Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 13.03.1937, Qupperneq 2

Skutull - 13.03.1937, Qupperneq 2
2 S K U T U L L Sænskur skíðakennari á íslandi. Eftir Georg Tufveson. Sænska skíðafólagið (Skidfram- jandet) sendi mig til íslands —, sögueyjunnar nyrst í Atlandshafi. íslenska eimskipið „Gullfoss" fór frá snæþaktri Kaupmannahafn- arborg þann 27. febrúar 1936 með farm af verslunarvörum og sænska skíðakennara. Samkvæmt íyrir- heiti tók óveðrið okkur í faðm sér þegar á fyrsta dægri og hélt okkur þar alla ieiðina. Kafalds- bylur. Jafnvel máltíðirnar voru engin tilbreyting í hinni löngu sjóferð, — svo sem þó oft er. Dagsdvöl í Edinborg var þægi- leg hvíld frá veltingnum. Að morgni þess 6. mars varpaði skipið atkerum í ágætu skjóli hafnarinnar í Keykjavik. Ég átti nú 6 dögum yflr að ráða þangað til ég átti að halda áfram til Isa- fjarðar, en þar átti ég að starfa. Þrjátíu og fjórar þúsundir af 116 þúsundum íbúa íslands eru bú- settir í Reykjavík. Eldri húsin — tréhús, klædd bárujárni — eru ekki falleg. Nýrri byggingarnar, sem eru steinsteyptar, eru aftur á móti i funkisstíl með allri þar til heyrandi tísku. Nú er mikið byggt í Reykjavík. Meðal nýbygg- inga eru þjóðleikhúsið og prýðileg sundhöll með 25 metra sundlaug. Umhverfl Reykjavíkur er ekki fallegt, en útsýnið yflr hafið og hinn háa, snæviþakta tind Snæ- fellsjökuls lætur menn gleyma óbliðu hraunanna. Formaður og íélagar Skíðafó- lags Reykjavikur tóku á móti mér við skipshlið. Félagið var stofnað fyrir 25 árum og telur nú 550 félaga. í mesta flýti var náð í skiðin mín og síðan haldið af stað í bíl upp til fjalla. Því að félagið á skíðaskála í 35 km. fjarlægð frá höfuðstaðnum og í 350 m, hæð yflr sjó, í ágætu landi, skóg- og runnalausu. Skálinn er eiginlega ekki útbúinn til vetr- ardvalar, en þess þarf heldur ekki, því hann er hitaður af heitri upp- sprettu. Þar eru rúm fyrir 25 gesti en oft nátta sig þar 50 mann. Ég var gestur fólagsins nokkra ógleymanlega daga. Var þá farið í lengri og skemmri ferðalög og æft flugskrið. Hér uppi er sæmi- lega mikill snjór, þótt sjaldan festi snjó á láglendinu kringum Reykjavík. Veðrátta var því miður afar breytileg. Einn morguninn lögðum við af stað í glaða sól- skini og 9 stiga kulda. Síðari hluta dagsins komum við heim holdvotir af regni. Fjallahlíðarnar eru brattar og klettalausar, svo að það er freistandi, að láta „gamminn geysa", en það er varasamt, því ferðinni lýkur í hrauninu, og hið hrjúfa yfirborð þess er sjaldan alþakið snjó. Um- hverfís skiðaskálann er mjög mikið af heitum uppsprettum. Við sát- um á barmi einnar slíkrar sjóð- andi og rjúkandi lindar og okkur leið notalega vel. Kringum 15 km. frá skálanum eru Hengil- fjöllin, en þar er mikið af brenni- steinshverum og sjóðandi pyttum. — Það er ekki undarlegt, þótt menn forðum álitu, að inngöngu- hlið helvítis væri á Islandi. í fyrsta skifti, sem ég hitti íslendingana höfðu um 80 skíða- menn mætt kringum skíðaskálann. Þeir höfðu komið í bílum og „bússum". Margir þarna eru traustir skiðamenn, vanir lang- ferðum á hinum miklu jöklum. í flugskriði (undan brekku) eru þeir lélegir, flestir kunna