Skutull - 03.08.1935, Qupperneq 1
KUTULL
* Otgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingaf jórðungs.
Inn í svarthol örbirgðar
áþján margan setur,
en djarfan anda uppreistar
ekkert bugað getur.
Ritstjópi og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson.
G. G e i r d a 1.
Xin. ár
ísafjörður, 3. ágúst 193B.
33. tbl.
„Þeir, sem valdið hafa“, tala i seinasta Vesturlandi
um landbúnað og sjávarútveg.
Mennirnir eru: Jón Auðunn: Um þorskveiðar; og Arngrím-
ur Bjarnason, búhöldur á Mýrum: Um landbúnað
og búvísindi!!
Jón Auðunn talar kuldalega
um fyrverandi keitmey ihaldsins:
„Hina frjálsu samkeppni14. Telur
hann þess litlar vonir, að Islend-
ingar fái staðist samkeppnina við
frændþjóðirnar, Norðmenn og
Færeyinga, nema dregið só úr
kostnaði við framleiðslu fískjarins
og verkun. Er ekki neinn i vafa
um það eftir lestur greinarinnar,
að bjargráð Jóns er lækkun tekna
hjá sjómönnum og verkafólki.
Eitthvað smávegis, en ekki neitt
að ráði, telur Jón, að hægt muni
að draga fír kostnaði við kaup á
veiðarfœrum.
Er þetta enn ein sönnun þess,
að íhaldið telur það aðal sjálf-
stæðismál þessarar þjóðar, að gera
kjör framleiðslustéttanna sem allra
ölifvænlegust. Yerða þeir ihalds-
foringjarnir aldrei iæknaðir til
fulls af þessari sjálfstæðisspansk-
flugu í böfðinu, nema nokkrir
þeirra verði teknir og settir i
raunverulegt starfshlutverk verka-
mannsins á mölinni, við tekjur
hans eitt ár eða svo. Þætti mór
þess þá von, að kröfur þeirra um
kauplækkun yrðu ívið sjaldgæfari
og lágværari næsta árið á eftir,
og eitthvað kynni þeim þá að
fiuuast líklegra tilað frelsa
þjóðina með, einkum ef til
stæði að framlengja námskeið
þeirra um einn áratug eða tvo.
Skoðun Skutuls er annars sú
í þessu máli, að nýtt verzlunar-
skipulag með KQL,SALT,OLÍUR
og VEIÐARFÆR!, - skipulag,
þar sem ENGIN ÁLAGNING Á
ÞESSAR VÖRUR VÆRI LEYFÐ
nema rétt til að standast raun-
verulegan kostnað, og þar sem
útvegunin færi fram fyrir allan
íslenzka veiðiflotann af einum
aðila, mundi spara íslenzkri út-
gerð of fjár. En slíka arðlausa
verzlun mundi auðvitað enginn
einstaklingur vilja reka, og yrði
því ríkið að gera það, enda því
skyldast, þar sem hér væri um
að ræða misilsvert grundvallar-
atriði atvinnulífsins. Með þessu
ættu kjör sjómanna og verka-
manna að geta orðið lífvænlegri
en nú er, og atvinnuvegurinn
jafnframt samkeppnisfærari. Jón
Auðunn sér aðeins þá leið, sem
er á kostnað vinnustéttanna, og
er þetta mál skýrt dæmi þess,
hvernig ólík hagsmunasjónarmið
leiða til gerólíkra pólitískra úr-
Iausna i stórmálum.
Annað ráðið til þess að gera
íslenzkar þorskveiðar samkeppn-
isfærar, er að áliti Skutuls það,
að koma upp nýtízku skipum,
aðallega togurum, en nú er meg*
inhluti ísl. flotans úr sér genginn
og ósamboðinn sjómannastétt
vorri eins og Ól. Thors heflr
réttilega lýst.
Þriðja ráðið, og það, sem
mestu varðar að vorri hyggju,
er það, að koma nýtingu aflans
í fjölbreytilegra horf, og þannig,
að sem minnstum verðmætum sé
kastað aftur í sjóinn. Lifrar-
bræðsla og beinavinnsla sé á
skipsfjöl, nýting hrogna og þess-
háttar líka. Veiðifleiriflsktegunda
sé liafln og útflutningur á ís-
uðum, frystum, söltuðum, hert-
um og niðursoðnum flski skipu-
lagður í sem flestum markaðs-
löndum. ‘ — Mundi ekki slíkur
menningarbragur vera eitthvað
liklegri til þjóðhagslegrar bjarg-
ar, þegar um aðalatvinnuveg
þjóðarinnar er að ræða, heldur
en að nöldra um það siknt og
heilagt sem höfuðnauðsyn, að
„spara í tilkostnaði við að afla
fiskjarins“, og sérstaklega á
verkunarlaununum ?
Skorar Skutull nú alvarlega
á bæði verkamenn og sjó~
menn að gjörhugsa þessar
tvær leiðir og leggja fram
alefli sitt til framkvæmda
þeirri málsúrlausn, sem þeim
geðjast betur að.
