Skutull

Árgangur

Skutull - 05.10.1928, Síða 2

Skutull - 05.10.1928, Síða 2
2 SICUTULL F'or&oðið. •T. L. Perec. 1 VélaYerksmiðjan „ATLAS“ | Kaupmnnnaliöfn ® ^ Pramleiðir al 1 ;sr- sl;*>r-ílir' frystivéla. ^ Fyrsta vélfrystihásið á Vesturlandi, sem reist hefir verið ^ ---- í Bolungarvík, notar vélar frá „Atlas“. - @ Umboðsmaður fyrir Vestur- og Norðurland: ^ % BjörgYÍn Bjarnason, ísafirði. 0 © •• . && ^ Ollum fyrirspurnum svarað greiðlega. •••##•••••••••••••••»—eco Einu sinni var foræði. Það var einangrað fráumhoim- inum. Hátt gerði sárbeittra þyrna stóð milli þess og engjanna, en milli þoss og loftsins var fitukend, grænglitrandi himna, sem vindur- inn reif rifur í nokkrum sinnum a ari. I foræðinu áttu litlir ormar heima, eins og venjulegt er, og þeir gleyptu í sig ennþá minni orma. Foræðið var hvorki langt né breitt og ekki djápt heldur. Orm- arnir gátu samt hvorki kafað til botns nó synt til bakkanna fyrir slýi og ýmsum vatnajurturn. Landafræði foræðisins hefirekki verið rannsökuð enn sern komið er. Ea foræðishrokinn or fyrir löngu alþektur orðinn, og ímyndunin tek- ur fram öllu öðru undir skugg- sælli hulunni. Og. þar er bæði spunnið og ofið. Smátt og smátt ófst þar goð- sögn, ósvikin ormasaga: „Foræðið er úthafið mikla!“ „Öll heimsins fljót streyma þang- að. Sum bera með ser gullið — það var slýið, sem fól í sör allar lífsnáuðsynjar þeirra — og aðrar koma með blóm — það voru vatna- jurtirnar, sem þeir leyndust í — perlur — bobbar og kórallar — hálfrotnaðar hrxslugreinar.u „Græaa lagið, fituháðin yfir foræðinu er himininn yfir áthaf- inu mikla. Sórstakur himinn fyrir þenna heiu>!“ Eggjaskurnsbrot voru þar, og komu í staðinn fyrir stjörnur. En fáirm kúrbít héldu þeir vera sól. Steinarnir, sem smalastrákarnir fleygðu át í foræðið, voru vitan- lega loftsteinar, sem guð almátt- ugur lét falla i höfuð syndaranna. Og þegar rifa kom á himininn og geislar hinuar sönnu sólar brunnu á höfðum ormanna, þá tráðu þeir o' fundu návist helvítis. Þrátt fyrir þetta var ágætt að eiga heima þarna í foræðinu, þar sem allir voru ánægðir mað sig og aðra. Þeir, sem bjuggu í át- hafinu mik^a, voru auðvitað fiskar Hver þoirra leit á sig sem hval eða krókódíl. Stolt og lieiður þóttu þar ágætastir eiginleika. Stjörnu- fræði, skáldskapur og heimspeki runnu þar líka upp eins og fiflar i táni. Lserða stéttin taldi og taldi eggjaskurnsbrotin, þangað til að hán komst að þeirri niðurstöðu, að þau væru ðteljandi. Svifhugarnir ortu á marga vegu um heimsmyndina. Það var al- gengt, að líkja þjóðernissinnunum við stjörnur, stjörnunum við augu kvenna, og fránum sjálfum við himininn. Heimspekin setti guðhræddar sálir framliðinna í kárbítinn. I stuttu máli: þarna skorti ekkert. Lífið átti til atla regnbogans liti. Þegar fram liðu stundir, var lög- bók samin og hundruð skýringa skrifuð. Þá festust veDjur og siðir. Ef einhver smáormur óslcaði breyt- inga, þá var það alveg nóg, að hann hugleiddi, hvað heimurinn myndi segja, til þess að hann roðn- aði, iðraðist og gerði yfirbót. En einu sinni kom bylting. Svínahópur kafaði þvert yfir foræðið. Voðalegar lappir spörkuðu himn- inum sundur, hrærðu dýið saman, brutu kóralana og blómin mólinu smærra, lögðu þenna afekekta heim í rástir. Fjöldi orma, sem höfðu sofið djápt undir slýinu, (0? ormar geta sofið lengi), slappu heilir á báfi. Þegar þeir komust á lappirnar, var himininn korninn i samt lag aftur og orðinn heill. En stórar hrágur af kæfðum ogsundurtroðn- um ormum lágu þar og voru þögul vitni uin byllinguna. „Hvað h^fir borið við?u spurðu svefnpurkurnar skjálfandi af hræðslu, og leituðu að ein- hverri lifandi veru, sem gæti sagt þeim orsakir hörmunganna. En það var ekki svo auðvelt að finna hana, því það er engin hægðar- leikur að lifa af, þegar himininn ferst. Þeir, sem ekki höfðu verið troðnir til bana, höfðu dáið af skelfÍDgu, og þeir, sem ekki höfðu dáið af skelfingu, höfðu sprungið af harmi, og þeir, sem ekki höfðu sprungið af harmi, höfðu farið sér sjálfir. Það var hvort sem var ekkert líf, þegar enginn var him- ininn. Það var bara einn ormur lif- andi eftir. En hann var varla bá- inn að segja frá því, að himininn, sem þeir sæju nána, væii alveg nýr, en gamla himininn hefðu dýralappir spark'að sundur, og ormahimininn væri ekkieilífur,— þá skildu þeir það strsx, að hann hlaut að vera vitskertur. Þeir fyltust meðaumkuD, settu kann í bönd og iiuttu á geð- veikrahæli. 3U ’28. 01. P. KriOjánsson. þýddi.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.