Skutull

Árgangur

Skutull - 22.08.1924, Blaðsíða 3

Skutull - 22.08.1924, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 þvi í annað skiftið liafi hann ver- ið sýknaður i hóraði. En hann sleppir að geta þess, að þann sýknudóm kvað Páll okk- ar Jónsson upp. Pekk sá dómur, eða forsendur hans, á æðri stöðum þann vitnisburð, að fjarri væri öllum sanni. Svipað má segja um málsvarn- ir Kerúlfs, þær sem komnar eru. Hann hermir það t. d. upp á stjórnÍDa, og vísar i bréf hennar, að lmn segi sjálf, „að til iðDaðar fari*) sama sem ekkert,“ nefnilega af vinanda, en i nefndu bréfi stend- ur: „að það er eigi nema smáræði sem með þarf.“ Ekki er kyn þó fleiru sé við snúið, enda er um veikan lim að binda. Smyglarabrellur. Margt gjörist sögulegt í Banda- rikjunum með lögreglunni og bannlaga brjótum af ýmsu tagi. Eru hvorirtveggju slungnir og úrræðagóðir og veitir því ýmsum betur. Andbanningar fagna þegar þrjót- arnir verða blutskarpari, en bann- menn óska lögreglunni sigurs, sem verðugt er. Frá ýmeum löndum eru send stór skip hlaðin áfengi, ýmist eiru sarnan eða með öðrum vörum. Er þeim ætlað að koma áfenginu til lands í laumi. En þetta reynist ekki auðvelt. Laudhelginnar er vandlega gætt með fram Bandaríkjunum báðu megin. Taka því áfengisskipin etundum það ráð, að vakka fyrir utan landhelgi eftir undirlögðu ráði við smyglara i landi, og bíða þess að sótt só til þeirra áfengið. Er það helst gjört á miög lirað- skreiðum mótorbátum. En Bandamenn gefa þessum áfengisskipum nákvæmar gætur, þó nokkuð sóu utan landhelgi hjá þeim. • Láta þau þvi að öllu sem sak- leysislegast. — — — Fyrir nokkru kom upp sá kvittur og barst allviða, að með *) Leturbroytingin er Skutulls. ströndum Arneríku væru komnir upp sjóræningjar á því herrans ári 1924. Sumir fyltust skelfingu yfir spillingu mannkynsins á þessum „upplýstu“ tímum og hétu á Bandamenn að hreinsa hafið af þessum óþjóðalýð. En er til kom varð það kunnugt, að engu hafði verið rænt nema áfengi. Bæningjarnir áttu að hafa kornið á mótorbátum, allir gráir fyrir járuum, og með marghleypur að auki, greitt uppgöngu á stór skip, sem voru á vakki, eða lágú fyrir akkerum nokkuð frá landi, keyrt skipverja alla í bönd og siðaD fært áfengið í báta sína. Annað snertu þeir ekki og engan meiddu þeir, svo sögur fari af. Þesw þarf varla að geta, að þetta voru bara smyglarar, sem skipin biðu eftir, og vopnabúnaður- inn og ránskapurinn allur, látalæti ein til að villa mönnum sýn. Fræðafélagid, Bækur þess í ár eru nú kornnar til landains og fást hjá bóksölum, þar á meðal JÓDasi Tóinassyni hér á Isafirði. Bækur þessar eru: Ársritið, 8. árgangur, Safn til sögu Islands, III. og bróf nokkur frá Páli Melsted til Jóns Sigurðs- sonar. Um bækurnar farast kunnugum svo orð: I ársritinu er margskonar fróð- léikur, æfisaga hins fræga landa vors, Vilhjálms Stefánssonar, saga stúdentagarðsins í Kaupmanna- höfn, sem kemur svo mjög við sögu Islendinga, og margt tíeira, þar á meðal nokkrar greinar um landsmál, sem eru á dagskrá. Kostar ársritið 4 kr. og er það þriðjungi lægra en undanfarin ár. Brófin kosta 50 aura. Eru þau viðbætir við bróf frá Páli til JónsrSigurðssonar, þau, sem félagið hefur áður útgefið og er sjálfsagt að binda þau þar saman við. Þetta III. bindi af safni til sögu íslarids kostar fyrir áskrif- endur 4 kr. en ella 6 kr. I því eru fjórar metkilegar rit- gjörðir eftir Þorvald Thoroddsen. Ætti Vestfirðingum ekki sist að þykja fengur í ritgjörðinni um fiskiveiðar við ísland að fornu og sömuleiðis þeirri, sem hljóðar um búnaðarhætti viðsvegar á landÍDu seint á ]9. öld. 1 ritgjörðinni um eldgos í Vatnajökli er og mikinn fróðleik að finna fyrir menu, sem hafa garnan af Islandssögu og náttúru- fræði þess. — — — Nú væri best að kaupa bæk- urnar og lesa, svo sjá mætti hye rétt þeim kunnuga segist frá. Völt er velgengmn. Tölvísi Kérúlfs í Vesturlandinu sýnir, að um það leyti, sem hann hlaut seinni dóminn, var hann svo stórmektugur brennivínslæknir, að meir en fjórtándi hver maður á landinu átti sókn til hans í þeim efnum. En þetta fekk ekki leDgi svo að standa. Haustið 1923 settist Halldór Georg í ríki hans. Hneig brátt til Halldórs inargur þyrstur, en gekk undan Kórúlf. Má ælla að Líndal hafi þetta kunnugt verið; víst er um það, að hann bar gæfu til að forða þeim ósköpum, að laun Kórúlfs yrðu lækkuð á þinginu 1924. En svo kom rækals rannsóknin. Er svo sagt, að hollvinum Kórúlfs blöskri lítt þó Halldór fái á baukinn, bara ef tækist að bjarga Kérúlf. Hvað segir úrskurðarvaldið þar um? Heppinn að hafa það. (Kveðið á soðfjöru). Þó eg litinn ætti auð, og illuin geDgi á skónum, náði eg samt í náðarbrauð nýkomið úr sjónum. Tíðavisa. Illa Kórúlf kominn er, kauðinn Georg verslar meira. Fleira veit sá, fleira sór; fær og Oddur margt að heyra. VERSLIÐ VIÐ KAUPFÉLAGIÐ!

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.