Skutull - 03.10.1924, Blaðsíða 3
SKUTULL
3
I. 0. G. T. Að eins f. templapa.
Kvöldskemtun
heldur st. ísfirðingur nr. 116 í fundarsal templara
laugardaginn 4. okt. 1924 kl. 9 e. m.
SKEMTISKRÁ:
Kæða IJpplestur
Söngur Sjónleikur
D-Á-K-S
: : : Aðgangur að eins 1 króna : : :
Fiarsöfnimarnefntl Isfirðings.
sögur af þeim, við kennslu sina
hór i barnaskölanum.
Taldiet slikt þess vert að kunn-
ugt yrði, svo upp mætti takagt á
öðrum stöðum, ef hentugt þætti.
Eins og að likindum lætur er
Sigurður eigi þann veg við eina
fjölina feldur, að ekki kunni hann
fleira að nota nemendum sínum
til þroska og mennÍDgar.
Hann fær þeirn líka til rækilegs
lesturs sögur nafnkendra manna
látinna, þö ekki hafi þeir verið
hér á kreiki eftir dauðann, svo
kunnugt sé um.
Það er víst einmælt meðal
kennara að dæmi og frásagnir af
nafukendum mönnum, só í besta
lagi fallið til að vekja athygli
barna og unglinga.
Hver hagsýnn fræðari fær þe«s
vegna nemendum frásagnir af
þeim mönnum, sem hann álítur
best fallna til að vísa hinum
unga „þann veg, sem hann á, að
ganga.u
Yalið er ekki vandalaust. Einn
góður kennari og sálarfræðingur
varar við þvi, að reyna að inn-
ræta börnum dygðir og siðp ýði
moð sögum af ólundarseggjum og
leiðindaskjöðum, þó lastvarar bafi
verið.
Telur hann hætt við að verk
slikra taki þann blæ af skapbrest-
um þeirra, í unglinga og óreyndra
auguin, að litfc eður ekki laði til
eítirbreytni. —
Hv&ð sem þessu líður er fröð-
legt að kynnasfc hetjunum í sög-
um þeim, er Sigurður velur böm-
‘unum, eem honum eru fengin til
fræðslu.
Einn af þeim er Grafar- Jón.
Grafar- Jón þt-ssi var Skagfiið-
ingur, stórþjöfur og bragðavefur,
en svo kænu og lángefinn að
aldrei komst hann undir manna
hendur.
„Iíann lést í el’i, á þægri sæng“
hafður í guðtbarna tölu af presti.
Jóni var lika margt vel gefið,
atgjörfi, ráðsnild, greiðvikni með
mannkylli; velgjörðasarnur gat
hann verið er þvi var að skifta.
Ekki hafa kostir' liaus gert hann
bvo nafnkendsnn að saga væri
um rituð, þvi í þeim bar hann
eigi langt af öllum samtlðamöun-
um sínum í Skagafirði.
En ,.í prakkaraiskap þótti hann
ekki eiga sinn líka. Því var saga
hans skrásett, þess vegna er hún
til vor komin og þvi fekk Sigurð-
ur Kristjánsson völ á henni „ung-
lingum“ til lesfcurs og leiðarvísis
undir kans handleiðslu.
Ofraun.
(Sönn saga.)
Móri var ungur, vaskur, vel
sterkur og leit út fyrir að verða
mjög fylgispakur eiganda. Þótfci
konum væut um hundinn og ásetti
sór uð venja hann vel.
Þetta var ekki vandalaust, þvi
Móri var mikill fyrir sér og ódæll.
Tók hann kindur og elti
vægðarlaust.
Fekk hann þungar ávítur fyrir,
en var eigi barinn.
Fyrsti betrunarvotturinn í þessu
var t-á, að harm þvældi kindunum
til húsbónda síns í stað þess að
elta þær út í buskftnn.
Var hann þá upplitsdjarfur og
bjóst við þakklæti, en er það
brást undraðist hann og krygðist.
Smátfc og smátt lót hann af
þessum eltingum.
Aflogagjarn var Móri. Yildi
húsbóndinn venja hann af að
leita á aðra að fyrra bragði.
Sýndist sem það mundi lánast
með tíð og tima.
Ætti hann öðrum að vorjast
lét eigandinn blutlaust meðan
viðureignin þótti eigi of hörð.
Enga hjálp fekk Móri fyr en í
fullri þörf, en reynt var að slæva
hann þar sem liann átti alls kosfci.
Nágranna átti Móri, sór nær
jafngamlan, fiekkóttan, ljótan,
smáskítslegan, errinn og áfloga-
giarnan.
Lót sá Móra aldrei í friði þegar
þeir kittust, mátti þó eigi við
konum.
Reynt var að kenna Móra
að þyrma þeim flekkótta þegar
hann var yfirkominn, en gekk
treglega.
Einu sinni kom Móri í fylgd
með húsbónda sínum þangað
sem Flekkur átti keima. Stóð
hann í hlaðvarpa og réðist þegar
á Móra af mikilli grimd.
Urðu sviftingar óvenju harðar.
Þó hafði Nlóri hann loks undir
til fulls og neytti sigursins
hlifðarlaust.
Húsbóndi Móra skipaði honum
þá að sleppa Flekk, ©n við það
var ekki komandi. Eigi lét liann
heidur sefasfc við blíðmæli.
Húsbóndi Móra sló hann þá
svipukögg.
Var ólin' nokkuð löng, mjúk
og reið vel að.
Vafðist hún um háls Móra og
kiþptist hann ofan af Flekk.
Sá Flekkur sig ekki úr því
færi, en skaust inn i bæ.
Alóri gekk með reiðisvip á
svig við húsbónda einn og lagðisfc
niður kipp korn frá.
PF* VERSLIÐ VIÐ KAUPFELAGIÐ!