Skutull

Árgangur

Skutull - 03.10.1924, Síða 2

Skutull - 03.10.1924, Síða 2
2 U etr arf or <Si. Allir seÆ geta safna sér vetrar- forða, eða fá hann að föngutn til. Athafnir nianna vorið, sumarið oe 1 O haustið ntiða að miklu leyti til þess, að byrgja sig upp til vetr- arins. Sumir hafa einnig það með höndum, að sjá öðrum fyrir vetr- arforða og þnrfa þá að fá nokkuð fyrir snúð sinn. Á haustin hafa margir skotsilf- ur, eður annan kaupeyrir, fremur en endrarnær. Er því þá margt á boðangi, sem til vetrarforða má telja. Eitt af því er bækur. Mikið hefur komið úr sjónum i sumar og gróður jarðar hefur iíklega orðið i meðallagi, en bóka- uppskeran má frábær kallast, að minsta kosti ef miðað væri við arkatölu og orðafjölda. Skoðað á þann veg mundi það laglegur vetrarforði fyrir alla landsbúa. Þar sem margur vill lesa má margt prenta og íslendingar munu lesa flestum þjóðum meira eftir mannfjölda. Bókagerð vor verður fjölskrúð- ugri með hverju ári. Hér skal ekki dæmt um gildi Og gæði bóka þeirra, sem oss eru fengnar til forða á næsta vetri, et svo má að orði komast, en vist kennir þar svo margra grasa, að segja mætti „að allir fái dálitið.u Ljóðavinir fá sinn skerf og eins þeir sem sögum unna. Fróð- leikur margur, forn og nýr, er fram borinn. — — ‘Tímaritið Morgunn er nú orðið 5 ára. Það fjallar um „andleg málu af ýmsu tagi, dulrænar gáf- ur, drauma, sýnir, fyrirburði og svo um sálfræðilegar rannsóknir i þrengri skilningi,miðilsgáfur, kynni af framliðnum, sambönd við þá o. s. frv. Hefur ritið margbreittan fróð- leik að geima og verðskuldar lest- ur og athygli bæði ungra og gamalla. Það sækir mikið efni í barm þjóðarinnar og viðar einnig að frá öðruro löndum. Hérna er t. d. fengin frásögnin um för Bólu-Hjálmars um Langa- dal. Er hún skrásett af Arna bónda á Geitask&rði, Þorkelssyni, svo hljöðandi: SKUTULL „Það var sumarið 1875aðvið piltar hér á Geitaskarði, kl. um 3 e. b., í glaða sólskini og unaðar sumarbliðu, gengum úr slægjunni heirn til miðdegisverðar. Þegar við komum heim á hlaðið er þar staddur húsbóndi okkar Bjarni sýslumaður Magnússon. Segir haun þá; „Hann er hár i setinu þessi, sem kemur þarna sunnan að “ Við sjáum þá, að maður með hest i taumi kemur fram veginn. Orð var strax gert á því. að hann færi hægt. Við piltar dveljum það á hlaðinu í viðræðum við hús- bóndann, að þegar við förum ion, v-ar ferðamaðuriun kominn út fyr- ir neðan, gengt bænurn Veittum við þvi eftirtekt, sern sérkenuilegu, hvað hestarrrir siigu hægt og reglubundið fetið, og hesturinn, er teymdur var, var svo sem taum- lengd á eftir, en eigi fram með þótt berbakaður væri, og hitt væri verrja, þegar menn höfðu 2 til reiðar. En sérstaklega áþessat i stundu vakti það athygli míria, þött eg segði engum þá strax frá þvi, að mór virtist báðir hest-arn- ir, sem brúnir voru að lit, hakla höfðinu löðréttu, svo sem hvorki væri beisli né band við þá. Leit eg á þetta sem afleið'ng þess, hve hægt var farið, og hestarnir því algert sjálfráðir. — Þegar við svo erum alveg nýbúnir að borða kemur drengur frá bæ, sem hór er örstutt fyrir utan, og segir, að það hafi farið maður í ána. Segir drengurinn að hann hafi Verið með hest í taumi og hafi komið framan að. ÖU vitum við, að þetta ermað- urinn, sem fór út fyrir neðan. Biður þá sýslumaður skrifara sinn Jón Sveinbjörnsson, að taka með «ér Þorbrandsstaðabóndann og at- huga með ánni. Föru þeir út með ánni alt að Engihlíð og komust að þeirri niðurstöðu, að á ferðinni hefði verið dauðs manns svipur, en alls ekki holdi klæddur lifandi maður' Eftír 2 daga fréttum við lát Bölu-Hjálmars. % Er þá ekki á tveim tungum, hvers svipur hafi á ferðinni verið. Næsta sunnudag bregð eg mér að Holtstaðakoti, sera hér er rétt fyr- ir sunnan, og spyr húsfreyjuna þar, Sigríði dóttur Hjálrnars, hvort faðir hennar hafi átt annan brún- an hest en þann, er hann á efri árum hafði til reiðar. Sigriður svarar: „Já, hann átti brúna hryssu, sem hann bar á.u Þannig birtist þá Hjálmar Hú.n- vetningum í siðasta sinn og það oftir dauðs þess líkama, sem hans stóru sál var léður til bústaðar um hórvistar tímann. Já, og Hjálmari mistókst ekki fremur i þetta skifti en áður að láta að áér kveða. Valdsmanni þeirrar sýslu, sem Hjálmar unni ekki minst, sýnist. hann hærri.en aðrir, þótt dauður só. Eg verð að játa það, þó eg viti með visðU, að margar slíkar merkilegar sýnir hafi hér urri slóðir fyrir borið, þá hefi eg enga séð, seffl mér hefir þött ein< merkileg og þessi. Má það veraaf þvi, að það var þessi mikla sál Hjálrnars, sem lætur mynd sina birtast, svona lika glögt, í glaða sölskini. Þvilik sönnun fyrir ö- dauðleik sálarinnar! Tvo menn skal eg tilnefna, sem eg vona að enn lifi og' geti boriS um þetta, sem sjónarvottar. Ann- ar er áðurnefndur skrifari, Jö'i Sveinbjömsson. Mun hann fyrir ekki löngu hafa verið skiifari hjá sýslumanni Raugvellinga. Hinn er Gunnar Jónsson frá Blöndubakka, nú í R“ykjavík. Hann var dreng- ur á Þorbrandsstöðum, sá er sendur var að Goitaskarði. Er rétt að aðrir en eg inni þá eftir þvi, þessu viðvikjandi, sem aðalatriðið er, þótt aukaatriði nokkur sóu, sem eg einn veitti eftirtekt. En að eg segi svo rótt frá fyrirbrigði þessu og öllu þar að lútandi, eins og það átti sór stað og kom mér fyrir sjónir, þar legg eg drengskap rninn við, að er sannleikanum samkvæmt.u — — Þessu er skipað í aftasta sæti ritsins; má þar af geta sér til, að margt finnist mikils vert í hinum fremri röðum. Sá veit skýrast er skoðar. Prakkarar við b a r n a k © ini s 1 u. Á vori var sýnt hvernig Sig- urðör okkar Kristjánsson hefur haft lag á að nota drauga eða

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.