Skutull

Árgangur

Skutull - 11.02.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 11.02.1928, Blaðsíða 1
sSKDTDLLs Útgefandi: Verklýössamband Vesturlands. Yí. ÍR. ísafjörður, 11. febráar 1928. 8. tbl. Áuðvalds ríkið. ii. Til þess að halda valdi sínu neytir borgarastóttin ýmsra meðala. Rúmur helmingur af tekjum sumra ríkja fer til hers og flota, sem venjulega er notaður til þess að tryggja veldi þeirra gagnvart öðrum ríkjum, og gera þeim mögu- legt að seilast í bita frá nágrönn- unum. Herinn er líka hafður til þeas að halda verkalýðnum og bændunum í ánauð auðvaldains. 1 byltingunni í Rússlandi 1905 var verkalýðurinn skotinn niður af hernurn, það. sama átti einnig að gera 1917, en tókst, sem betur fór, ekki, því að þá skildu her- mennirnir, að þeir voru verkfæri í höndum auðvaldsins, sem átti að nota gegn stéttarbræðrum þeirra, Verkamönnunum. Byltingar- tilraunir þýaka verkalýðsins voru bældar niður með hervaldi. Breska auðvaldið reyndi hv8ð eftir annað að hefta frelsiabaráttu írsku þjóð- arinnar með aðstoð hersins, og nú á síðustu missirum sendi það þús- undir hermanna, til þess að bæla niður frelsiebaráttu verkalýðsins í Kina. Miljónaeigendur Bandaríkjanna hafa oft sigað hermönnum á verk- fallsmenn þar í landi og kúgað verkalýðinn til hlýðni á ýmsan annan hátt. Þannig mætti lengi telja. Auðvaldið lætur verkalýðinn kosta miljónir hermanna og dýr hernaðartæki, auk lögreglunnar, Bem á að líta eftir því að lögum borgarastéttarinnar sé hlýtt og „reglau só í landinu. Verkalýður- inn er því eins og krakki, sem sjálfur reitir hrísið í vöndinn. Dómstólarnir eru líka háðir yfir- ráðum auðvald8ins, og til varnar borgarastóttinni. í Þýskalandi voru þau Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg, frægir friðarvinir, sem lifðu og störfuðu fyrir verkalýð- inn, dæmd í fangelsi fyrir starf sitt og baráttu gegn heimsstyrjöld- inni og loks myrt af auðvaldinu. Ollum eru líka i fersku minni afdrif þeirra Sacco og Vansetti, sem auðvaldsdómstólarnir í Ame- ríku hneptu í margra ára fangelsi, dæmdu til daúða, alsaklausa, og tóku af lífi nú í haust. En maður, sem meðgekk glæp þann, er þeir voru ákærðir um, var sýknaður af honum. Hór á landi mætti eitthvað til tína, sem fer í svipaða átt, þótt í smærri stíl só, • t. d. Krossanes- málið alræmda o. fl. En hór verður staðar numið. Tala þeirra, sem verða fyrir ranglæti auðvaldsdómstólanna, er legio. En nöfn þeirra eru ekki ætíð skráð í mannkynssöguna, þau geymast í hugskotum öreiganna, sem heilagt tákn göfugrar fórnfýsi. En borgarastóttin kúgar verka- lýðinn ekki eingöngu með valdi, heldur reynir hún að lokka hann til hlýðni. Hún kappkostar að halda honum við þá trú, að vald sitt eó frá guði, og því beri ö.ll- um guðsbörnum að hlýða boði hennar og banni. Hún lætur prest- ana pródika um himneska sælu, er bíði allra fát.ækra og volaðra og telur öreigunum trú um, að örbirgðin sé hlutakifti allra drott- ins barna hór á jörðinni. I skólunum er börnunum kent að hlýða lögum auðvaldsins og að bera virðingu fyrir „friðhelgi eignaréttarinsu. Vandlega er þagað um þær kenningar, sem telja rang- látt, að íáir menn auðgist af striti annara, og vilja að framleiðslu- tækin sóu notuð i þágu heildar- innar, svo arður vinnunnar renni ekki í sjóð einhvers einstaklings, heldur skiftist milli allra þeirra, sem vinna. Þeir, sem aðhyllast þessar skoðanir og vilja koma þeim í framkvæmd, eru í augum borgarastóttarinnar blóðhundar og byltingaseggir. Blöðin gerast. lika þrælar auð- valdsins og styrkja yfirráð þess eftir mætti. Rithöfundarnir selja því flestir skoðanir sínar og sann- færingu og gerast málsvarar rang- lætisins, svívirðinganna og kúg- unarinnar í heiminum. Þeir, sem tala máli verkalýðsins, eru tafar- laust þagðir i hel, eða — takist það ekki — ofsóttir og svívirtir af skósveinum auðvaldsins og oft- lega misskildir af fávísum og þý- lyndum verkalýð. En þetta má ekki þannig til ganga. Verkalýðurinn verður að drepa sig úr .þeim fáfræðidxóma, sem borgarastóttin reynir að halda honum í. Hann verður að afla sór þekkingar á grundvallaratriðum þess borgaralega þjóðfólags og gagnrýna framleiðaluskipulag þess, trúarskoðanir,' bókmentir og listir. Hann verður að skilja þjóðfólags- lega þróunarkenningu jafnaðar- stefnunnar, og læra að nota sór þá þekkingu í baráttunni gegn kúgun auðvaldsins. Hann verður að treysta á sitt eigið þrek og berjást fyrir frelei sínu í eldi og svælu stjórnmálabaráttunnar. Og þegar hann hefir náð frelsi sínu úr járngreipum auðvaldsinB getur hann notið ávaxtanna af andlegu og líkamlegu starfi sínu. Forn spakmæli um víniS. „Vínið er eitur á leið gegn um hjartað.u Kínverskt. „Þú skalt ekki drekka vín eða neitt, er getur gert þig ölóðan.“ Buddha (500 f. Kr.) „Drektu ekki vín, því að það er uppspretta allra lasta.u Arabiskt boðorð. „Fjarri mór só eitur Bacchusar — skaðvænt, æsandi vín, er veikir bæði' líkama og sál.u Homer.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.