Skutull

Volume

Skutull - 13.03.1937, Page 3

Skutull - 13.03.1937, Page 3
SKUTULL 3 byltu, að maður sá skiðin halda áfram, niður brekkuna með tóm gámmistígvélin, meðan eigandi þeirra klóraði sig á fætur á sokkaleistunum. Var því tekið með mestu stillingu, skiðin með stigvélunum sótt þangað, sem þau stöðvuðust, og siðan byrjað á nýjan leik. Enginn kvartaði, því mjög fór þvi fjarri, að hér væru nokkrar veimiltitur. Það var ánægjulegt að sjá, hvernig börnin gátu brotist áfram með hinn ^ólega útbánað sinn. Sum þeirra 'höfðu ekki einusinni aimennilega stafi, heldur bara smáprik, en þau voru samt ótrúlega góð á skiðum. Vegna strangra innflutningshafta á öllum svonefndum munaðar- vörum var nærri því ómögulegt jafnvel fyrir þá, sem höfðu aura- ráð, að fá almennilegan skiðaút- búnað. En hann kaupa menn því rniður eingöngu frá Norógi. Enn má sjó einstaka eldri menn fara á skíðum með aðeins einn staf. Eg hafði heim með mór eftirmynd af gömlum skiðum, sem herra Aðalsteinn Jónsson i Skíðafélagi ísafjarðar gaf safni Sænska skíðafólagsins. Land- pósturinn, sem ferðast hafði yfir fjöllin frá ísafirði til næstliggj- andi fjarða, hafði notað slik skíði. Gamli maðurinn hafði bersýni- lega ekki kunnað að njóta töfra hraðans standandi, heldur hafði hann gert sór lausan pall, svo hann gæti notið ferðarinnar sitj- andi á skíðunum og stýrði þá niður fjöliin með löngum staf. Á sunnudögum er mikið lif og fjör á dalnum kringum Skíð- heima. Suma sunnudaga höfðu yfir 200 skiðamenn skráð nöfn sin í gestabók skálans. En þó eru það ekki nálega allir, því niður á túnunum úði og grúði af stálhraustum strákum, sem á tunnustöfum sveifla sér og hoppa, eins og þeir eigi lifið að leysa. Unga ísland er úti í öllum veðrum. Stormi og kulda tekur enginn mark á. íþróttahreyfing- in nýja á Islandi er mjög ung, en hefir nú náð útbreiðslu og vinsældum um allt !and. I iþrótta- sambandinu eru nú 120 fólög. Knattspyrna, skíðaferðir og sund eru þær íþróttagreinar, sem mest eru iðkaðar. Heitu laugarnar veita mönnum aðgang að dýrð- legum böðum. Úr slíkri lind er vatnið leitt í steypta þró og blandað köldu vatni, þangað til það er hæfilega heitt. Kaldan og napsan vetrardaginn er það óneitanlega dálítið einkennilegt að skreiðast niður 1 slika þró með 25—30 stiga heitu vatni, þótt frost sé í lofti. Menn hegða sór eins og hálftrylltar teistur til þess að kala ekki á eyrunum. Útlendingum kann að finnast hin íslenska náttúra þrálynd og viða þreytandi. En hafi menn dvalið þar nokkurn tíma, fer þeim að skiljast ást Islendings- ins á landinu, hvar sem hann dvelur á hnettinum. Hann þráir fjöllin sín og jöklana, viðáttu- miklu öræfin og hafið. Hið vá- lynda veðurfar og hin þrálynda náttúra hafa skapað ágœta og tápmikla þjóð. Eg þekki lika skíðakennara nokkurn, sem einnig þráir að komast aftur til sögueyjunnar, eyju öfganna, þar sem fortið og nútíð, þar sem eldur og ís mæt- ast, þar sem hafið er dásamlega blátt, þar sem lífið er erfitt og frumstætt, en lifnaðarhættirnir heilbrigðir og mennirnir hara- ingjusamir og góðir. Gunnar Andrew þýddi. i Trúlofunarhringar. Allskonar gull og silfursmíðar ódýrast og best hjá ÞÓRARNI. Afbragðs reyktur rauðmagi og karfi. Verzl. Kr. H. Jónssonar. ^R.úgur er meðal hollustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og étið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi ísfirðinga. Bæði seydd og óseydd. Ekkert brauðgerðarhús á I Vesturlandi framleiðir nú I meira af þessari brauðteg-1 und en Bökunarfélagið. Nýtízku tæki til brauðgerðar. Kaupi gamlan kopar. Kr. H. Jónsson. Hættuaðvörun. Menn eru alvarlega varaðir við að snerta raí'magnsleiðslur og tæki raíveitunnar, þar eð slíkt getur valdið alvarlegum slysum. Lííshættulegt er að snerta háspennulínuna, eða tækin á háspennu-staurunum, gildir það jaínt þó að sú snerting væri íramkvæmd með tré eða öðru, sem að venjulega er talið að ekki leiði rafmagn. Rafveita ísafjardar. kynt með þeim sama viði og hann