Skutull

Árgangur

Skutull - 17.07.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 17.07.1928, Blaðsíða 1
aSKOTDLLs Útgefandi: Verklýðssamband Vesturlands. VI. ÍR. ísafjörður, 17. júlí 1928. 27. tbl. Stjórnmál og stóttabarátta. Áskorun. Hermeð er skorað á alla þá, sem hafa lofað fjárframlagi til Samvinnufélags ísfírðinga, að gefa sig fram við Ingólf Jónsson, bæjargjaldkera, og greiða honum tillögin hið allra fyrsta. Umfram alt þurfa þeir, sem hafa lofað fé í skip, að gera skil sem fyrst. Stjómin. Hið borgaralega þjóðfélag skift- ist í tvær andstæðar stéttir, auð- menn og öreiga. Milli þessara stétta er mikið djúp staðfest. Önnur þeirra er fátæk og kúguð, hin er auðug og voldug. Áhugamál þeirra geta þess vegna aldrei verið þau sömu, heldur hljóta þær jafnan að berast á banaspjótum. Þetta er mjög eðlilegt. Auð- mennirnir hugsa um það eitt, að græða sem mest fé, bæði á þvi, sem þeir láta framleiða, og á því, sem þeir versla með. Þeir krefjast þess, að verkalýðurinn vinni eins lengi og kráftarnir leyfa, sjálfír taka þeir allan arð þeirrar vinnu, og til þess að sá arður verði sem mestur, gjalda þeir viununa mjög lágu verði. Verkalýðnum er það aftur á móti áhugamál, að fá sem hæst laun fyrir litla vinnu. Hann vill að vinnan veiti sér ekki að eins líkamlegt viðurværi, heldur einnig andleg þægiudi og verðmæti. Iíann veit að maðuriun lifír ekki á brauðinu eiuu saman, enda þótt atvinnurekandiun aatlist til þess og gjaldi vinnuna að eins því verði, sem framleiðsla hennar kost- ar, þ. e. a. s. því minsta sem þarf til þess að viðhalda líkamlegu starfsþreki verkamannsins. Af þessu er það augljóst, að alstaðar þar sem verkalýðurinn er fjölmennur, hlýtur hann að berjast fyrir hærri Iaunum og styttri vinnutíma. En þó er það ekki nægilegt. Hvarvetna, þar sem auðmagnið hefir náð verulegii festu, hefír verkalýðurinn kent á kúgunar- mætti þess og að eins séð eitt ráð til þess að losna úr þeirri ánauð, það, að sigrast á sjálfu auðmagninu og mynda þjóðfélag, bygt á réttlæti og bræðralagi, þar sem enginn kúgar annan og eng- inn stéttamunur þekkist. Þannig hefír kommunisminn þróast innan verklýðshreyfingarinnar. Só litið á sögu verklýðshreyf- ingarinnar í ýmsum löndurn, þá verður það ljóst, að verkalýðurinn bíður margsinnis lægri hlut i stéttabaréttunni. En þrátt fyrir það er hann viss með að sigra um eíðir, ekki að eins i einhverju einstöku landi, heldur í öllum heiminum. Ilvernig má slikt verða? Hin stórkostlega auðsöfnun fárra manna veldur því, að öreigunum fjölgar stöðugt. Iðnaðarmenn, smá- kaupmenn og bændur bíða lægri blut í samkepninni við stóreigna- mennina, verða öreigar og gerast daglaunamenn. En fjölgun verkalýðsins fylgir lika máttur samtakanna. Stóriðjan fer stöðugt vaxandi og verður bæði voldug og umfangsmikil. Hún verður þess valdandi, að þús- undir verkamanna vinna saman á einum stað. Þeir sjá hvernig auðmaðurinn. kúgar þá og rænir öllum arði verka þeirra. Vinnan sýnir þeim mátt samtakanna og kennir þeim að neyta þess máttar í baráttunni fyrir hagsmunum stéttar sinnar. Þeir mynda með sór öflug samtök, bæði stéttar- fólög, samvinnufélög og stjórn- málaflokka. — Nú er það vitanlegt, að í hverj- um stjórnmálaflokki eru venjulega áhugasömustu og framsæknustu menn hverrar stéttar, þeír, sem þrautseigastir eru og þeir, sem skilja best áhugamál stóttarinnar. Flokkurinn er því lítill hluti þeirr- ar stóttar, sem hann berst fyrir. En þegar þess er gætt, að hann er einskonar fulltrúi og leiðtogi stéttarinnar, þá varður það ljóst, að barátta hans er barátta hennar, og sigur hans er sigur hennar. Þetta hafa allir góðir verklýðs- foringjar sóð og viðurkent. Sam- eining alls verkalýðsins er tak- mark þeirra, því hvernig sem baráttunni er hagað, þá ber ætíð að stefna að sama marki, þvi, að steypa borgarastóttinni úr valda- 9tólnum. Sameining stétta- og stjórnmálabaráttunnar er nauðsyn- leg. Stóttarfélögin mega ekki vera afskiftalaus í stjórnmálum, heldur skulu þau taka þátt í stjórnmála- baráttu verkalýðsins. Hafnarverkfallið finska. Síðan snemma i janúar í vetur hefir verið hafnarverkfall í 29 finskum hafnarborgum. 12 000 hafuarverkamenn taka þátt í verk- falli þessu. Menn, sem muna hvernig verk- lýðshreyfingin í Finnlandi var bæld niður af nhvítu“ föntunum 1918, hljóta að undrast það, að verkamenn skuli áræða að hefja þar verkfall, enda hafa verkfalls- mennirnir mátt kenna all óþyrmi- lega á kúgunarmætti finska auð- valdsins. Nokkru eftir að verkfallið

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.