Skutull - 13.03.1937, Qupperneq 4
4
S K U T U L L
Influensan
Viðtal.;við Kristján Arinbjarnar
héraðs- og sjúkrahúss-Iækni.
Skutull hitti í fyrrakvöld að
máli Kristján Arinbjarnar lækDÍ
og spurði“hann“ umi]infláensuna,
sem ná er komin ij bæinn.
— Infláensan byrjaði sl. föstu-
dag, segir læknirinn — og hán
hefir útbreiðst mjög ört. Á
þriðjudagskvöld voru ein 7 hás
sýkt, en í gærkvöldi voru þau
orðin 18.', Nú''er'*veikin komin
í milli 20 og 30 hás.
— Legst veikin yflrleitt þungt
á fólk?
— Maður veit það.nú varla
ennþá, þar sem ekki er séð, hvort
hán hefir langvinnar afleiðingar
í för með sér. En það fylgir
henni strax í byrjun^hár hiti —
39—40 stig — og hitanum er
samfara höfuðverkur, beinverkir,
slæmur^hósti og verkir í augum.
— Stendur hitinn yEirleitt
lengi, ef eDgar sérstakar afleið*
ingar fylgja veikinni?
— Nei, aðeins tvo — fjóra daga.
— Hvað vill læknirinn sér-
staklega taka fram til athugunar
fyrir menn?
— Veikin byrjar með hósta-
kjöltri og óþægindum i augum
og hálsi — og þá er hitinn
kemur til sögunnar, fylgir hon-
um kölduhrollur. Er þá nauð-
synlegt, að fólkið haldi sig inn-
an húss — eða fari helst strax
í rámið. Ef hitinn helst aðeins
fáa daga, er nægilegt að vera
í ráminu tvo daga hita-
laus og vera siðan á fótum
innan dyra aðra tvo daga. Sé
veikin illkynjaðri, sker læknir
ár eftir ástæðum, hverrar var-
áðar skuli gætt fram yfir það,
sem hér hefir verið sagt.
— Nú vilja sumir sjáklingar
sýna hetjuskap sinn með því
að vera sem lengst á fótum og
fara sem fyrst á fætur aftur.
— Já; ég get ekki nógsam-
lega itrekað það, hve nauðsyn-
legt er, að hafa engan slíkan
,hetjuskap“ íframmi. — Þeir.sem
eru lengi á fótum með veikina,
stofna sjálfum sér í hættu og
átbreiða sjákdóminn um bœinn.
Og það er háskalegt, kannski
— Mamma, nú fer ég til
Jesú.
Hún gaf þessu engan sérstakan
gaum, þar eð hún var önnum
kafln, en drengurinn gekk út úr
herberginu. Þegar svo konan haföi
lokiö verki sínu, fór hún aö huga
aö drengnum. Hún kallaöi á hann,
en hann ansaöi ekki. Hún fór út,
hrópaöi og svipaöist um, en
árangurslaust. Svo varö hún þá
hrædd og hljóp niöur að vatninu.
það var sólskin og logn, og vatn-
ið tært — og hún sá drenginn
liggja á vatnsbotninum — rétt
við klappirnir. Þannig fór hann
til Jesu. (Frh.)
Guðm. Glslason Hagalln.
háskalegra en nokkuð annað, að
fara of snemma á fætur.
— Hvers ber einkum að gæta,
meðan menn liggja?
Það þarf að vera gott loft i
herbergjum sjúklÍDganna, en þó
ber að forðast, að dragsúgur
leiki um þé. Ennfremur má ekki
vera mikill munur á hita á
hinum ýmsu tímum sólarhrÍDgs-
ins. Ef kalt er á næturnar, geta
sjáklingar ofkælst og fengið
lungnabólgu.
— En mataræði?
— Sjúklingar mega fá mjólk,
vatn og hafraseyði meðan hitirm
er hæstur — óg síðan ýmsa
létta fæðu svo sem nýjan fisk og
grauta.
— Hvað um lyf?
— Eg vil vara við að nota
of mikið af hitaskömmtum.
Hálfur skammtur eða hálf tafla
af asperíni þrisvar—fjórum sinn-
um á dag er hæfilegt. Annars
verður læknir að gefa sérstakar
ráðleggingar, ef sjúklingarnir eru
þungt haldnir eða eitthvað sér-
stætt kemur til.
— Það hefir [verið gefin át
skipun um að loka skólum og
banna."samkomur og aðra mann-
fundi.
— Já; það er gert til þess, að
tefja fyrir átbreiðslu veikinnar.
Ef-mjög margt leggst i einu, er
hætt við að vanti nauðsynlega
hjálp.
— En gæti ekki verið nauð-
synlegt að hafa samtök um
hjálparstarfsemi ?