hvorki sveifl- ur nó hömlur, en þeir kunna heldur ekki að hræðast. Það er hálf ægilegt að sjá þá koma þjót- andi niður snarbrattar hlíðar, þangað til þeir stöðvast á einn eða annan hátt. En áhuginn fyrir flugskriði er mikill. í umhyggju gestrisinna og hjálpfúsra manna líða þessir 6 dagar allt of fljótt. En nú var eft- ir 14 tíma sjóferð. Það urðu 26 tímar í blindbyl og hafróti, þang- að til ég kom á áfangastaðinn eftir 16 daga ferð. Og loksins er ég þá á ísafirði, litla sjávarþorpinu á Vestfjörð- um. Bærinn liggur á tanga í miðjum þröngum firði, sem er umluktur svo að segja þver- bröttum 800 m. háum fjöllum. Sól sóst ekki frá miðjum nóv- ember til janúarloka. Þegar sól- in loksins sóst að nýju, drekka ísfirðingar „sólarkaffi" til þess að fagna henni. ísafjörður er skiðaparadís með öllum halla- stigum i fjöllunum. í 800 m. hæð eru kílómetralangar rennsléttar flatir með. dásamlegii útsýn yfir haf og firði, sem bugðast eins og blá bönd milli fjallanna. Og í fjarska lýsir af fannhvítum Drangajökli. En í allri þessari dýrð getur skyndilega syrt að. Þá er um að gera að hafa góðan áttavita og gleyma ekki að það er 33° vestlæg misvisun. Á Isafirði er skiðafólag með nálægt 60 felögum, og hefir for- maður þe9s, Ólafur Guðmunds- son framkvæmdastjóri, unnið mikið í þarfir skiðaíþróttarinnar. Féiagið á smáskála uppi i fjalli (Skíðheimar) i 5 km. fjarlægð frá bænum og 200 m. yfir sjó. Hér uppi er skíðafæri frá miðjum október til mai-byrjunar. Það er miklu kaldara og meiri snjór í þessum hluta landsins en i ná- grenni Reykjavíkur. ísafjörður liggur á sama breiddarstigi og Haparanda, en hefir talsvert mildara loftslag. Áhugi manna fyrir skiðaförum, sérstaklega flugskriði, er hór mjög mikill, og fann ég mjög góð efDÍ í Slalom- menn, djarfa menn og vissa Af rúmiega 2000 ibúum bæjarins töku meir en 200 þátt í nám- skeiði mínu, en af þéim voru 80 fullorðnir og um 130 skólabörn. Börnin fengu frí úr siðdegistím- unum vissa daga vikunnar til þess að geta verið með, og sköl- inn borgaði námsgjaldið fyrir þá, sem illa voru stæðir., Því miður voru þátttakendur almennt illa útbúnir, sórstaklega börnin. Þau hafa sjaldnast almennilega skó, en eru á skiðum í gúmmí- stígvélunum, sem almennt eru notuð þarna vesturfrá. Það bar ekki ósjaldan við, eftir ærlega Frá trúarlífi i. í haust kom hingaö til landsins Hallesby, kennari við safnaða- guðfræðiskólann í Oslo. Vakti koma hans allmikla athygli, þar sem hann er foringi ofsatrúarmanna í Noregi. Eru skoðanir þeirra manna mjög ólíkar því, sem við höfum yflr- leitt átt að venjasthérá íslandi. Ení ræðum þeim, er Hallesby flutti í útvarpið, lét hann margt ósagt, sem helst mundi hneyksla af skoðunum hans. Eins mun hafa ver- ið um háskóla-fyrirlestrana. En síð- an stóð gnýr nokkur um fram- komu stúdenta, er voru í fylgd með honum og náðu alimiklum tökum á ungu fólki á Akureyri. Seinna fluttist svo heim til ís- lands sá vitnisburður, er Halles- by gaf íslenzku þjóðinni og trú- arlifi hennar — og ummæli hans um hinn frjálslynda og andríka kirkjuhöfðingja, Harald Níelsson, er leiddu til fyrirlestrahalds hjá Einari H. Kvaran, rithöfundi