Skutull

Árgangur

Skutull - 19.10.1928, Blaðsíða 1

Skutull - 19.10.1928, Blaðsíða 1
sSKDTIJLLs Útgefandi: Verklýössamband Vesturlands. VI. ÍR. Liðsauki. Verklýðsfélag stofnað á Pat- rekslirðí með 57 félögum. Að tilhlutun Verklýðssambands Vesturlands, lagði Halldór Ólafs- eon ritstjóri af stað með „Esju“ siðast til Patreksfjarðar. Verka- menn þar höfðu snúið sór til sam- bandsins og beiðst þess, að þeim yrði hjálpað til að koma á etofn fólagsskap á staðnum. Á þriðjudagskvöldið 16. þ. ra. hélt Halldór fund á Patreksfirði og bauð á hann verkalýð í þorp- inu. Lauk fundinum með stofnun Verklýðsfólags Patreksfjarðar og urðu etofnendur 57. I stjórn voru kosnir: Árni Þorsteinsson, formaður. Ragnar Kristjánsson, ritari. Kristján Jóhannesson gjaldkeri. Og meðstjórnendur: Davíð Friðlaugsson og ‘ Guðfinnur Einarsson. Óskar Skutull fólagi þessu góðs gengis og væntir þess, að starf- semi þass megi verða upphaf að falli ihaldsins í Barðastrandasýslu. Rafurwaagn. ísfirðingar höfðu alllengi haft raflýsingamálið á dagskrá hjá sór. En sýnilegur árangur af þeim bollaleggingum hefir ennþá ekki orðið annar en sá, að nokkur hluti bæjarins er upplýstur af raf- urmagni frá stöð, sem rekin er með oliumótorum. Er það rafurmagn bæði- ónóg og rándýrt til notkunar. Mælingar hafa verið gerðar á ánum hór við Skutulsfjörð. En bæði rangar og flausturslegar. ísafjörður, 19. október 1928. 40. tbl. Bæjargjöld sem ekki verða greidd innan loka þessa mánaðar verða afhent bæjar- fógeta til lögtaks. ísafirði 16. október 1928. Bse j ar g* j aldl^er inn. Mótorbátur til sölu. Ársgamall, sterkbygður. Lengd 22 fet. Breiður og burðamikill. 4—5 hesta hráolíuvél, gangviss og ákaflega sparneytin. Hitnar á 2—3 mínútum. Segl, siglutré og árar. Dæla og dreki. Ágætis bátur og áreiðanleg vél. Frekari vitneskja hjá Gunnari Andrew. Einu sinni komst málið svo langt, að gerð var áætlun um aflið í Fossá. Sú áætlun er Ijóst dæmi þess, hve illur undirbúningur máls getur verið því skaðlegur, því á- ætlunin drapum tíma frekari fram- kvæmdir málsins á skynsamlegum grundvelli. Það þótti sem se ekki svara kostnaði að virkja ána. Leitað hefir verið afls í Bol- ungavík og var á tímabili álitið, að þar væri að leita heppilegustu lausnar málsins. Eiríkur Einarsson bæjarfulltrúi, hefir á síðari árum mest unnið að rafurmagnsmálinu. Hafði hann trú á því, að ekki væri fullrann- sakað um vatDsmagnið hór í grendinni og fókk hann Eirík Ormsson rafvirkja til þess, að ekoða fallvötnin í Skutulsfirði. Leist honum strax svo á árnar í Engidal, að þar mætti fá mikið afl handa bænum, ef teknar væru þar 4 ár og virkjaðar í sömu stöð. Benti hann á að það væri mjög anðvelt. Yoru nú mælingar teknar upp af nýju á Fossá miklu ofar en áður, og þar sett stýfla. Leiddu mælingarnar í Ijós sæmilegt vatns- magn. Ofan á það bættist, að áin kemur úr allstóru vatni, sem auð- velt virtist að stækka og gera að mjög álitlegum vatDsgeymi til renslisjöfnuuar. Fallkæðin er mikil í á þessari. Gegnt Fossá ern tvær smá ár> er Selár heita. Þeim má á auð- veldan hátt veita í sama farveg. önnur þeirra kemur úr allstóru vatni, sem stækka má mikið með litlum kostnaði. Þar má fá mikla fallhæð, en vatDsmagnið er minna en í Fossá. Eftir miðjum Engidal renDur Langá. Hún er vatnsmest af þess- «m 4 ám, en þar verður fallhæð- in miklu minni. Þær rannsóknir, sem fiam hafa farið, benda til þess, aðbestmuni að byrja á virkjun Fossár, en á þann hátt, að auðvelt sé að taka allar hinar árnar í sömu stöðina. Er þess að vænta, að máli þessu verði hrundið i framkvæmd eins fljótt og unt er. Togarinn Hafstein kom í gær af 9altfisk- veiðum með 80 tunnur lifrar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.