Skutull - 27.08.1927, Blaðsíða 1
=$KDTUL1
Ritstjóri: síra Guðm (xuðmundsson.
v. Ir.
Prédikunar stúfur.
Nú um stundir heíur eigi verið
meir um annað talað eða ritað en
kosningar og stjórnarskifti. f>etta
er beint að vonum.
tJrslit þeirra mála hafa ýms
áhrif á hag, störf og hugarfar
landsmanna hin næstu missiri,
hvað sem meira verður.
Þó réttilega só kallað að ihalds-
flokkurinn hafi beðið miktnn ó-
sigur við kosningarnar og hann
að nafninu til verði að láta af
stjórn í bráðina, þá er vald hans
og áhrif lítt skert í mörgurn mest
varðandi efnum. Hann hefur svip-
uð ráð yfir fjármagni landsins,
stjórn og rekstri atvinnu innan-
lands og verslun við önnur lönd.
Þessa er jafnaðarmönnum þörf
að gæta, enda ér ólíklegt að þeim
gleymist það.
Þó snið landstjómar sé mikils
vert og hitt litlu síður hvarjir
með fara, varðar mestu hvert snið
er á háttum landsfólksins og
hvernig það stjórnar sjálfu sór.
Þó margt sé íslendingum næsta
vel gefið og þeim hafi skilað
furðulega greitt áfram á götu
hagsbóta og menningar í mörg-
um efnum síðustu 50—60 árin,
eru ekki lítil spjöll á ráði þeirra.
Hófleysa, sundurgerð og lóttúð af
ýmsu tagi vex geigvænlega hjá
eumum; skaðleg óánægja með sig
sjálfa og lífið yfir höfuð grípur
huga annara.
„Gömul að vísu er saga sú, en
samt er hún ávalt ný.u
Þeir sem elska lífið eins og það
birtist á þessari jörð, þótt hvorki
sjái þeir upphaf þpss né endalok
og beri Htið skin á tilgang þess,
eiga til tveggja handa að verjast,
' eða tvennar villigötur að varast.
Annars vegar sækja að ákafar
fýsnir, er hrinda mönnum á braut
frekju, óhófs og stórsynda.
Hinsvegar gnagar ormur von-
leysis og litilsvirðingar á lífinu,
ísafjörður, 27. ágúst 1927.
einkum mannlífinu, börkinn af
lifsins tró og sýgur úr því safa
yndis og unaðar, svo það feiskist
eða fúnar fyrir forlög fram.
Slíkt leiðir sálina út í hin ystu
myrkur þessa heims. —
Hór skal drepa með fám orð-
um á eina fýsn, drjdrkjufýsnina,
græðgina í vínið.
Verður það einkum gjört frá
almennu sjónarmiði eða pólitiskt,
sem svo mætti kalla. —
Hrykkjuskapur átti sór öfluga
stoð í trúarbrögðum forfeðra vorra-
Æsir, það er guðirnir sjálfir, drukku
ósleitilega; Þór þeirra mest, sem
vænta mátti, því hann var grann-
vitrastur.
Sælan eftir dauðann fyrir úrval
manna, hetjurnar, var einkum
fólgin í daglegum bardögum og
daglegri víndrykkju.
I blótveislunum voru jafnan
stórdrykkjur, ef föng voru til, og
við sérhvern annan meiriháttar
mannfögnuð.
Stórmenni það, sem ísland
bygði, flutti hingað trú, siðu og
háttu sinna sveita; iðkuðu það
hór eftir þvi, sem við þótti eiga
og atvik leyfðu.
Jafnótt sem land byggist og
fólagslíf þróast sjást drög til
drykkjuskapar, innflutnings á vín-
fóngura og bruggunar í landinu
sjálfu.
Þetta sóst á ýmsum frásögnum,
orðum og talsháttum t. d. „að
drekka erfi“ og annað þessháttar.
Á þessu varð engin breyting
við siðaskiftin. Ofát og ofdrykkja
var ekki komin á svo hátt stig
hór, að klerkum eða landslýðnum
þætti nauðsyn gegn að risa.
Vigaferli og margskonar illvirki
önnur veittu hinum nýja sið,
kristninni, ærið nóg að berjast
gegn og brjóta á bak aftur.
Víndrykkjan þróaðist því í næði
bæði hjá lærðum og leikum.
Varnaði það eitt vandræðum að
ekki var hægt að afla vinsins
nema af skornum skamti.
Á biskupsstólunum var oft mikil
32. thl.
drykkja í för með risnu annari,
og á yfirreiðum sumra biskupa
gekk títt í sukki og svalli, þó
sögurnar láti ekki mikið yfir.
Sunnanlands var það ta'.inn
kostur á biskupum ef þeir gátu
kent að brugga öl.
Hór eru engin föng á að rekja
feril ofdrykkjunnar öld eftir öld.
En hún magnaðist meir og meir;
deyddi fjölda manna beinlínis,
spilti miklu fleirum.
Hún lagðist í ættir og létt* eigi
fyr en þær voru eyddar þó styrkar
væru, eða sokknar í eymd og
vanvirðu þótt áður nytu auís og
álits.
Hún gjörðist ólánsfylgja heilla
stótta, vilti þær af vegi skyldu
og velsæmis, svifti þær virðing
og trausti almennings.
„Kirkja vors guðs er gamalt hús
gilda þarf upp í syðri veggian,
því að hún heimska lagði á legginn
meðan að klerkar drukku dús.u
Svo kvað Jón Hinriksson.
Svipað fór fyrir sýslumönnum.
Læknar eru í sömu hættunni.
Þannig mætti lengur telja.
Oft hafði verið reynt að hefta
ofdrykkjuna, en um það bil sem
hin svonefnda viðreisn Islands
byrjar, þjóðin fær forræði sinna
helstu mála innan lands og var
orðin þúsund ára gömul, ruddi sú
skoðun sér til rúms hjá mörgum,
að ofdrykkjan væri eitt með verstu
meinum þjóðarinnar.
Milli 1840 og 1880 gjörðu margir
góðir menn tilraunir ti) að hefta
ofdrykkju, hver í sinni sveit, og
ekki fá bindindisfólög risu upp á
víð og dreif.
Eu þaa voru sundurlaus, færð-
ust lítið i fang, framkvæmdu enn
minna og urðu flest skammlíf.
En þegar „Regla Goodtemplara11
kemur hingað (1884) færist bind-
indisviðleitnin í nýtt snið. Templ-
arar settu félagsstarfi sínu hvorki
takmörk af sveitum, Iöndum nó
álfum heims, he’dur ætluðu sór