átt að takmarka rjettindi canadiskra fiski-
skipa á höfnum Bandarlkja, og aðrar, er skora
á stjórnina, að láta ekki dragast að semja við
Canadastjórn á einhvern þaun hátt, að Banda-
rikjaþeguum sje ekki sýndur ógreiði nje eignir
þeirra kyrsettar, þó þeir komi ”inn á hafnir við
sjávarfylkin í Canada.