Skutull - 29.02.1924, Side 2
2
SKUTULL
P'röciarn.ál.
I.
Fróðamál hin fornn.
F o r 1«i k u r.
Ein er myndin anda n»r
efst á himni ljóða,
þar sem mátkar meyjar tvær
mólu gull að Fróða.
Fenja og Menja.
Kevpti svanna’ á Svía grund
sjóli Dana maetur.
Sviftar frelsi sárri mund
t'Veifla þær kvörn um nætur. *
Fróðam j öl.
Ferija’ Og Menja’ í fylkis rann
fimbulsteina þeyttu.
Mélið glóði, gullið brann. —
Grótta töfra neyttu.
Fróðafriður.
Gnúðu þær látlaust Grótta kvörn,
gnötraði hallarstæði.
Mólu að Fróða frið og vörn,
firtar hvíld og næði.
Fróðasæla.
Daga’ og nætur mans við mein
mólu þær fiælu’ að Fróða.
Glumdu ámátk Grótta kvein
gegnum sönginn fljóða.
Grótt. asöngur.
Nn skal magna máttka kverri;
mölum ber að Fióða,
vinni’ ’ann skaða honum hvern
Og hefni iriæddra fljóða.
Grótta söngur tnagni rnóð
Mýsings herinn galda. — —
Hver rern þjakar fangin fljóð
fær þess sárt að gjalda.
M i 11 i 1 e i k u r.
Andans guli og öðlings lund
áttu’ í mæli ríkum
Fenja’ og Menia áþján und,
ambáttar í flíkum.
Má t.
Fróði’ ei trúði’ á tímans rögn,
tældi’ ’ann völd og auður.
Hann ætlaði’ að kúga andans mögn
en í því hneig ’ann dauður.
Eftirleikur.
Nú er runnin önnur öld,
og aðrir hættir þjóðn.
Gleymd er flestum Grótta köld,
gull og þernur Fróða.
II.
Fróðamál hin nýju.
F o r l e i k u r.
Ungur hlaut eg öldung* nafn,
ann því feðra sögum
mitt þó fylli minjasafn
meir frá seinni dögum.
Ekki’ er eg líkur öðling þeim
«r eg nafn kveðst bera,
því mér er ætlað yst í hoim
annara þjónn að vera.
Þótt mig drjúgum drsgi’ að sér
drenglund forfeðranna,
sálargöfgi’ ei siðri er
seinnitíðar manna. — —
Eigi’ að rísa ríki traust
á reynslu fyrri alda,
samtíð hver má sigla’ úr naust
og sínu besta tjalda.
Ei skal fella’ inn forna hlyn
Fróns í þjóðarhögum,
en þoli ’ann ekki árdagsskin
er hann frá með lögum.
Fr ó ð a m j ö 1.
Þegar dags er lokið leik
og lítt þarf öðru’ að sinna
sest eg undir sálareik
systra’ og bræðra minna.
Opna’ eg þá við aftanskin
axlaskreppu mína. — —
Er eg sé á andans hlyn
ávextina skína,
upp er runnin óskastund
°g enginn loksr bránum
meðan eg með æfðri mund
eplin les af trjánum.
Miðla’ eg síðan hrund og hal
hverju’ af annars meiði
og í víðum sálna sal
satuan hugi leiði.
Fróðafri ðu r.
Þegar kynnist sála sái
samúð vex i hjarta. —
Félagseining fæðir mál
er framtíð gerir bjarta.
Aldrei nagar andans hlyn
ormur tortrygninnar,
þar sem leiðir vinur vin
á vegi eÍDlægninnar.
Einn mun þetta, annar hitt
» til mála leggja,
og fyltir móði félag sitt
fram til sóknar eggja.
Einn hefir þegið orðsins hjör,
annar handarsnilli,
þriðji lifsÍDs fralsi’ og fjör,
fjórði þjóðarhylli.
Fimti sannleiks sigurálm,
sjötti vonarnesti,
sjöundi andans-segishjálm,
átti trúarfesti.
Fróðasæla.
Með þeim vopnum vega má
og valinn sigur hljóta,
svo í friði eftir á
ávaxtanDa njóta.
Gróttasöngur.
Nú skal tengja hljóm við hljóm,
herða streng á gígju,
svo að glymji glöðum óm
Grótta ljóð hin nýju:
Byggjum alheims bræðralag,
brjótum þrssldótns helsi,
önnumst hver um annars hag,
eflum sálarfrelsi.
Millileíkur.
Vilji einhver andans fljóð
að mér gullið mala.
eg skal sá því yfir þjóð
eyja rnilli’ og dala.
Fríkka mætti’ um félagssvið,
fjörgast lund til dáða
fengi’ eg yfir andans frið
og andans gulli’ að riða
Sigurmát.
A annara ián hann lagði stund
í lífinu jafnan kveikinn.
Hanu þjónaði öðrum þýðri mund
þvi átti’ ’ann hinsta leikinn.
Efti rleikur.
Þó að óðs sé efni smátt
og illa sæmi’ að bjóða,
opnar margar upp á gátt
er hann sér til Fróða
Vel var það meint, þó merkist lítt,
af miklu var ei að taka,
og mér finst það einskis nýtt
er eg lít til baka.
Nú syng eg ekki’ að sinni meir
systur og bræður mínir,
því flæmt mig hafa á fimbulleir
flFlensau,(! töfra sýnir.
Gautur.
* Höf. lá f influensu, þegar hann orfci
kvæðið.