hefði sagað. Mór þótti nú allkyndug þessi upprisa viðarins, en sagaði það, er þurfti til að velgja á könnunni, og hætti síðan ... En látum nú vera þessi kynni af ofsatrúnni norsku. Þessi kona var þó góð og vönduð manneskja, laus við sér- gæðingshátt og fordæmingarlöng- un yfirleitt. En gnýrinn af trúarofstækinu barst heim til mín, áður en 4g fór í ferðalögin og kynntist því nokkuð verulega af eigin raun. T. d. frétti ég það einn daginn, að prófasturinn á Voss hefði orðið að reka burt ráðsmann sinn, er bjó í húsi einu beint á móti húsi prófastsfjölskylduunar. Ráðsmað- urinn hafði orðið gripinn af ofsa- trú — og söfnuðust skoðana- bræður hans saman hjá honum á hverju kvöldi. Hóldu þeir svo uppi, til að byrja með, söng og ræðu- höldum. Síðan hófust knéföll og vitnanir um synd og náð — og loks lennti allt í ópum, öskrum og kveinstöfum, svo að prófastur gat ekki sofið. Ráðsmaðurinn tók að vanrækja störf sín — og svo fór sem fyr er sagt. Þá heyrði óg þennan fyrsta vetur smáskrítna sögu, sem sagt var að gerst hefði í búð einni þarna á Voss. Bóndi nokkur var staddur í búðinni, en til hans gekk maður með tösku undir hendi. Hann ranghvolfdi augunum og leit upp í búðarloftið. Síðan stundi hann af mæði yfir ver- aldarinnar vonskusolli og lagði höndina á öxl bóndans. — Hefir þú fundið Jesús, mað- ur minn? spurði hann svo með blíðri en angurþrunginni rödd. Bóndinn leit snöggvast við honum og sagði: — Hefir þú kannski týnt hon. um? Þeim heilaga varð fátt um svör. III. Það, sem ég kynntist ofsatrúar- möunum næst, var af sérstaklega eftirtektarverðum blaðafregnum. Einn góðan veðurdag stóð í blöðunum, að rúmlega tvítugur maður hefði komið til hrepp- stjórans í sinni sveit og kært sjálfan sig fyrir að hafa tekið móður sína af lífl, höggvið með öxi í höfuð henni. Hreppstjóri rauk þegar þangað, sem þau bjuggu, ungi maðurinn og móðir hans. Kom þá upp úr kafinu, að það var rótt, sem hann hafði sagt. Gamla konan lá með klofið höfuð á gólfinu — og blóðug öxi þar hjá. Öllum kom þetta mjög á óvart, Ungi maðurinn hafði verið hinn prúðasti og vandaðasti í allri sinni framkomu og breytni — og hann hafði sóð fyrir móður sinni og verið hinn starfsamasti. En þennan vetur hafði hann tekið ákafan þátt í samkomum ofsatrúarmanna, sem voru með miklum blóma i sveitinni. Stóðu samkomurnar stundum á hverju kvöldi og langt fram á nótt. Var þar prísuð dýrð himnanna, en mikil áhersla lögð á þá ógnarsynd og vonsku, sem í þessari veröld ríkti. Menn- irnir væru fæddir í synd og hugs- anir mannsins hjarta vondar frá barnæsku. Nú var ungi maðurinn yfir- heyiður — og var hann spurður, hversvegna hann hefði unnið hermdarverkið. —• Móðir mín var svo góð og mér þótti svo vænt um hana. Ég gat ekki hugsað mér, að hún lifði lengur í þessari ljónagröf. Eins og gefur að skilja, vakti þetta mál mjög mikla athygli. Annað atvik, sem fyrir kom og mikið var rætt og ritað um, fannst mér ennþá átakanlegra. Svo hagar til á bæ nokkrum, að hann stendur mjög nærri stöðuvatni einu litlu. Er slétt grund fram á vatnsbakkann. Þar taka við klappir, og er alldjúpt við klappirnar. Hjónin á bænum áttu þriggja ára gamlan dreng, mjög efnilegan. Þau aðhylltust bæði trúarskoðanir ofsatrúarmanna, og var mikið sungið af sálmum á heimilinu og talað um guð- rækileg efni. Móðirin talaði oft um slíkt við drenginn, og hún dásamaði mjög fyrir honum dýrð himnanna og hve gott væri þar að vera hjá Jesú Kristi. Þar væri bjart og fagurt — allt gyllt og stráð marglitum perlum og öðru dýrindi. Til Jesú færu svo börnin, þegar þau dæju. — Og þar yrðu þau að englum með hvita vængi og gætu flogið fram og aftur og skoðað alla dýrðina. En móðirin vildi ekki, að drengurinn færi sér að voða. Hún varaði hann því við vatninu. Ef hann dytti i það, þá dæi hann. Þá var það dag einn, að dreng- urinn var inni hjá móður sinni, þar sem hún var að störfum. Allt í einu sagði hann svo við hana:

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.