Skutull - 22.08.1924, Qupperneq 1
1
s^j*> Ritstjðri: síra Guðm. Guðmuiidsson.
II. ilt.
Auður 09 heiiiirigði.
(Niðurl.)
Af dæmurn arnara Ianda má
glögt sjá hvernig komið er þar
sem vanrækt kefur verið að reiaa
og festa slikar skorður.
Lundúnaborg er mannflesta og
auðugasta borg í Norðurálfu, eins
og allir vita.
Þar er grúi af „hagsýnum“
kaupmönnum, slyngum fésýslu-
mönnum sf öllu tagi; þangað má
kalla að fó streymi að úr öllurn
álfum jarðar.
Hún hefur lengi seitt og seiðir
enn þá til sín fjölda fólks úr sveit-
um og smærri bæjum landsins.
En svo segist Englendingum
sjálfum frá, að borgin eti s’n
eigin börn, ef svo mætti að orði
kornast.
Börn hraustra manna er til
koma og sæta algengum kjörum
verkamanna, þykja feðrum sínum
linari til vinnu, því þau verða
veilari til heilsu; barnabörnin
verða enn þá minni fyiir sór og
svo koll af kolli. Fólkið úrkynjast.
Jafnaðarmenn vilja alla vega
bæta kjör alþýðunnar i Lundúnum
sem annarstaðar.
Þykir þeim þar brýnust nauðsyn
til að sjá henni fyrir sæmilegum
húsum með þeirri leigu sem hún
getur goldið.
Skal þar með leggja undirstöðu
annara frekari hagsbóta til eflingar
heilsu og hreysti manna.
Þetta verður ekki gjört nema
með miklum tilkostnaði af rikis-
sjóði.
Því standa aðrir flokkar, að
inestu, einhuga á móti, enn sem
komið er.
Sejórnin á Englandi hefur komið
fram með frv. til laga um að
byggja hálfa þriðju millión húsa
á næstu 15 árum.
íhaldsmenn og þeir frjálslyndu
eru þessu algjörlega mótfallnir,
ekki af því þeir neiti þörfinni
heldur af því þeim þykir þetta
horfa til hárra skatta á þeim ríku.
ísafjörður, 22. ágúst 1924.
Og þó eru þetta auðugustu
menn eins hins auðugasta stór-
veldis í heimi.
New-York er auðugust borg í
þeim vellauðugu Bandaríkjum,
sem nú má kalla að eigi „le á
leigustöðum“ um heim allan.
Þar er kallað að sóu fimastir
og framsýnastir fésýslumenn og
stórgróðakongar í öllum efnum.
Samt hefur að undanförnu séð
d rneira en fimta hverju skóla-
barni í borginni sökum hungurs.
I báðum þessum stórborgum og
ótalmörgum fleirum er ungbarna-
dauði meðal þeirra snauðu geisi
mikill og kröm og krankleikar
hræðilegir á mörgum þeiira er
tóra lengur eða skemur.
Alt þetta fer sívaxandi þrátt
fyrir hraðvaxandi auðlegð og auð-
söfn í höndum þeirra „fram-
kvæmdarsömu og hag9ýnu“.
Þetta er meir en grunsamlegt.
Það bendir beint til þess, að svo
fari einmitt sökum þessara auð-
safna i fárra hendur.
Sumir sjúkdómar eru taldir
fylgifiskar örbirgðarinnar. Þessum
verður eigi ráðin bót á nema
öibirgðinni só af lótt. Aftur eru
nokkrir fremur í för með auð-
æfunum og má ætla að ekki verði
gott við þá að ráða nema með
því að hafa hemil á söfnun auðs
og notkun hans, meir en nú er
gjört.
Um laið og hin stóru auðsöfn
hafa í för með sér mikla örbirgð
verða þau einnig orsök þeirra
sjúkdóma, sem henni fylgja.
Auðugir menn og aðrir, sem
iðka þeirra háttu, færa einnig
sjúkdóma sina í garð hinna snauðu.
Þannig eru Bamræðis sjúkdómar
taldir lang tiðastir hjá auðugum
karlmönnum og alsnauðum konum
og þykir ekki efi á að þeir valdi.
En slíkir sjúkdómar eru óþokka-
legir og kveljandi þeim er hafa,
freklega næmir og einkar hættu-
legir kynstofninum.
Stendur því allavega af þeim
mikil hætta.
34. tbl.
Hór hafa þeir fremur sjaldan
gjört mikið um sig, en nú teljast
þeir aukast ískyggilega. — —
Allir mannvinir þrá að geta
útrýmt sjúkdómum og vanheilsu,
og á meðan það ekki vinst til
fullnustu, að draga sem mest úr
þeim og gjöra léttbærari.
Allir, án undantekningar, girnast
sjálfir heilir að vera.
Sérhver þjóðrækinn maður óskar
landsfólkinu heilsu og lireysti.
Hver einasti hagsýnn maður viðu,r-
kennir að án þess gagnist litt
nytjar lands eða lagar. — —
Sorglegt er að sjá aldraða og
ellimóða feta siðustu æfisporin
haldna þungum sjúkdómum.
Raunalegt er einnig þegar
heilsan bilar á miðju æfiskeiði. ef
til vill í mestu önnum lífsins.
Þó gengur mörgum næst hjarta
að lita vel gáfaða unga sveina og
meyjar, framgjarna og fúsa til
góðra og gagnlegra starfa, svo
táplitla og vanheila að til einskis
eru færir.
Slíkir gjörast nú allmargir í
landinu.
Sá er róttur alþýðu og sú er
krafa hennar, að efnum lands-
manna og auði só varið til að
ráða bót hér á, fyr en leift sé
saman að safnast í fárra hendur
til misjafnrar meðferðar.
Þeir menn og flokkar, sem nú
ráða hér lögum i landi, munu þó
vist ekki ætla ser að viðurkenna
þenna rétt eða fullnægja þessari
kröfu alþýðunnar.
Þar á móti eru hinir sann-
gjörnustu þeirra, um hina skal
hór ekki talað, fastráðnir í að
láta ganga hór eftir sömu nótum
og annarstaðar hefur tíðkast og
fara þá fyrst að bæta kjör og
heilsu almeimings, er þeim þykir
þjóðin, nefnilega þeir sjálfir, orðin
nógu rík.
Þess vegDa verður hyggilegast
fyrir alþýðu að eiga engi eftir-
kaup við þá góðu herra, heldur
taka, með afli atkvæða sinna, ráðin
sér í hönd og fá þeim einum til