Skutull

Årgang

Skutull - 10.10.1924, Side 3

Skutull - 10.10.1924, Side 3
SKUTULL 3 Reinið hann kostgæfilega, atbugið vandlega og berið saman við þann erlenda. Þyki hann jafngóður, þá kaupið hann einan; þyki hann betri, hvetjið aðra til hins sama. Æ> gr i r. Septemberblað hans í ár er út- komið og uin land sent. Ægir er nær ávalt góður og fróðlegur; í þetta sinn er hann ágætur, fullur margskonar fróð- leiks og merkilegra bendinga. Skal hér bent á; helstu rit- gjörðirnar: 1. „Fiskirannsóknirnar á Dönu hér við land í sumar.u Þar er margur fróðleikur og góðar bendingar. Ein þeirra er þessi: „Það fer nú altof margur smáfiskurinn forgörðum fyrir tím- ann í ö'lum heimsins botnvörpum og vel væri, ef unt yrði að draga úr því ungviðisdrápi í fram- tíðinni......“ Þessi ritgjörð er eftir Bjarna Sæmundssou. 2. Skýrsla erindrekans í Vest- firðingafjórðungi (Kristjáns Jóns- sonar frá Garðstöðum.) Nær hún yfir april, maí, iúní og júi' þ. á. einlfar fróðleg og fylgir stuttur eftirmáli. Þar er .þetta: „Aður fyrri voru sjávarmenn sterklega hvattir til þess að verka fbk sjálfir og selja síðan fullverk- aðan og enn þá hefir sú hvöt viða fullan rétt á sér.u Og enn fremur: „Smærri framleiðendur, eigend- ur minni vélbáta og róðrabáta smátýna tölunni. . . Og undan- farandi tímar hafa þrásinnis eýnt, að þetta fyrirkomulag hefir marga isjárverða ókosti í för með sér.u 3. Þá er greinarkorn um Samúel Plimsoll d. 1898. Eru 100 ár frá því hann fæddist (1824). Samúel þessi má teljast einn hver allia mesti velgjörðamaður ejómanna, því hann barðist gegn ofhleðslu skipa, sem á hans dögum var algeng, og öðrum stórgöllum á skipaútgerð EnglendÍDga. Trautt mun auðið að segja akýrar og betur frá svo roerku og miklu starfi, sem. Plimsolls, í jafn stuttu máli og þessi grein er. 4. „Landhe]gisgæslanu eftir Kristján Bergsson. Þetta er eköruleg grein, sprottin af fastri sannfæringu og snörpum áhuga. ' í henni er þetta út at botn- vörpuveiðunum: „Það sjá nú allir, að slik rán- yrkja, eins og hér hefir verið rekin, getur ekki haldist, og má ekki haldast lengur, aDnars fer svo að fiskimiðin við ísland verða ekki meira virði en annarstaðar þar sem slík ránveiði hefur verið rekin lengi, t. d. i Norðursjónum.u Og ennfremur: „Yið verðum að hætta að líta af smáum augurn á bátaútveginn.u Lesið Ægir! XÆasir2,t.jón. Héðan má nú telja vist að farist hafi mótorbáturinn Rask. Var hann með handfæri norður á ITúnaflóa fyrir álilaupið um dag- inn, en ekki ætla menn hann þa.r farist hafa, heldúr vestan Horns. Skipverjar Yoru þessir: 1. Guðmundur Benediktsson form. 2. Kfist.jsn Stefánsson, stýrim. 3. Halldór Bjárnason 4. Kristján Jóhannesson 5. Stefán Hevmannsson 6. Loptur Guðnpundsson 7. Guðmundur Loptsson 8. Jón Björasson, að norðan 9. Guðmundur Daníelsson, vél- stjóri frá Súgandafirði 10. Einar Eyníundsson, frá Rvík. 11. Jóhann Þórarinsson, af Hell- nasandi 12. Sigurgeir Bjarnason, úr Stykk- ishólmi. 13. Sigurður Björasson frá Bol.v. Þar að auki kváðu tveir menn hafa komið á bátinn norður á Steingrimsfirði. Er að þessum mönnum mikill sjónarsviftir, og eiga margir þung- sd harm að bera af missi þcirra. Fyrir bæinn í heild sinni er þetta stór skaði, þvi nærri kelm- ingur skipshafnar var héðan af ísafirði, menn á miðjum aldri eða yngri, ötulir og reyndir sjómenn utan 1, sem aðeins var 1B eða 16 vetra. —' — — — Margt hefir orðið ekkna og ’föðurlausra við skiptjón þetta, en eigi veit Skutull það glöggt að svo búnu. Svo er haft eftir þeirn, sem á sjó voru þann dag, er ætla má að báturinn hafi farist, að sjór hafi þá verið miklu stærri" og hættulegri úti fyrir Vestfjörðum, en titt þykir svo snemma hausts og í frostlausu; lítt eður ekki gætt.i þess sunnan Látrarastar. Samt’ vaknar sú spurning við 8líka atburði, hvort lífi sjómanna vorra só að uppjafnaði nokkru óhættara á vélskipunum, en áður á árabátum og seglskipum. Mætti vera að hagstofan kynni þar skil á. — — — Jafnaðarmenn eflast í Landsþingi Dana. Þann 16. f. m. fór fram kosn- ing kjörmanna til landsþings- kosninga í Kaupmannahafnar-, Fjóns- og Norðurjótlands-kjördiem- um. Úrslitin urðu þau, að jafn- aðarmenn fengu 678 'kjörmenD móti 528 í sömu kjördæmum 1920, gerbótamenn 171 eða jafn- marga og 1920 vinstrimenn 443, en höfðu 1920 492, og íhalds- menn 375 í stað 357 1920. Fóru aðalkostningarnar eíðan svo, að jafnaðarmenn fengu 12 þingsæti, unnu 3, gerbótamenn 3, eins og þeir höfðu áður, vinstri- menn 8, töpuðu 2, íhaldsmenn 5 og tþpnðu einu. I nýja landsþinginu er flokka- skiftingin því þannig. Jafnaðar- menn 25, vinstri 31, gerbóta- menn 8 og íhaldsmenn 12. W VERSLIÐ VIÐ KAUPF-ELAGIÐ!

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.