Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 35

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 35
/-----------------------------------------\ TVÖ LJÓÐ Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur TAM AR (II. Sam. 13. 1-22) Vindurinn hvíslaði ögrandi i laufi trjánna. Þung, litsterk aldin vögguðust svo greinarnar svignuðu. Loftið var þrungið angan haustsins. Tamar! Tamar! Af hverju grcvtur þú? Vindurinn hveinar ámátlega. Trén teygja naktar greinar eins og máttvana hendur i angist dauðans. Tamar! litla Tamar! Ástin er hverful. ÓSKADRAUMUR Mig dreymdi hatningju mina. Iiún kom til min sveipuð svartri blœju i liki dauðans. Hún strauk höfuð mitt tncð löngum hvitum höndum og hvislaði þýðlega í eyra mér. Þú mátt sofa, barnið mitt. V_________________________________________) Ekki hefur þessa plöntu grunað að luin ætti eftir að forframast á minni jörð. Heyriði í stelpunni, sagði bóndi þar sem hann var að huga að girðingunni. Viltu ekki selja mér skóginn, hrópaði Sig- ríður í Hvammi, hann Jón rninn borgar. Þær hlógu. Það tekur því ekki. Skógurinn verður all- ur fluttur að Hvammi ef þessum ferðalög- um ykkar heldur áfram. Og það frítt. Ég sendi Jóni bónda reikninginn einn góðai veðurdag, hann getur deilt lionum með öðr- um bændum í hreppnum. Nú hló bóndinn. Húsfreyjan í Hvammi mun þá gjalda líku líkt og senda reikning fyrir túnhreinsun í Skógum, sagði húsfreyjan í Hvammi, klifraði yfir girðinguna og tók að murka innan henn- ar. Þegar þær höfðu náð sér í allmargar plöntur með stórunr moldarköggli í rótinni, hrópaði húsfreyjan í Skógum: K-a-f-f-i-ð, — kaffið, og Jrær tíndust inn. Það var þá heitt súkkulaði á borðum og nýbakaðar pönnu- kökur senr Iiúir hafði búið til í stað þess að hreinsa vetrarhégómann úr skotunr. Osköp er ganran í svona skógi, sagði Jó- fríður. Það verða ekki auðir melarnir þegar skógurinn okkar verður jafnmikill jressum. Þess verður ekki lanot að bíða með svona o áframhaldi, sögðu þær. Kaffið kom á eftir súkkulaðinu og sykur- moli nreð. Mikla vei/.lu lrefur þú búið okkur, sagði Sigríður í Hvanrmi. Ekki skaltu þurfa að fara svöng unr Borgardalinn þegar þú kem- ur þangað næst. Mér finnst ósköp gaman að búa við skóg. En áin virðist ætla að grafa undan lronunr þar senr hann er fallegastur. Þá er gott að vita skóginn fluttan eittlrvert annað. Verst hvað féð bítur lrann niður. Allt vill granda skógi á íslandi, sagði Sig- ríður. Þær kvöddust nreð kossi og lrúsfreyjur Borgardalsins riðu burt nreð nrold og trjá- plöntur í pokunr. Strax el’tir mjaltir tóku þær að gróðursetja hjá sér en því næst skruppu þær með tíundu hverja plöntu í skógræktarstöðina í Tungu, eins og umtalað var. Þær háttuðu seint og risu snemnra. Nú hafði tvöfaldazt hjá Jreinr erfiðið. Það var eflir að baka brauðin og þvo þvottinn, mjólka, gefa hænsnunum, elda matinn, skúra byttur og trog og skúra útúr dyrunr og fengu þær engan tíma til að prjóna eða vefa, en Jrær stálust stundum til þess eftir hátta- MELKORKA 63

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.