— Það : hafa þegar verið
gerðar ráðstafanir. Skólamenn-
irnir hér hafa nú frí — og þrir
þeirra skipa nefnd, sem fólk
getur snúið sér til — og það
mun verða sent í húsin, ef veik-
in grípur svo um sig, að heilar
fjölskyldur leggist í einu. í
nefndinni eru Björn H. Jónsson
skólastjóri og kennararnir Helgi
Hannesson og Guðmundur frá
Mosdal Mjólkinni, sem skóla-
börnum hefir áður verið úthlut-
að, höfum við læknarnir nú
umráð yfir — og munum við
láta þeim hana i té, sem þarfn-
ast hennar mest.
Fleira held ég ekki að sé
ástæða til að taka fram i þetta
sinn.
Um atvinnumál ísfirðinga. (Prh.)
Siglufii'Si, mundi hún í'yllega
greiða hóflegar rentur af nýrri
vatnsveitu framan úr Seljalandsá.
Vatnsveitumúlið verður því að
leysa — og er hægur vandi að
leysa — ef á annað borð er hægt
að koma hór upp síldar- og
karfaverksmiðju.
Eins og hér hefir nú verið sýnt,.
er þetta verksmiðjumál fjölþætt
nauðsyn bæjarins og bæjarbúa.
Og það er skylda bæjarstjórnai'
að gera allt, sem í hennar valdi
stendur, til þess að komá ■ því í
framkvæmd. Raunar er vonlaust
um, að verksmiðjan geti tekið til
starfa á vori eða sumri komanda.
En ef fó íengist til framkvæmd-
anna nú í vor, mundi verða þeim
samfara geysimikil vinna: Bygg-
ing húsa, bryggju og þróar
mundu útheimta mikinu vinnu-
ki’aft — og þá ekki síður vatns-
veitan. Sýnum sama áhuga og
einbeitni í þessu máli eins og í
rafveitumálinu — og ef okkur
tekst að lyfta hinu þunga taki,
þá er mikil ástæða til að vona,
að þar hafi um leið verið lyft oki
atvinnuleysis og liörmunga af
bökum ísfirsks verkalýðs á sjó
og landi og framtíð bæjarins
tryggð um nokkurt skeið.
BLAÐIÐ vill leiða atliygli les-
enda að auglýsingu um sóknar-
gjöld.
OREININ, sem Gunnar Audrew
hefir þýtt og er í blaðinu í dag,
er úr árbók skíðafélagsins
sænska.
SAMKOMUBANN í EYRAR-
HREPPI. Yegna infiúensunnar
hefir verið sett samkomubann í
Eyrarlireppi, eins og hór f bænum
Prentstofan ísrún.
Samkomubann.
Eftir fyrirmælum héraðslæknis í samráði við heilbrigðisstjórnina
og samkvæmt heimild í 12. gr. laga nr. 66 frá 1933 um útbreiðslu
næmra sjúkdóma, er hérmeð vegna innflúenzufaraldurs fyrirskipað
að lokað skuli skólum öllum í ísafjarðarkaupstað, jafnt almennum
skólum og skólum einstakra manna.
Jafnframt eru bannaðir allir almennir mannfundir, opinberar
skemmtisamkomur, messugerðir, almennir félagsfundir, innanfélags-
skemmtanir, dans í veitingahúsum og aðrir mannfundir, þar sem
margir koma saman.
Bann þetta gildir frá kl. 6 síðdegis í dag þar til öðru vísi
verður ákveðið.
Þetta auglýsist hérmeð almenningi til eftirbreytni, að viðlagðri
ábyrgð að lögum.
Bæjarfógetinn á ísafirði, 10. marz 1937.
Torfi Hjartarson.
Lögtak
á sóknargj öldum.
Samkvæmt beiðni sóknarnefndar heíir
verið úrskurðað lögtak á ógreiddum sókn-
argjöldum til ísafjarðarkirkju fyrir fardaga-
árin 1935—’36 og 1936—’37, er fóllu í
gjalddaga 31. des. 1935 og 31. des. 1936,
og verða gjöldin innheimt með lögtaki á
kostnað gjaldenda, án frekari aðvörunar,
sóu þau ekki greidd til skrifstofu bæjar-
fógeta fyrir 1. apríl næstkomandi.
Samkvæmt ósk sóknarneíhdar heíir skrif-
stofa bæjaríógeta tekið að sór innheimtu
eldri sóknargjalda, og er hérmeð skorað á
alla þá, sem eiga ógreidd sóknargjöld, að
greiða þau hingað hið allra fyrsta.
BæjaríÓgetinn á IsafirSi, 11. marz 1937.
Torfi Hjartarson.