^"^y^gv^íúrhansson^]
fyrv. forsætisrá ðherra Iézt
aðfaranótt miðvikudagsins 31.
júli sl.
All mörg ár hafði Tryggvi
Þörhallsson verið haldinn af
hættulegum sjúkdómi, og oft
hætt kominn. Eyrir nokkrum
dögum fór hann i bifreið
austur í sveitir úr Reykjavik
og varð fyrir smávegis bíl-
slysi. Tók þá sjúkleiki hans
að gera vart við sig á ný, og
er reynt var að bjarga lífi
hans með uppskurði, þoldi
hann það ekki.
Tryggvi Þórhallsson var
aðeins 47 ára gamall, er
hann lózt. Var hann fæddur
9. febr. árið 1888.
Bövisindaritgerð Mýrabóndans
snýst öll um það, að mikill vandi
só að þurka hey og búa til vot-
hey, því þetta þurfi „að fara fram
á fræðilegan (vísindaiegan) hátt“.
Qm þetta segir Arngrimur
bóndi orðrétt svo:
». • • Af þessum ástæðum or þvi
valt að byggja miklar vonir á
heyþurkunarvélum. En á hinu
eigurn við að festa tryggar vonir,
að visindin komi okkur til hjólp-
ar við búreksturinn, jafnt við
þurkuu á heyjunum, sem öðrum
vandkvæðum, er ráða verður bót á.
Til þess, að svo megi verða,
þfurfum við að eignast fullkomna
innlenda búvisindastöð, þar sem
rannsakað sö allt um háttu og
kagi búnaðar og búpenings, og
þær rannsöknir gerðar að almenn-
ingseign svo fljótt sem verða má“.
(Skutull vekur athygli Arngrims
bónda á því, að fyrsta fjárlaga-
þingið á valdatímabili þeirra rauðu
afgreiddi lög um „Ransókn-
arstofnun i þágu at-
vinnuveganna“, þar sem
íyrirhuguð er eórdeild i þágu
landbúnaðarins. Er ákveðið að.
byrja byggingu þessarar stofnun-
ar nú með haustinu).
Ennfremur sendir Arngrimur
frá sór svo hljóðandi harmakvein
út af sárum visindaskorti i bú-
skapnum:
„Er eins og nú horfir, ekki
Verklýðsmál.
Heildarsöltun 31. júií var orð-
in 15 690 tunnur, þrátt fyrir mjög
tregan afla síðan byrjað var að
salta. Síldarútvegsnefnd hefir ný-
lega ákveðið lágmarksverð á fersk-
síld til matjessöltunar 8 kr. pr.
tunnu. í fyrra var verðið kr. 6,60.
K o m m a r eru nú taldir póli-
tiskt dauðvona á Siglufirði. Var
þeirra að engu getið í deilunni á
dögunum, en eftir að sættir kom-
ust á, boðuðu þeir fundi og vildu
fá verkafólk til að halda áfram
verkfalli. Þetta mistókst algerlega,
og vildi ekkert verkafólk taka þátt
í sliku. Varð þvítilraun þeirra til að
minna á sig í sambandi við deil-
una, þeim sjálfum til smánar, og
mun heldur en [hitt flýta dauða
þeirra i verklýðsmálum Sigluf jarðar.
annað sýnna, en að fleiri og
fleiri bændur leggi árar i búskap-
arbátinn og sæki i þóttbýli kaup •
staðanna og sjöþorpanna, sem
eiga engin skilyrði þess, sem
vænta má, að standa (verði?)
óstuddur eða bakhjarlslaus i bar-
áttunni“.
Og enn segir hann:
„ ... aíkoman verður ekki bætt
að varanlegu gagni, nema bú-
visindin komi til hjálpar“.
Öllu á sem * só að bjarga með
búvisindum, og án þeirra á allt
að vera í beinni glötun.
Aumingja forfeður vorir, sem í
öllu urðu að styðjast við reynslu
sina og annara, og feta sig eftir
seinfærum stígum hennar! Aum-
ingja fátæku, ómenntuðu bænd-
urnir, sem aldrei geta gert sór
vonir um að fá þá einu sálu-
hjálplegu, vísindalegu innspraut-
ingu af búvisindum.
Von var nú, að flest færi í
ólestri hjá þeim: Hey ónýttust og
kálfar, hestar og kindur fóllu úr
hor o. s. frv, fyrst öllu er óbjarg-
andi án vísinda. En fátt er svo
með öílu illt að ekki fylgir nokk-
uð gott. Eftir frásögn Arngríms,
hætta þeir nú unnvörpum (leggja
upp árar i búskaparbátinn og
sækja i þóttbýlið), sem ekki
þekkja þau vísindalegu tök á
hlutunum, og koma þá sennilega
fljótt i skarðið ungir menn með
visindalegt veganesti frá bænda-
skólum og Rannsóknarstofnun
ríkisins.
Skulum vór þá vænta þess, að
grund grói grænum lauki, og
grátlegum dæmum óvisinda-
legs búsbapar fœkki með þjóð vorri,