og orðaskifta í útvarpið milli hans og Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests, sem raunar sló mjög undan og vildi sem minnst gera úr vitnis- Norðmanna. burði Hallesbys um hinn látna foringja og starf hinnar íslenzku prestastéttar. Nú ætla ég ekki að fara út í neinar af þeim deilum, sem orðið hafa í sambandi við komu Halles- bys, en aðeins skýra frá þeim kynnum, sem ég hefi haft af ofsatrúarmönnunum norsku. Á árunum 1925—1927 ferðaðist ég um Sogn- og Firða-fylki, Norður- og Suður-Hörðaland, Rogaland allt, Þelamörk, Valdres, Austur- dal og Trýsil og hélt fyrirlestra í um 360 hverfum. Nú er það svo, að öll þessi hóruð, að þrem þeim síðustu undanteknum, eru, auk Norður»Noregs, höfuðstöðvar hinna norsku ofsatrúarmanna. Hafði ég því allgott tækifæri til að kynnast þeim, skoðunum þeiria og menn- ingarástandi. H. Ég hafði, áður en ég fór til Noregs, lesið allmikið um þetta fólk í norskum bókmenntum. Og þær lýsingar, sem þar komu fram, virtust svo að segja undantekn- ingarlaust því nær óskiljanlegar íslendingi. Hugði ég því mikið af þessu skáldskaparöfgar, sem lítt væri mark á takandi. Þó virtust t. d. lýsingar Árna Garborgs gerð- ar af fyllstu þekkingu og dýpstu alvöru, enda kynntist óg því síð- ar, að víða keyrir nú um þver- bak ofstækið, en á fám stöðum eins og þar, sem hann er uppal- inn -- á Jaðrinum sunnan við Stafangur. Ég bjó jafnan á Voss á sumrn um og hafði þar leigt fast hús- næði allan tímann, sem ég dvaldi í Noregi. Ég bjó hjá gamalli konu. Hún var hin mesta vöndunar- manneskja og mátti ekki, að ég best veit, vita vamm sitt í neinu. En það fann ég brátt, að hún var illa uppfrædd um flesta þá hluti, sem nú eru taldir nauð- synlegir og sjálfsagðir menntuðum manni. En hún leit heldur aldrei í önnur rit en guðsorðabækur og og blöð ofsatrúarmanna. Ég minnt- ist á menn eins og Björnsson. Ussl Hann hafði verið stórhættu- legur syndari, sem hafði haldið því fram, að „þar, sem góðir menn færu, væru guðs vegir*. Hans bækur mátti enginn sann* kristinn maður lesa. Jbsen var einnig fordæmdur. Hamsun hafði hún aldrei heyrt getið um. Hann var þá nýbúinn að fá Nobelsverð- launin, Svona var þá þetta. Ég sá, að í kring um þessa konu haföi verið hlaðinn múrveggur, sem enginn andblær nútímahugsunar eða þekk- ingar fékk komist yfir. Þá varð óg þess var, að þessi kona mátti ekki sjá spil — og auðvitað hafði hún andstyggð á dansi og slíku lóttúðarathæfl. Á Voss brenna menn eingöngu trjáviöi, birki og furu. Ég sagaði daglega handa okkui- hjónum í eldinn. En einn laugardag gleymdi ég þessu, Þegar svo átti að bregða upp eldi seinni part sunnudagsins, var sagaða brennið búið. Ég rauk þá til og fór að saga, En ekki hafði ég lengi verið að þvi starfl, þegar gamla konan kom til mín og var mjög æst. — Þór farið til helvítis, Guð- mundur Hagalín, ef þór gerið þetta, sagði hún af hita og sann- færingu. Eg fór að skírskota til asnans og uxans í bíblíunni, en það hafði enga vog. — Það sagði Dahl prestur for- takslaust, að sá, sem sagaði í eldinn á sunnudegi, hann færi til helvítis — og undir honum yrði

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.